Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal

Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.

Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Auglýsing

For­svars­menn Gáru skipa­fé­lags neita að tjá sig um þær sótt­varna­ráð­staf­anir sem gerðar hafa verið vegna komu fólks sem hyggst sigla með far­þega­skip­inu Bor­eal. Félagið er umboðs­að­ili Bor­eal hér á landi. Far­þegar sem ætla að sigla með skip­inu koma með leiguflugi frá París á morg­un.Sam­kvæmt frétt á vef Faxa­flóa­hafna munu allir far­þegar fara í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli. Þaðan verða far­þeg­arnir svo fluttir með rút­um, um það bil tíu til fimmtán í hverri rútu niður á Mið­bakka í Reykja­vík. Þegar nei­kvæð nið­ur­staða skimunar er komin má fólk svo fara um borð í skip­ið. Í frétt­inni segir einnig að við komu skip­anna verði að öllu leyti farið eftir fyr­ir­mælum frá land­lækni og Almanna­vörnum og að engar und­an­tekn­ingar verði gerð­ar.Auglýsing

Ábyrgð Faxa­flóa­hafna snýr að skip­inu, ekki fólk­inu

Inntur eftir því hvaða aðstaða bíði far­þeg­anna á Mið­bakka sagði Gísli Halls­son, yfir­hafn­sögu­maður hjá Faxa­flóa­höfn­um, í sam­tali við Kjarn­ann að það væri aðal­lega ferða­skipu­leggj­endur sem sæju um mót­töku fólks­ins. Hlut­verk Faxa­flóa­hafna væri bara að taka á móti skip­inu sem slíku, sjá um hafn­sögu og að binda það við bryggju.Gísli benti þó á að á Mið­bakka væru gáma­hús þar sem fólkið gæti dvalið á meðan það biði eftir því að fá að ganga um borð. Þar gætu á venju­legum degi verið um 60 til 80 manns. En spurður að því hvort að hann hefði fengið ein­hverjar upp­lýs­ingar um hvernig komu fólks­ins yrði háttað sagði Gísli að örygg­is­full­trú­inn væri með það allt á hreinu.Að öðru leyti vís­aði hann á Gáru skipa­fé­lag sem sér um öll mál­efni Bor­eal hér á landi og ber ábyrgð á fólk­inu milli flug­stöðvar og skips.Starfs­menn Gáru of upp­teknir til að svara spurn­ingum um ráð­staf­anir

Spurður að því hvaða sótt­varna­ráð­staf­anir fyr­ir­tækið hefði ráð­ist í sagði Jón Auðun Auð­un­ar­son hjá Gáru að hann hefði ekki heim­ild til þess að tala um það og vís­aði á mark­aðs­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins sem væri að vísu í fríi í Þórs­mörk.  Í ljósi þess að tveir dagar væru í komu far­þeg­anna þegar sím­talið átti sér stað spurði blaða­maður hvort að hann gæti tjáð sig eitt­hvað um plön fyr­ir­tæk­is­ins er varða komu far­þeg­anna. „Það er bara nóg að gera hjá okkur og ég verð bara að hætta að tala núna. Þakka þér fyr­ir,“ svar­aði Jón Auðun og skellti svo á.Mark­aðs­stjóri Gáru átti að vera til við­tals í morg­un, föstu­dag, og því var önnur til­raun gerð til að kom­ast að því hvaða ráð­staf­anir fyr­ir­tækið hefði gert vegna komu far­þeg­anna. Blaða­maður fékk sam­band við Jóhann Boga­son, fram­kvæmda­stjóra Gáru, sem sagð­ist ekki hafa tíma til að tjá sig um mál­ið. „Kannski get ég látið hringja í þig seinni part­inn, ekki fyrr,“ og þar með lauk sím­tal­inu.Á von á um 60 far­þegum

Þar sem ekki feng­ust upp­lýs­ingar um sótt­varna­ráð­staf­anir hjá Gáru leit­aði Kjarn­inn til Emmu Kjart­ans­dóttur hjá ferða­skrif­stof­unni Iceland Tra­vel sem sér um að koma far­þeg­unum frá Kefla­vík­ur­flug­velli niður á Mið­bakka.Hún sagði að von væri á um 60 ein­stak­lingum með leiguflugi frá Par­ís. Eins og áður segir fara far­þeg­arnir í skimun á Kefla­vík­ur­flug­velli og svo er þeim skutlað þaðan með rútu niður á Mið­bakka. „Svo hinkra þau þar, þangað til að þau eru komin með nið­ur­stöðu úr test­inu. Það á að ganga frekar hratt fyrir sig, þau eru svo fá. Það er tekið sýni úr allri vél­inni og send. Og svo fara þau bara um borð í skipið og sigla til Græn­lands.“Emma sagði að fín aðstaða væri á Mið­bakka til að taka á móti þessu fólki. Fólk gæti beðið þar en því væri auk þess heim­ilt að ganga um ef það héldi tveggja metra fjar­lægð. „Þau fá bara allar upp­lýs­ingar í skimun um hvaða reglur gilda meðan þú ert að bíða eftir nið­ur­stöðu. Það er að halda fjar­lægð og þau mega ekk­ert vera innan um fólk sko, þau mega ekk­ert  vera nálægt ein­hverju fólki. En þetta er bara eins og við í sótt­kví, þá máttu fara í göngut­úr, þú þarft bara að halda fjar­lægð. Og við erum að tala um ein­hverja tvo til þrjá tíma um miðjan dag,“ sagði Emma. Allt gert til þess að halda far­þeg­unum frá öðru fólki

Hún benti auk þess á að mikið væri gert til þess að tryggja að far­þegar skips­ins umgengjust ekki annað fólk. „Þau eru nátt­úr­lega að fara í viku­sigl­ingu þannig að þau er miklu hrædd­ari við að fá smit heldur en eitt­hvað ann­að, þannig að það er eng­inn að taka neina sénsa. Það er verið að halda þeim til hliðar á flug­vell­inum og í þessu leiguflugi og allt. Það er allt gert til þess að halda því frá öðru fólki því það má ekki koma upp smit um borð í þessu skipi.“Í þeim upp­lýs­ingum sem ferða­mönnum eru gefnar við kom­una til lands­ins kemur fram að fólk geti vænst nið­ur­stöðu úr skimun sam­dæg­urs hafi fólk farið í skimun fyrripart dags. Þá eru ferða­menn beðnir um að halda beint á dval­ar­stað sinn meðan beðið er eftir nið­ur­stöðu og tak­marka sam­neyti við annað fólk eins mikið og hægt er.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Atli Viðar Thorstensen
Hamfarasprengingar í Beirút
Kjarninn 8. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent