Fjöldi greindra COVID-19 smita eykst hratt í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna

Um 2,1 milljón hafa smitast af COVID-19 í Bandaríkjunum. Gestir á kosningafundi Donalds Trumps, sem haldinn verður á laugardag, munu þurfa að skrifa undir samkomulag þess efnis að lögsækja ekki framboð Trumps ef þeir veikjast í kjölfar fundarins.

Sums staðar þarf ekki einu sinni að fara út úr bílnum fyrir skimun.
Sums staðar þarf ekki einu sinni að fara út úr bílnum fyrir skimun.
Auglýsing

Mörg ríki Banda­ríkj­anna glíma nú við met­fjölda í nýgreindum smitum af COVID-19. Þau ríki sem glíma við mestan hlut­falls­legan vöxt í útbreiðslu veirunnar eru: Ala­bama, Ala­ska, Arizona, Arkansas, Kali­forn­ía, Flór­ída, Norður Kar­ólína, Okla­homa og Suður Kar­ólína. Þetta kemur fram í frétt Reuters um málið. Á síð­ustu dögum hefur smitum einnig fjölgað hratt í Flór­ída og Texas.Ótti við að önnur bylgja sé við það að skella á í land­inu hefur gert það að verkum að þar­lend heil­brigð­is­yf­ir­völd biðla nú til almenn­ings um að nota and­lits­grímur og forð­ast stórar sam­kom­ur. Heild­ar­fjöldi greindra smita í land­inu er kom­inn upp í 2,1 millj­ón.

Auglýsing


Heil­brigð­is­yf­ir­völd í ríkjum Banda­ríkj­anna grunar að aukn­ing í smitum megi að ein­hverju leyti rekja til sam­koma sem haldnar voru á minn­ing­ar­degi fall­inna her­manna (e. Memorial Day). Að und­an­förnu hafa ríki Banda­ríkj­anna þar að auki verið að opna á ný, það er aflétta sam­komu­tak­mörk­unum og leyfa fyr­ir­tækjum sem þurftu að hætta starf­semi vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins að taka aftur til starfa.Dr. Nahid Bhadelia, pró­fessor við Boston-há­skóla og yfir­maður smit­sjúk­dóma­deildar Boston Med­ical Center, gerð það að umtals­efni í Meet the Press á sjón­varps­stöð­inni NBC í gær að mögu­lega hefðu ríki í suð­ur- og vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna opnað of snemma. Þá hefur hún áhyggjur af því hve hátt hlut­fall sjúkra­rúma sé í notkun í sumum ríkj­um. Staðan sé einna verst í Arizona en þar eru 84 pró­sent sjúkra­rúma í notk­un. Að hennar mati sé hætta á að sú aukn­ing í smitum sem nú á sér stað geti reynst heil­brigð­is­kerf­inu víða ofviða.

Líkur á að sam­komu­tak­mark­anir verði hertar að nýju

Andrew Cuomo, rík­is­stjóri New York rík­is, sagði á blaða­manna­fundi í gær að mikið hefði verið kvartað undan fyr­ir­tækjum í rík­inu sem færu ekki eftir til­mælum stjórn­valda nú þegar verið er að vinda ofan af sam­komu­tak­mörk­un­um. Hann sagði að ef fyr­ir­tæki gætu ekki farið eftir þessum til­mælum gætu yfir­völd þurft að stöðva fram­gang opn­ana og grípa til hertra sam­komu­tak­mark­ana á ný. Fleiri hafa greinst með kór­ónu­veiruna í New York ríki heldur en í nokkru öðru ríki Banda­ríkj­anna.Svipuð staða er uppi á ten­ingnum víðar í Banda­ríkj­un­um. Hægt og rólega hefur lífið verið að kom­ast í samt lag í Hou­ston og aflétt­ing tak­mark­ana staðið yfir síð­ustu vik­ur. Í frétt CBS segir að nú gæti hins vegar verið að þar þurfi aftur að skella í lás. Yfir­völd eru auk þess að skoða þann mögu­leika að koma upp bráða­birgða­spít­ala fyrir COVID-19 sjúk­linga á ruðn­ings­leik­vangi þar í borg.

Öflug skimun veldur háum tölum at mati Trumps

Enn stendur til að Don­ald Trump haldi kosn­inga­fund sinn í Tulsa í Okla­homa þann 20. júní næst­kom­andi, en Okla­homa er eitt af þeim ríkjum sem glíma við hraðan vöxt greindra smita. Gestir fund­ar­ins munu þurfa að skrifa undir sam­komu­lag þess efnis að þeir munu ekki lög­sækja fram­boð Trumps ef þeir veikj­ast í kjöl­far fund­ar­ins.

For­set­inn tísti fyrr í dag um fjölda greindra smita í land­inu sem hann sagði orsakast af öfl­ugri skim­un.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Í bréfinu voru skipulagsbreytingar Þjóðskrár sagðar vanhugsaðar og gerðar í litlu samráði við starfsmenn.
Kraumandi óánægja hjá Þjóðskrá – starfsmenn kvörtuðu til ráðherra
Hluti starfsmanna Þjóðskrár sendi á dögunum bréf á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, þar sem miklar aðfinnslur voru gerðar við skipulagsbreytingar og stjórnunarhætti hjá stofnuninni. Mikilvæg verkefni voru sögð í uppnámi.
Kjarninn 17. apríl 2021
Helgi Seljan fréttamaður.
Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja
Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent