Fleiri leita til Kvennaathvarfsins vegna ofbeldis gegn börnum

Tilkynningar um heimilisofbeldi til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu voru 15 prósent fleiri fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra. Fleiri hafa sótt aðstoð í Kvennaathvarfið og fleiri segja kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi gegn börnum ástæðu komunnar.

UN Women hafa allt frá upphafi faraldurs COVID-19 vakið athygli á því að við slíkar aðstæður sé oftar beitt ofbeldi í nánum samböndum.
UN Women hafa allt frá upphafi faraldurs COVID-19 vakið athygli á því að við slíkar aðstæður sé oftar beitt ofbeldi í nánum samböndum.
Auglýsing

Í skugga far­ald­urs kór­ónu­veirunnar braust út annar far­ald­ur. Sá bitnar helst á konum sem voru – og eru sumar enn –inni­lok­aðar á heim­ilum sínum með ofbeld­is­hneigðum maka eða öðrum sér nákomn­um. Ein­angr­unin jók þá spennu og það álag sem varð vegna áhyggna af heilsu, öryggi og fjár­hag. Á þessa hættu hafa fram­kvæmda­stýrur UN Women og Kvenna­at­hvarfs­ins á Íslandi bent. UN Women vöktu í apríl athygli á því að heim­il­is­of­beldi er útbreiddasta mann­rétt­inda­brot heims en jafn­framt það sem sjaldn­ast frétt­ist af. Slíkt ofbeldi auk­ist á kreppu­tímum því þá magn­ist þörf ger­enda til að leita útrásar fyrir valda- og drottn­un­ar­girnd sína á kostnað fórn­ar­lamba sinna.



„Konur ein­angr­ast með ofbeld­is­hneigðum maka, eru aðskildar frá því fólki og þeim úrræðum sem best gagn­ast þeim. Þetta eru kjörað­stæður fyrir drottnun og ofbeldi fyrir luktum dyr­um,“ sagði Phumzile Mlambo-Ngcuka fram­kvæmda­stjóri UN Women, Jafn­rétt­is­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna, í vor.

Auglýsing



Þetta eru slá­andi orð. En þau eru ekki sögð án til­efnis og rök­stuðn­ings. UN Women hafa bent á að fjöldi til­kynn­inga um heim­il­is­of­beldi þre­fald­að­ist í Kína er far­ald­ur­inn stóð sem hæst og útgöngu­bann og aðrar tak­mark­anir voru í gildi. Það jókst um 14 pró­sent í Finn­landi og um rúm­lega 20 pró­sent í Banda­ríkj­un­um.



Þetta er ekki tæm­andi listi.



Á Spáni jókst heim­il­is­of­beldi um þriðj­ung. Einnig í Frakk­landi og Singapúr.



Og Ísland er hér ekki und­an­skil­ið.



 Það sem af er ári hefur lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu borist 15 pró­sent fleiri til­kynn­ingar um heim­il­is­of­beldi en að með­al­tali á sama tíma­bili síð­ustu þrjú ár. Í júní bár­ust 68 til­kynn­ing­ar.



Heim­il­is­of­beldi er ofbeldi sem ein­stak­lingur verður fyrir af hálfu ein­hvers sem er honum nákom­inn, tengdur eða skyld­ur. Ofbeldið getur verið lík­am­legt, and­legt, kyn­ferð­is­legt, fjár­hags­legt eða jafn­vel staf­rænt. Þar sem ger­andi og þol­andi tengj­ast á þol­andi oft erf­ið­ara um vik með að slíta tengslum við ger­and­ann og áhrif ofbeld­is­ins verða djúp­stæð­ari.



Sig­þrúður Guð­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs­ins, sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í byrjun apríl að kann­anir sýndu, sem og reynsla ann­arra landa, að í aðstæðum á borð við heims­far­ald­ur, þar sem ýmsar tak­mark­anir eru settar á athafnir fólks, skap­ist hætta á auknu heim­il­is­of­beldi.



Í sam­tali við Kjarn­ann nú bendir hún á að aðsókn í Kvenna­at­hvarf­inu end­ur­spegli ekki endi­lega strax þá stöðu sem upp er komin út í sam­fé­lag­inu. Á fyrstu sex mán­uðum árs­ins dvöldu átta­tíu konur í Kvenna­at­hvarf­inu en á sama tíma í fyrra var fjöld­inn 74. 



Sig­þrúður minnir á að alltaf sé sveifla í fjöld­anum á milli mán­aða og ára og því ómögu­legt að draga miklar álykt­anir út frá fjölgun milli ára að svo stöddu. Hins vegar hafi tölu­vert fleiri konur komið til við­tals í Kvenna­at­hvarfið í ár en á sama tíma í fyrra án þess að til dvalar í athvarf­inu kæmi. Í fyrra komu 145 konur í við­tal fyrstu sex mán­uði árs­ins en í ár var fjöld­inn 180.

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni verður ein af hverjum þremur konum fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Oftast er ofbeldismaðurinn þeim nákominn. Mynd: UN Women



„Góðu frétt­irnar eru þær að fjöldi þeirra kvenna sem fer úr athvarf­inu og aftur heim til ofbeld­is­manns­ins það sem af er ári er ekki að aukast milli ára þrátt fyrir þessar aðstæður í sam­fé­lag­in­u,“ segir Sig­þrúð­ur. Í ár hafi 12 pró­sent kvenn­anna snúið aftur til ofbeld­is­manns­ins en í fyrra var hlut­fallið 14 pró­sent. Fyrir fram ótt­að­ist Sig­þrúður að fleiri konur en áður myndu sjá þann eina kost að snúa aftur í aðstæð­urnar en miðað við töl­fræð­ina virð­ist svo ekki vera.



Þegar þær ástæður sem kon­urnar gefa fyrir komu í Kvenna­at­hvarfið eru skoð­aðar sést að í ár eru þær oftar en í fyrra kyn­ferð­is­legt ofbeldi og ofbeldi gegn börn­um. „Við erum að vona að ástæðan fyrir því að fleiri konur segi frá ofbeldi gegn börnum sé sú að það hefur verið hamrað á því und­an­farna mán­uði að ofbeldi á heim­ilum sé ofbeldi gegn börnum þó það bein­ist ekki af þeim sér­stak­lega,“ segir Sig­þrúð­ur. „Við vitum þetta auð­vitað ekki en vonum að þetta sé skýr­ingin frekar en að ofbeldi gegn börnum sé að aukast.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar