Play segir vísbendingar um að skuldsetning Icelandair sé þegar orðin ósjálfbær

Forstjóri flugfélagsins Play telur að áform um fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair Group, sem nýlega voru gerð opinber, séu óraunsæ. Þetta kemur fram í umsögn hans um væntanlega ríkisábyrgð á lánum til Icelandair.

Arnar Már Magnússon,. forstjóri Play.
Arnar Már Magnússon,. forstjóri Play.
Auglýsing

Arnar Már Magn­ús­son, for­stjóri flug­fé­lags­ins Play, segir í umsögn um ætl­aða rík­is­á­byrgð á lánum til Icelandair Group að áform um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Icelandair Group séu óraun­sæ. 

„Veittur er gálga­frestur með ýmsar skuld­bind­ing­ar, en þær í engu afskrif­aðar eða breytt í hluta­fé. Þessar skuld­bind­ingar munu að lík­indum á seinni hluta ábyrgð­ar­tím­ans leggj­ast á að nýju af fullum þunga í við­bót við þann ádrátt sem orðið hefur á lána­lín­urnar sem eru and­lag rík­is­á­byrgð­ar­inn­ar. Hafi komið til ádráttar á þessar rík­is­tryggðu lána­línur verður félagið þá þegar orðið veru­lega illa statt og því ósenni­legt að það standi undir þeirri auknu skulda­byrði sem hlýst af ádrætti á rík­is­tryggðu lána­lín­urn­ar. Greiðslu­fall mun því blasa við,“ skrifar Arnar Már í umsögn sinni sem birt var í dag á vef Alþing­is. 

Rík­is­end­ur­skoðun hefur þegar bent á það í umsögn að veð rík­is­ins fyrir ábyrgð­inni séu hverf­andi. Arnar Már segir að það gefi vís­bend­ingar um að skuld­setn­ing Icelandair Group sé nú þegar orðin ósjálf­bær. 

Auglýsing
Eft­ir­lits­­stofnun EFTA (ESA) sam­­­þykkti í síð­­­ustu viku rík­­­is­á­­­byrgð á lána­línu rík­­­is­­­bank­anna Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ans til Icelandair Group. Rík­­­is­á­­­byrgðin nær yfir 90 pró­­­sent af lána­lín­unni og er upp á 15 millj­­­arða króna. Nýti Icelandair lín­una, og fari samt í þrot, mun íslenska ríkið eign­­­ast vöru­­­merkið Icelanda­ir, bók­un­­­ar­­­kerfi félags­­­ins og nokkur lend­ing­­­ar­­­leyfi þess á lyk­ilá­fanga­­­stöð­u­m. Frum­varp um rík­is­á­byrgð­ina var lagt fram á Alþingi fyrir helgi og er nú til með­ferðar þar.

Skattfé lagt að veði gegn áformum um sam­keppni

Play var kynnt til leiks í nóv­em­ber í fyrra. Þá átti eftir að tryggja félag­inu fjár­mögnun og áform þess hafa breyst umtals­vert und­an­farið tæpt ár, meðal ann­ars vegna heims­far­ald­urs­ins sem geis­ar. Sá sem fer fyrir hópi fjár­festa í Play í dag er Skúli Skúla­son, sem er einn af stofn­endum Air­port Associtates og Bluebird Car­go, en hann var einnig for­stjóri síð­ar­nefnda félags­ins á árunum 2007 til 2014. Play hefur ekki enn hafið sig á flug en félagið ætlar að vera til­búið til þess þegar það opnar aftur fyrir milli­landa­flug.

Í umsögn­inni segir að frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um rík­is­á­byrgð fyrir Icelandair Group virð­ist sett fram að gef­inni þeirri for­sendu að áform  Play um að hefja flug frá Íslandi um leið og aðstæður leyfa gangi ekki eft­ir, enda gætu þau á­form orðið til þess að raun­gera þá áhættu sem ætl­unin sé að taka með veit­ingu ábyrgð­ar­inn­ar. „Að mat­i Play er það ótækt að ríkið leggi skattfé með þessum hætti að veði gegn áformum félag­ins um að veita Icelandair Group sam­keppni. Með hlið­sjón af þessum varn­að­ar­orðum er Alþingi hvatt til ítr­ustu var­færn­i áður en sam­eig­in­legir sjóðir almenn­ings eru skuld­bundnir með þeim hætti sem frum­varpið leggur upp­ ­með.“

Lask­aður rekstur fær fram­halds­líf

Í umsögn Arn­ars Más segir að íviln­un úr hófi fram við Icelandair Group sé lík­leg til að stuðla að fákeppn­is­mark­aði þar sem félag­ið, sem hafi reynst erfitt að fóta sig í sam­keppn­isum­hverfi, fái nægj­an­legt for­skot fyrir til­stuðlan rík­is­ins til þess að halda öðrum aðilum frá þeim mark­aði og veita þannig „löskuðum rekstri óverð­skuldað fram­halds­líf.“

Hann segir að sú áhætta sem felist í frum­varp­inu fyrir rík­is­sjóð sé veru­leg. „Lagt er til að félagið geti, á þeim tíma­punkti þegar félagið verður komið í ósjálf­bæra stöðu fjár­hags­lega, dregið á lána­línur sem eru rík­is­tryggðar og þannig stór­aukið við skuldir sínar og því gert skulda­stöðu sína enn ósjálf­bær­ari en áður. Miklar líkur eru á að þessar skuldir endi á rík­is­sjóði komi til ádráttar á lána­lín­urn­ar, enda eru ekki lögð fram nein raun­veru­leg veð til trygg­ingar af hálfu félags­ins.“

Telji Alþingi engu að síður ástæðu til þess að koma Icelandair Group til hjálpar með þeim hætti sem lagt sé til í frum­varp­inu hvetur Arnar Már til þess að ábyrgð­ar­gjaldið verði aðlagað að því sem gert sé ráð fyrir í við­miðum Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) og Fram­kvæmd­ar­stjórnar ESB og því sem önnur Evr­ópu­lönd hafa verið að fara fram á við svip­aðar aðstæður nýlega. „Það þýðir að hækka ætti gjaldið veru­lega og skapa sterkan hvata til þess að félagið losi sig undan ábyrgð­inni við fyrsta hent­ug­leika. Einnig er hvatt til þess að sett verði frek­ari skil­yrði fyrir veit­ingu ábyrgð­ar­inn­ar, t.d. að til­teknum lend­ing­ar­heim­ildum verði afsalað til sam­keppn­is­að­ila, svo lág­marka megi þau nei­kvæðu áhrif sem af henni munu hljót­ast.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent