Fjöldi greindra COVID-19 smita eykst hratt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna

Um 2,1 milljón hafa smitast af COVID-19 í Bandaríkjunum. Gestir á kosningafundi Donalds Trumps, sem haldinn verður á laugardag, munu þurfa að skrifa undir samkomulag þess efnis að lögsækja ekki framboð Trumps ef þeir veikjast í kjölfar fundarins.

Sums staðar þarf ekki einu sinni að fara út úr bílnum fyrir skimun.
Sums staðar þarf ekki einu sinni að fara út úr bílnum fyrir skimun.
Auglýsing

Mörg ríki Banda­ríkj­anna glíma nú við met­fjölda í nýgreindum smitum af COVID-19. Þau ríki sem glíma við mestan hlut­falls­legan vöxt í útbreiðslu veirunnar eru: Ala­bama, Ala­ska, Arizona, Arkansas, Kali­forn­ía, Flór­ída, Norður Kar­ólína, Okla­homa og Suður Kar­ólína. Þetta kemur fram í frétt Reuters um málið. Á síð­ustu dögum hefur smitum einnig fjölgað hratt í Flór­ída og Texas.Ótti við að önnur bylgja sé við það að skella á í land­inu hefur gert það að verkum að þar­lend heil­brigð­is­yf­ir­völd biðla nú til almenn­ings um að nota and­lits­grímur og forð­ast stórar sam­kom­ur. Heild­ar­fjöldi greindra smita í land­inu er kom­inn upp í 2,1 millj­ón.

Auglýsing


Heil­brigð­is­yf­ir­völd í ríkjum Banda­ríkj­anna grunar að aukn­ing í smitum megi að ein­hverju leyti rekja til sam­koma sem haldnar voru á minn­ing­ar­degi fall­inna her­manna (e. Memorial Day). Að und­an­förnu hafa ríki Banda­ríkj­anna þar að auki verið að opna á ný, það er aflétta sam­komu­tak­mörk­unum og leyfa fyr­ir­tækjum sem þurftu að hætta starf­semi vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins að taka aftur til starfa.Dr. Nahid Bhadelia, pró­fessor við Boston-há­skóla og yfir­maður smit­sjúk­dóma­deildar Boston Med­ical Center, gerð það að umtals­efni í Meet the Press á sjón­varps­stöð­inni NBC í gær að mögu­lega hefðu ríki í suð­ur- og vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna opnað of snemma. Þá hefur hún áhyggjur af því hve hátt hlut­fall sjúkra­rúma sé í notkun í sumum ríkj­um. Staðan sé einna verst í Arizona en þar eru 84 pró­sent sjúkra­rúma í notk­un. Að hennar mati sé hætta á að sú aukn­ing í smitum sem nú á sér stað geti reynst heil­brigð­is­kerf­inu víða ofviða.

Líkur á að sam­komu­tak­mark­anir verði hertar að nýju

Andrew Cuomo, rík­is­stjóri New York rík­is, sagði á blaða­manna­fundi í gær að mikið hefði verið kvartað undan fyr­ir­tækjum í rík­inu sem færu ekki eftir til­mælum stjórn­valda nú þegar verið er að vinda ofan af sam­komu­tak­mörk­un­um. Hann sagði að ef fyr­ir­tæki gætu ekki farið eftir þessum til­mælum gætu yfir­völd þurft að stöðva fram­gang opn­ana og grípa til hertra sam­komu­tak­mark­ana á ný. Fleiri hafa greinst með kór­ónu­veiruna í New York ríki heldur en í nokkru öðru ríki Banda­ríkj­anna.Svipuð staða er uppi á ten­ingnum víðar í Banda­ríkj­un­um. Hægt og rólega hefur lífið verið að kom­ast í samt lag í Hou­ston og aflétt­ing tak­mark­ana staðið yfir síð­ustu vik­ur. Í frétt CBS segir að nú gæti hins vegar verið að þar þurfi aftur að skella í lás. Yfir­völd eru auk þess að skoða þann mögu­leika að koma upp bráða­birgða­spít­ala fyrir COVID-19 sjúk­linga á ruðn­ings­leik­vangi þar í borg.

Öflug skimun veldur háum tölum at mati Trumps

Enn stendur til að Don­ald Trump haldi kosn­inga­fund sinn í Tulsa í Okla­homa þann 20. júní næst­kom­andi, en Okla­homa er eitt af þeim ríkjum sem glíma við hraðan vöxt greindra smita. Gestir fund­ar­ins munu þurfa að skrifa undir sam­komu­lag þess efnis að þeir munu ekki lög­sækja fram­boð Trumps ef þeir veikj­ast í kjöl­far fund­ar­ins.

For­set­inn tísti fyrr í dag um fjölda greindra smita í land­inu sem hann sagði orsakast af öfl­ugri skim­un.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Fordómar Sapiens
Kjarninn 10. ágúst 2020
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent