Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal

Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.

Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Auglýsing

For­svars­menn Gáru skipa­fé­lags neita að tjá sig um þær sótt­varna­ráð­staf­anir sem gerðar hafa verið vegna komu fólks sem hyggst sigla með far­þega­skip­inu Bor­eal. Félagið er umboðs­að­ili Bor­eal hér á landi. Far­þegar sem ætla að sigla með skip­inu koma með leiguflugi frá París á morg­un.Sam­kvæmt frétt á vef Faxa­flóa­hafna munu allir far­þegar fara í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þaðan verða far­þeg­arnir svo fluttir með rút­um, um það bil tíu til fimmtán í hverri rútu niður á Mið­bakka í Reykja­vík. Þegar nei­kvæð nið­ur­staða skimunar er komin má fólk svo fara um borð í skip­ið. Í frétt­inni segir einnig að við komu skip­anna verði að öllu leyti farið eftir fyr­ir­mælum frá land­lækni og Almanna­vörnum og að engar und­an­tekn­ingar verði gerð­ar.Auglýsing

Ábyrgð Faxa­flóa­hafna snýr að skip­inu, ekki fólk­inu

Inntur eftir því hvaða aðstaða bíði far­þeg­anna á Mið­bakka sagði Gísli Halls­son, yfir­hafn­sögu­maður hjá Faxa­flóa­höfn­um, í sam­tali við Kjarn­ann að það væri aðal­lega ferða­skipu­leggj­endur sem sæju um mót­töku fólks­ins. Hlut­verk Faxa­flóa­hafna væri bara að taka á móti skip­inu sem slíku, sjá um hafn­sögu og að binda það við bryggju.Gísli benti þó á að á Mið­bakka væru gáma­hús þar sem fólkið gæti dvalið á meðan það biði eftir því að fá að ganga um borð. Þar gætu á venju­legum degi verið um 60 til 80 manns. En spurður að því hvort að hann hefði fengið ein­hverjar upp­lýs­ingar um hvernig komu fólks­ins yrði háttað sagði Gísli að örygg­is­full­trú­inn væri með það allt á hreinu.Að öðru leyti vís­aði hann á Gáru skipa­fé­lag sem sér um öll mál­efni Bor­eal hér á landi og ber ábyrgð á fólk­inu milli flug­stöðvar og skips.Starfs­menn Gáru of upp­teknir til að svara spurn­ingum um ráð­staf­anir

Spurður að því hvaða sótt­varna­ráð­staf­anir fyr­ir­tækið hefði ráð­ist í sagði Jón Auðun Auð­un­ar­son hjá Gáru að hann hefði ekki heim­ild til þess að tala um það og vís­aði á mark­aðs­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins sem væri að vísu í fríi í Þórs­mörk.  Í ljósi þess að tveir dagar væru í komu far­þeg­anna þegar sím­talið átti sér stað spurði blaða­maður hvort að hann gæti tjáð sig eitt­hvað um plön fyr­ir­tæk­is­ins er varða komu far­þeg­anna. „Það er bara nóg að gera hjá okkur og ég verð bara að hætta að tala núna. Þakka þér fyr­ir,“ svar­aði Jón Auðun og skellti svo á.Mark­aðs­stjóri Gáru átti að vera til við­tals í morg­un, föstu­dag, og því var önnur til­raun gerð til að kom­ast að því hvaða ráð­staf­anir fyr­ir­tækið hefði gert vegna komu far­þeg­anna. Blaða­maður fékk sam­band við Jóhann Boga­son, fram­kvæmda­stjóra Gáru, sem sagð­ist ekki hafa tíma til að tjá sig um mál­ið. „Kannski get ég látið hringja í þig seinni part­inn, ekki fyrr,“ og þar með lauk sím­tal­inu.Á von á um 60 far­þegum

Þar sem ekki feng­ust upp­lýs­ingar um sótt­varna­ráð­staf­anir hjá Gáru leit­aði Kjarn­inn til Emmu Kjart­ans­dóttur hjá ferða­skrif­stof­unni Iceland Tra­vel sem sér um að koma far­þeg­unum frá Kefla­vík­ur­flug­velli niður á Mið­bakka.Hún sagði að von væri á um 60 ein­stak­lingum með leiguflugi frá Par­ís. Eins og áður segir fara far­þeg­arnir í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli og svo er þeim skutlað þaðan með rútu niður á Mið­bakka. „Svo hinkra þau þar, þangað til að þau eru komin með nið­ur­stöðu úr test­inu. Það á að ganga frekar hratt fyrir sig, þau eru svo fá. Það er tekið sýni úr allri vél­inni og send. Og svo fara þau bara um borð í skipið og sigla til Græn­lands.“Emma sagði að fín aðstaða væri á Mið­bakka til að taka á móti þessu fólki. Fólk gæti beðið þar en því væri auk þess heim­ilt að ganga um ef það héldi tveggja metra fjar­lægð. „Þau fá bara allar upp­lýs­ingar í skimun um hvaða reglur gilda meðan þú ert að bíða eftir nið­ur­stöðu. Það er að halda fjar­lægð og þau mega ekk­ert vera innan um fólk sko, þau mega ekk­ert  vera nálægt ein­hverju fólki. En þetta er bara eins og við í sótt­kví, þá máttu fara í göngut­úr, þú þarft bara að halda fjar­lægð. Og við erum að tala um ein­hverja tvo til þrjá tíma um miðjan dag,“ sagði Emma. Allt gert til þess að halda far­þeg­unum frá öðru fólki

Hún benti auk þess á að mikið væri gert til þess að tryggja að far­þegar skips­ins umgengjust ekki annað fólk. „Þau eru nátt­úr­lega að fara í viku­sigl­ingu þannig að þau er miklu hrædd­ari við að fá smit heldur en eitt­hvað ann­að, þannig að það er eng­inn að taka neina sénsa. Það er verið að halda þeim til hliðar á flug­vell­inum og í þessu leiguflugi og allt. Það er allt gert til þess að halda því frá öðru fólki því það má ekki koma upp smit um borð í þessu skipi.“Í þeim upp­lýs­ingum sem ferða­mönnum eru gefnar við kom­una til lands­ins kemur fram að fólk geti vænst nið­ur­stöðu úr skimun sam­dæg­urs hafi fólk farið í skimun fyrripart dags. Þá eru ferða­menn beðnir um að halda beint á dval­ar­stað sinn meðan beðið er eftir nið­ur­stöðu og tak­marka sam­neyti við annað fólk eins mikið og hægt er.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent