Ferðagjöfin búin að kosta ríkissjóð fjórðung af því sem lagt var upp með

Kostnaður vegna ferðagjafarinnar svokölluðu, sem allir Íslendingar yfir 18 ára aldri eiga rétt á, er enn sem komið er langt frá því sem stjórnvöld kynntu. Alls hefur ríkissjóður greitt fjórðung af áætluðum kostnaði vegna hennar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Auglýsing

Ein­ungis tæpur helm­ingur þeirra um 280 þús­und Íslend­inga sem áttu rétt á fimm þús­und króna ferða­gjöf stjórn­valda hafa sótt hana og af þeim hefur rúm­lega helm­ingur þegar notað hana nú þegar sum­ar­leyf­is­tíma­bili Íslend­inga fer að ljúka. Ferða­gjöfin gildir út árið 2020 og því verða þeir sem ekki nýta hana fyrir þann tíma af henn­i. 

Þegar aðgerðin var kynnt af stjórn­völdum kom fram að með þessu fram­taki ætti að gefa Íslend­ingum eldri en 18 ára sam­tals 1,5 millj­arð króna til að örva vilja þeirra til inn­lendrar neyslu og ferða­laga. Í dag hefur þjóðin sam­tals eytt 380 millj­ónum króna af ferða­gjöf­un­um, eða fjórð­ungi af þeirri upp­hæð sem stjórn­völd kynntu að aðgerðin ætti að kosta.

Frum­varp um ferða­gjöf­ina var sam­þykkt 12. júní síð­ast­lið­inn og hægt hefur verið að sækja sína ferða­gjöf frá 19. júní síð­ast­liðn­um. 

Kostn­að­ur­inn strax ofá­ætl­aður

Ein af efna­hags­að­gerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem opin­beruð var þegar fyrsti aðgerð­ar­pakki hennar var kynntur 21. mars síð­ast­lið­inn, var að senda á öllum ein­stak­l­ingum 18 ára og eldri með íslenska kenn­i­­tölu star­fræna fimm þús­und króna gjöf útgefna af stjórn­­völd­­um. Síðar fékk þessi aðgerð, sem átti að hafa þau áhrif að efla eft­ir­spurn eftir kaupum á inn­lendri vöru og þjón­ustu í sum­ar, nafnið „Ferða­gjöf­in“.

Auglýsing
Alls átti kostn­að­ur­inn við þessa gjöf til allra full­orð­inna lands­manna að vera 1,5 millj­arðar króna. Ef það ætti að nást hefðu 300 þús­und manns þurft að sækja ferða­gjöf­ina, en miðað við mann­fjölda­tölur Hag­stofu Íslands voru íbúar Íslands 18 ára og eldri um 280 þús­und í upp­hafi árs og ekki víst að þeir séu allir með íslenska kenni­tölu, en slíka þarf til að sækja ferða­gjöf­ina. Því er ljóst að kostn­aður við ferða­gjöf­ina gat í raun aldrei orðið meiri en 1,4 millj­arðar króna hið mesta.

Rætt um að skala gjöf­ina upp

Búið var til sér­stakt app sem hægt að var nýta gjöf­ina í gegnum og safna saman ann­arra manna gjöfum ef þeir ætl­uðu sér ekki að nýta sína, upp að 15 ávís­ana hámarki. Heild­ar­kostn­aður við gerð apps­ins átti að vera að hámarki 15 millj­ónir króna.

Hvert og eitt fyr­ir­tæki átti að hámarki að geta tekið við 100 millj­­ónum króna í formi ferða­gjafa og fyr­ir­tæki sem metið var í  rekstr­­ar­erf­ið­­leikum 31. des­em­ber 2019 átti að hámarki að geta tekið við sam­an­lagt 25 millj­­ónum króna.  

­Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son, for­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­ráð­herra, sagði í við­tali við Kjarn­ann í maí að ein leið til að örva eft­ir­­spurn eftir ferða­­þjón­­ustu á Íslandi á kom­andi sumri væri að skala upp hug­­mynd­ina um ferða­­gjöf­ina og eyða hærri fjár­­hæð en 1,5 millj­­arði króna í hana. 

„Tækn­i­­­lausnin liggur fyr­ir, útfærslan er ein­­­föld. Það væri hægt að skala þetta upp og búa til veru­­­lega eft­ir­­­spurn eftir ferða­­­þjón­ust­unni á Íslandi og flétta það síðan saman við opnun landamæra sem verður þó háð því hvernig öðrum löndum tekst að eiga við plág­una.“

380 millj­ónir not­aðar

Eft­ir­spurn eftir notkun á gjöf­inni hefur þó verið mun minni en lagt var upp með sam­kvæmt kynn­ingum stjórn­valda. Alls hafa 136.555 manns sótt ferða­gjöf­ina frá því að opnað var fyrir hana, eða tæpur helm­ingur þeirra sem áttu að eiga rétt á henni sam­kvæmt mati stjórn­valda.

Af þeim hafði þó ein­ungis rúmur helm­ing­ur, alls um 76 þús­und manns, notað gjöf­ina 18. ágúst síð­ast­lið­inn.

Því höfðu að hámarki 380 millj­ónir króna af þeim 1,5 millj­örðum króna sem lagðir voru til verk­efn­is­ins verið nýttir þegar langt var liðið á síð­asta almenna sum­ar­frís­mánuð lands­manna. Gild­is­tími ferða­gjafar er út þetta ár. Ef þeir 224 þús­und manns sem hafa annað hvort ekki sótt hana, eða ekki nýtt hana, gera það ekki fyrir des­em­ber­lok þá verða þeir af fimm þús­und króna gjöf­inni frá stjórn­völd­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent