Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal

Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.

Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Auglýsing

For­svars­menn Gáru skipa­fé­lags neita að tjá sig um þær sótt­varna­ráð­staf­anir sem gerðar hafa verið vegna komu fólks sem hyggst sigla með far­þega­skip­inu Bor­eal. Félagið er umboðs­að­ili Bor­eal hér á landi. Far­þegar sem ætla að sigla með skip­inu koma með leiguflugi frá París á morg­un.



Sam­kvæmt frétt á vef Faxa­flóa­hafna munu allir far­þegar fara í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þaðan verða far­þeg­arnir svo fluttir með rút­um, um það bil tíu til fimmtán í hverri rútu niður á Mið­bakka í Reykja­vík. Þegar nei­kvæð nið­ur­staða skimunar er komin má fólk svo fara um borð í skip­ið. Í frétt­inni segir einnig að við komu skip­anna verði að öllu leyti farið eftir fyr­ir­mælum frá land­lækni og Almanna­vörnum og að engar und­an­tekn­ingar verði gerð­ar.



Auglýsing

Ábyrgð Faxa­flóa­hafna snýr að skip­inu, ekki fólk­inu

Inntur eftir því hvaða aðstaða bíði far­þeg­anna á Mið­bakka sagði Gísli Halls­son, yfir­hafn­sögu­maður hjá Faxa­flóa­höfn­um, í sam­tali við Kjarn­ann að það væri aðal­lega ferða­skipu­leggj­endur sem sæju um mót­töku fólks­ins. Hlut­verk Faxa­flóa­hafna væri bara að taka á móti skip­inu sem slíku, sjá um hafn­sögu og að binda það við bryggju.



Gísli benti þó á að á Mið­bakka væru gáma­hús þar sem fólkið gæti dvalið á meðan það biði eftir því að fá að ganga um borð. Þar gætu á venju­legum degi verið um 60 til 80 manns. En spurður að því hvort að hann hefði fengið ein­hverjar upp­lýs­ingar um hvernig komu fólks­ins yrði háttað sagði Gísli að örygg­is­full­trú­inn væri með það allt á hreinu.



Að öðru leyti vís­aði hann á Gáru skipa­fé­lag sem sér um öll mál­efni Bor­eal hér á landi og ber ábyrgð á fólk­inu milli flug­stöðvar og skips.



Starfs­menn Gáru of upp­teknir til að svara spurn­ingum um ráð­staf­anir

Spurður að því hvaða sótt­varna­ráð­staf­anir fyr­ir­tækið hefði ráð­ist í sagði Jón Auðun Auð­un­ar­son hjá Gáru að hann hefði ekki heim­ild til þess að tala um það og vís­aði á mark­aðs­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins sem væri að vísu í fríi í Þórs­mörk.  Í ljósi þess að tveir dagar væru í komu far­þeg­anna þegar sím­talið átti sér stað spurði blaða­maður hvort að hann gæti tjáð sig eitt­hvað um plön fyr­ir­tæk­is­ins er varða komu far­þeg­anna. „Það er bara nóg að gera hjá okkur og ég verð bara að hætta að tala núna. Þakka þér fyr­ir,“ svar­aði Jón Auðun og skellti svo á.



Mark­aðs­stjóri Gáru átti að vera til við­tals í morg­un, föstu­dag, og því var önnur til­raun gerð til að kom­ast að því hvaða ráð­staf­anir fyr­ir­tækið hefði gert vegna komu far­þeg­anna. Blaða­maður fékk sam­band við Jóhann Boga­son, fram­kvæmda­stjóra Gáru, sem sagð­ist ekki hafa tíma til að tjá sig um mál­ið. „Kannski get ég látið hringja í þig seinni part­inn, ekki fyrr,“ og þar með lauk sím­tal­inu.



Á von á um 60 far­þegum

Þar sem ekki feng­ust upp­lýs­ingar um sótt­varna­ráð­staf­anir hjá Gáru leit­aði Kjarn­inn til Emmu Kjart­ans­dóttur hjá ferða­skrif­stof­unni Iceland Tra­vel sem sér um að koma far­þeg­unum frá Kefla­vík­ur­flug­velli niður á Mið­bakka.



Hún sagði að von væri á um 60 ein­stak­lingum með leiguflugi frá Par­ís. Eins og áður segir fara far­þeg­arnir í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli og svo er þeim skutlað þaðan með rútu niður á Mið­bakka. „Svo hinkra þau þar, þangað til að þau eru komin með nið­ur­stöðu úr test­inu. Það á að ganga frekar hratt fyrir sig, þau eru svo fá. Það er tekið sýni úr allri vél­inni og send. Og svo fara þau bara um borð í skipið og sigla til Græn­lands.“



Emma sagði að fín aðstaða væri á Mið­bakka til að taka á móti þessu fólki. Fólk gæti beðið þar en því væri auk þess heim­ilt að ganga um ef það héldi tveggja metra fjar­lægð. 



„Þau fá bara allar upp­lýs­ingar í skimun um hvaða reglur gilda meðan þú ert að bíða eftir nið­ur­stöðu. Það er að halda fjar­lægð og þau mega ekk­ert vera innan um fólk sko, þau mega ekk­ert  vera nálægt ein­hverju fólki. En þetta er bara eins og við í sótt­kví, þá máttu fara í göngut­úr, þú þarft bara að halda fjar­lægð. Og við erum að tala um ein­hverja tvo til þrjá tíma um miðjan dag,“ sagði Emma. 



Allt gert til þess að halda far­þeg­unum frá öðru fólki

Hún benti auk þess á að mikið væri gert til þess að tryggja að far­þegar skips­ins umgengjust ekki annað fólk. „Þau eru nátt­úr­lega að fara í viku­sigl­ingu þannig að þau er miklu hrædd­ari við að fá smit heldur en eitt­hvað ann­að, þannig að það er eng­inn að taka neina sénsa. Það er verið að halda þeim til hliðar á flug­vell­inum og í þessu leiguflugi og allt. Það er allt gert til þess að halda því frá öðru fólki því það má ekki koma upp smit um borð í þessu skipi.“



Í þeim upp­lýs­ingum sem ferða­mönnum eru gefnar við kom­una til lands­ins kemur fram að fólk geti vænst nið­ur­stöðu úr skimun sam­dæg­urs hafi fólk farið í skimun fyrripart dags. Þá eru ferða­menn beðnir um að halda beint á dval­ar­stað sinn meðan beðið er eftir nið­ur­stöðu og tak­marka sam­neyti við annað fólk eins mikið og hægt er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent