190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt

Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.

Alma Möller
Auglýsing

Alls eru 190 þús­und sím­tæki með smitrakn­ing­arappið Rakn­ing C-19 virkt þessa stund­ina. Frá þessu greindi Alma D. Möller land­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Við sjáum að það hafa rúm 63 þús­und hlaðið niður app­inu síðan í júní. Það getum við sett í sam­hengi við það að 71 þús­und manns hafa verið skimaðir við kom­una til lands­ins og hingað hafa komið um 100 þús­und far­þeg­ar,“ bætti hún við. Alls hafa 32 þús­und fjar­lægt appið en sam­kvæmt Ölmu er lík­leg­ast að þar sé um að ræða ferða­menn sem farnir eru af landi brott. „Það kann að vera erfitt að lesa í þessar tölur en við höldum þó að mik­ill meiri­hluta ferða­manna bregð­ist við þess­ari áskorun um að hlaða niður app­inu og er það vel.“ Auglýsing

Íslend­ingar haldi áfram að nota appið

Hún biðl­aði til Íslend­inga um að halda áfram að nota app­ið. Það hjálpar til við að greina ferðir og rekja saman ferðir þegar upp kemur smit. „Það er mik­il­vægur hlekkur í okkar varn­ar­keðju,“ sagði Alma.Að vísu hefur orðið vart við það að gögn vanti í tækin en það gæti verið vegna still­ing­ar­at­riða að mati Ölmu. Hún sagði leið­bein­ingar vera vænt­an­legar á covid.isVon er á Blu­etooth virkni í appið

Alma sagði að um miðjan ágúst verði til­búin Blu­etooth virkni sem hægt sé að nýta við rakn­ingu. Sú virkni hafi verið í þróun hjá Apple og Google og sé þeirra fram­lag í bar­átt­unni við COVID-19.„Þessi virkni, hún verður sjálf­krafa í stýri­kerfi sím­anna en maður mun þurfa að heim­ila að þessi virkni sé til stað­ar. Þá er þetta þannig þegar sím­tæki eru nálægt hvert öðru þá skipt­ast þau á ein­hverjum leynikóðum sem að bara eru vistaðir í símunum og síðan þarf þá aftur að heim­ila aðgang að þeim ef að kemur upp smit. Þá er hægt að senda skila­boð í við­kom­andi sím­tæki og þau verða þá á þann hátt að við biðjum um að það verði haft sam­band við rakn­ing­arteymið,“ sagði Alma. Hún sagði að með til­komu Blu­etooth tækn­innar verði rakn­ing auð­veld­ari og að þau von­ist til þess að tæknin kom­ist í notk­un. „Við höfum alltaf sagt að þegar komið er upp smit, þá er smitrakn­ing eitt það mik­il­væg­asta sem við ger­um. En betra er samt að fækka smitum sem mest og það gerum við með því að hjálp­ast að við þessar ein­stak­lings­bundnu smit­varnir og með því að virða og fylgja reglum og leið­bein­ing­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent