Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands með 92,2 prósent atkvæða. Í frétt RÚV segir að lokatölur úr síðasta kjördæminu, Suðvesturkjördæmi, hafi borist á áttunda tímanum í morgun.
Guðmundur Franklín Jónsson, sem bauð sig fram gegn Guðna, hlaut 7,8 prósent atkvæða.
Auglýsing
Kjörsókn var 66,9 prósent. Hún var mest í Suðvesturkjördæmi eða 68 prósent.
Kjörsókn á landsvísu var 66,9 prósent, en í Suðvesturkjördæmi var hún 68 prósent. Á vef RÚV kemur fram að 168.821 atkvæði hafi verið greitt í kosningunum. 150.913 kusu Guðna en 12.797 Guðmundur Franklín.
Þetta er í fullu samræmi við kosningaspá Kjarnans og Dr. Baldurs Héðinssonar, sem birt var á föstudag. Samkvæmt henni var Guðni líklegur til að fá 92,03 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín 7,7 prósent. Spáin var gerð út frá fyrirliggjandi könnunum um fylgi forsetaframbjóðanda.