Allt starfsfólk Landspítalans fær umbun vegna COVID

Forstjóri Landspítalans segir að allt starfsfólk spítalans fái umbun vegna COVID-19 nú um mánaðamótin. Upphæðin er þó misjöfn en þeir sem unnu við hvað mest álag fá allt að 250 þúsund krónur.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Auglýsing

Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, segir að ákveðið hafi verið að allt starfs­fólk Land­spít­al­ans fái greidda sér­staka umbun vegna álags í kjöl­far COVID-19 nú um mán­aða­mót­in. Sjálfur er hann þó und­an­skil­inn greiðsl­unni.

Páll skrifar í for­stjórapistli sínum í dag að í byrjun apríl hafi hann óskað eftir því við heil­brigð­is­ráð­herra að Land­spít­al­anum yrði gert kleift að umb­una með beinum hætti starfs­fólki vegna far­sótt­ar­inn­ar. „Við því var snöf­ur­mann­lega brugð­ist og lagði heil­brigð­is­ráð­herra fram til­lögu þessa efnis sem Alþingi sam­þykkt­i,“ skrifar Pál­l. 

Und­an­farnar vikur hafi verið unnið að útfærslu greiðslna til starfs­manna í sam­starfi við aðrar heil­brigð­is­stofn­an­ir. Í nýlegri örkönnun mannauðs­deildar kom fram að nær allir starfs­menn Land­spít­al­ans töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum í starfi sínu vegna COVID-19. „Það rímar ágæt­lega við þá ákvörðun að allir starfs­menn, að sjálfum mér og aðstoð­ar­manni mín­um, fram­kvæmda­stjórum og for­stöðu­mönnum und­an­skild­um, munu fá umbun greidda nú um næstu mán­aða­mót.“

Auglýsing

Páll skrifar að auð­vitað hafi álagið verið mis­jafn­lega mikið og hefur starfs­fólki því verið skipt í tvo hópa. Í hópi A eru þeir starfs­menn sem starfa á ein­ingum sem mest komu að þjón­ustu við COVID-smit­aða og í hópi B eru aðrir starfs­menn spít­al­ans.

Upp­hæð umb­un­ar­innar fer eftir við­veru starfs­manns í mars og apríl og getur numið allt að 250 þús­und fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þús­und fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið sam­ráð hér á spít­al­anum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. [...] Umbunin er þakk­læt­is­vottur frá stjórn­völd­um, sem að mínu mati sýnir skiln­ing á þessu flókna verk­efni, sem þó er hvergi nærri lok­ið.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent