Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og allir lögreglustjórar á landinu áttu fund eftir hádegi í dag til að ræða hertar aðgerðir yfirvalda vegna margra nýrra smita af kórónuveirunni hér á landi síðustu daga.
Niðurstaða fundarins var sú að viðbúnaðarstig almannavarna verður ekki hækkað að svo stöddu. Breytist aðstæður verður staðan endurmetin. Áfram verður viðbúnaður því á hættustigi eins og verið hefur frá því í maí.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins að tillögu sóttvarnalæknis. Reglurnar munu taka gildi á hádegi, föstudaginn 31. júlí.
Heilbrigðisráðherra kynnti á blaðamannafundi í dag hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins að tillögu...
Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Thursday, July 30, 2020