Sjö ný innanlandssmit í gær

Alls eru 58 einstaklingar í einangrun. Í sóttkví eru nú 454 einstaklingar en þeir voru 287 í gær.

Landspítali COVID kórónuveiran
Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum af covid.is eru nú 58 ein­stak­lingar í ein­angrun vegna kór­ónu­veirunn­ar. Af þeim 489 sýnum sem greind voru á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans í gær reynd­ust 7 þeirra vera jákvæð. Ekk­ert þeirra 835 sýna sem greind voru af Íslenskri erfða­grein­ingu reynd­ist jákvætt. Einn ein­stak­lingur bíður eftir mótefna­mæl­ingu eftir skimun á landa­mærum í gær. Í sótt­kví eru 454 ein­stak­lingar en til sam­an­burðar voru 287 í sótt­kví í gær. Einn sjúk­lingur með COVID-19 liggur á Land­spít­al­an­um.Boðað hefur verið til upp­lýs­inga­fundar Almanna­varna klukkan 14 í dag þar sem þau Alma D. Möll­er, land­lækn­ir, Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn og Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, fara yfir stöðu mála varð­andi fram­gang kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hér á land­i. Tvö smituð á Vest­fjörðum

Á Face­book­síðu Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða er greint frá því að tvö eru smituð af COVID-19 á Vest­fjörð­um. Annað er erlendur rík­is­borg­ari með ísfir­skt lög­heim­ili sem var að koma heim frá Evr­ópu. Þegar hann var kom­inn heim hafði hann fengið bæði ein­kenni og jákvæða nið­ur­stöðu úr sýna­töku sem tekin var við landa­mær­in. Hinn ein­stak­ling­ur­inn er ferða­maður á hús­bíl sem greind­ist smit­aður við kom­una til lands­ins. Ferða­mað­ur­inn bíður nú í far­sótta­húsi eftir nið­ur­stöðum úr mótefna­mæl­ingu.

Auglýsing


„Þessi smit und­ir­strika mik­il­vægi þess að bæði Íslend­ingar og erlendir rík­is­borg­arar sýni var­kárni, líka við hér vestur á fjörðum sem höfum kannski vonað að við gætum sloppið vel þetta skipt­ið,“ er haft eftir Súsönnu Björgu Ást­valds­dótt­ur, umdæm­is­lækni sótt­varna á Vest­fjörð­um, í Face­book­færslu á síðu Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Lögreglan hefur barið á mótmælendum í helstu borgum Hvíta-Rússlands frá því að úrslit kosninganna lágu fyrir síðla á sunnudag. Myndin er tekin í Minsk í gær.
Síðasti einræðisherra Evrópu heldur velli en mótstaðan eykst
Hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands á sunnudag. Fæstir leggja trú á niðurstöður kosninganna og hefur þeim verið ákaft mótmælt. Mótframbjóðandi hans er búin að flýja landið.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ekkert nýtt innanlandssmit – einn sjúklingur enn á gjörgæslu
Ekkert nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á covid.is. Þrjú virk smit greindust við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent