Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“

Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.

af fundi 5. ágúst 2020 Víðir Þórólfur og Alma
Auglýsing

„Það er eðli­legt að verða áhyggju­fullur og finna til kvíða við þessar aðstæður sem við búum við í dag. Þetta eru í raun eðli­legar til­finn­ingar við óeðli­legar aðstæður og þetta eru áhyggj­ur, við höfum áhyggjur af eigin heilsu og við höfum áhyggjur af heilsu okkar nánust­u,“ sagði Agnes Agn­ars­dótt­ir, fag­stjóri sál­fræði­þjón­ustu á heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna fyrr í dag. 

Agnes Agnarsdóttir á fundi dagsins. Mynd: Lögreglan

Hún sagði góðar upp­lýs­ingar um hvernig hægt sé að takast á við slíkar til­finn­ingar vera að finna á heilsu­ver­a.is og covid.­is. Verði áhyggjur eða kvíði hamlandi þá ætti fólk að leita aðstoðar hjá heilsu­gæsl­unni. „Hjá heilsu­gæsl­unni starfar til dæmis öfl­ugur hópur sál­fræð­inga, um landið og þessi hópur sál­fræð­inga veitir bæði ráð­gjöf og með­ferð við kvíða, þung­lyndi og áföll­u­m,“ sagði Agn­es. Þá sagði Agnes sam­skipti við aðra vera mik­il­væg fyrir góða heilsu og að tæknin gerði okkur kleift að eiga sam­skipti við aðra. Þá minnt­ist hún sér­stak­lega á leið­bein­ingar á covid.is þar sem farið er yfir hvernig best sé að bera sig að þegar talað er við börn um COVID-19.

Auglýsing


Kúrfan svipuð og síð­ast

Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, sagði kúr­f­una í þess­ari bylgja vera svip­aða kúrf­unni í síð­ustu bylgju. Því sé mik­il­vægt að fólk fylgi reglum og fyr­ir­mælum til þess að hægt sé að koma í veg fyrir frek­ari útbreiðslu. Hann sagði það ekki tíma­bært að herða á aðgerðum en að yfir­völd væru í start­hol­unum með það að herða aðgerð­ir, eða slaka á ef svo ber und­ir. Af þeim níu sem greindust í gær var einn ein­stak­lingur í sótt­kví sem Þórólfur sagði sýna hversu útbreidd veiran kunni að vera. Sú breyt­ing hefur orðið á að eng­inn liggur nú á legu­deild Land­spít­ala og sagði Þórólfur það vera ánægju­legt.

Samanburður á kúrfunum. Mynd: Skjáskot/RÚVMikið álag á heilsu­gæslu

Alma D. Möll­er, land­lækn­ir, sagði mikið álag vera á heilsu­gæsl­una vegna sím­tala, meðal ann­ars vegna þess að ein­kenna­laust fólk er að fal­ast eftir sýna­tök­um. Hún sagði sýna­tökur ein­ungis vera í boði fyrir fólk með ein­kenni.„Sýna­taka hjá þeim sem eru ein­kenna­laus­ir, það er jú skimun og ein­ungis í boði hjá Íslenskri erfða­grein­ingu. Sem stendur er það ein­ungis í tengslum við þekkt smit og fólk fær um það boð,“ sagði Alma. Þurfum ekki að vera alltaf sam­mála 

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn, gerði umræðu síð­ustu daga að umfjöll­un­ar­efni sínu. Hann sagði að það þyrftu ekki allir að vera sam­mála alltaf um hvað ætti að gera. Við þyrftum að geta rætt hlut­ina, hugsað gagn­rýnið og sett fram okkar sjón­ar­mið án þess að vera úthrópuð fyrir það. Við séum öll að stefna í sömu átt..“Líkt og áður er þetta algjör­lega bara í okkar hönd­um. Eina leiðin til að takast á við þetta er að gera þetta sam­an. Við þurfum ekk­ert öll að vera alveg 100 pró­sent sam­mála en lyk­il­at­riðin held ég að við séum öll sam­mála um og þannig vinnum við þetta áfram og tök­umst á við þetta nún­a,“ sagði Víðir að lok­um. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent