Sjö ný innanlandssmit í gær

Alls eru 58 einstaklingar í einangrun. Í sóttkví eru nú 454 einstaklingar en þeir voru 287 í gær.

Landspítali COVID kórónuveiran
Auglýsing

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum af covid.is eru nú 58 ein­stak­lingar í ein­angrun vegna kór­ónu­veirunn­ar. Af þeim 489 sýnum sem greind voru á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans í gær reynd­ust 7 þeirra vera jákvæð. Ekk­ert þeirra 835 sýna sem greind voru af Íslenskri erfða­grein­ingu reynd­ist jákvætt. Einn ein­stak­lingur bíður eftir mótefna­mæl­ingu eftir skimun á landa­mærum í gær. Í sótt­kví eru 454 ein­stak­lingar en til sam­an­burðar voru 287 í sótt­kví í gær. Einn sjúk­lingur með COVID-19 liggur á Land­spít­al­an­um.Boðað hefur verið til upp­lýs­inga­fundar Almanna­varna klukkan 14 í dag þar sem þau Alma D. Möll­er, land­lækn­ir, Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn og Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, fara yfir stöðu mála varð­andi fram­gang kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hér á land­i. Tvö smituð á Vest­fjörðum

Á Face­book­síðu Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða er greint frá því að tvö eru smituð af COVID-19 á Vest­fjörð­um. Annað er erlendur rík­is­borg­ari með ísfir­skt lög­heim­ili sem var að koma heim frá Evr­ópu. Þegar hann var kom­inn heim hafði hann fengið bæði ein­kenni og jákvæða nið­ur­stöðu úr sýna­töku sem tekin var við landa­mær­in. Hinn ein­stak­ling­ur­inn er ferða­maður á hús­bíl sem greind­ist smit­aður við kom­una til lands­ins. Ferða­mað­ur­inn bíður nú í far­sótta­húsi eftir nið­ur­stöðum úr mótefna­mæl­ingu.

Auglýsing


„Þessi smit und­ir­strika mik­il­vægi þess að bæði Íslend­ingar og erlendir rík­is­borg­arar sýni var­kárni, líka við hér vestur á fjörðum sem höfum kannski vonað að við gætum sloppið vel þetta skipt­ið,“ er haft eftir Súsönnu Björgu Ást­valds­dótt­ur, umdæm­is­lækni sótt­varna á Vest­fjörð­um, í Face­book­færslu á síðu Heil­brigð­is­stofn­unar Vest­fjarða.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þorsteinn Kristinsson
Lærdómar frá Taívan
Kjarninn 14. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir á fundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu fyrr í ár.
Ákvörðunin „vonbrigði í sjálfu sér“
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagði það skipta miklu máli að aðgerðir á landamærum væri stöðugt til endurskoðunar hjá stjórnvöldum. Hún sagði stjórnvöld vera heppin með sóttvarnayfirvöld sem hjálpi til við ákvarðanatöku.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir á fundi stjórnvalda í Safnahúsinu í apríl.
Samfélag er „ekki bara hagtölur“
„Það er svo óendanlega mikils virði að samfélagið virki þannig að okkur líði vel í því,“ sagði heilbrigðisráðherra á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Á fundinum voru kynntar hertar aðgerðir á landamærunum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Frá Keflavíkurflugvelli
Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent