Play segir vísbendingar um að skuldsetning Icelandair sé þegar orðin ósjálfbær

Forstjóri flugfélagsins Play telur að áform um fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair Group, sem nýlega voru gerð opinber, séu óraunsæ. Þetta kemur fram í umsögn hans um væntanlega ríkisábyrgð á lánum til Icelandair.

Arnar Már Magnússon,. forstjóri Play.
Arnar Már Magnússon,. forstjóri Play.
Auglýsing

Arnar Már Magn­ús­son, for­stjóri flug­fé­lags­ins Play, segir í umsögn um ætl­aða rík­is­á­byrgð á lánum til Icelandair Group að áform um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Icelandair Group séu óraun­sæ. 

„Veittur er gálga­frestur með ýmsar skuld­bind­ing­ar, en þær í engu afskrif­aðar eða breytt í hluta­fé. Þessar skuld­bind­ingar munu að lík­indum á seinni hluta ábyrgð­ar­tím­ans leggj­ast á að nýju af fullum þunga í við­bót við þann ádrátt sem orðið hefur á lána­lín­urnar sem eru and­lag rík­is­á­byrgð­ar­inn­ar. Hafi komið til ádráttar á þessar rík­is­tryggðu lána­línur verður félagið þá þegar orðið veru­lega illa statt og því ósenni­legt að það standi undir þeirri auknu skulda­byrði sem hlýst af ádrætti á rík­is­tryggðu lána­lín­urn­ar. Greiðslu­fall mun því blasa við,“ skrifar Arnar Már í umsögn sinni sem birt var í dag á vef Alþing­is. 

Rík­is­end­ur­skoðun hefur þegar bent á það í umsögn að veð rík­is­ins fyrir ábyrgð­inni séu hverf­andi. Arnar Már segir að það gefi vís­bend­ingar um að skuld­setn­ing Icelandair Group sé nú þegar orðin ósjálf­bær. 

Auglýsing
Eft­ir­lits­­stofnun EFTA (ESA) sam­­­þykkti í síð­­­ustu viku rík­­­is­á­­­byrgð á lána­línu rík­­­is­­­bank­anna Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ans til Icelandair Group. Rík­­­is­á­­­byrgðin nær yfir 90 pró­­­sent af lána­lín­unni og er upp á 15 millj­­­arða króna. Nýti Icelandair lín­una, og fari samt í þrot, mun íslenska ríkið eign­­­ast vöru­­­merkið Icelanda­ir, bók­un­­­ar­­­kerfi félags­­­ins og nokkur lend­ing­­­ar­­­leyfi þess á lyk­ilá­fanga­­­stöð­u­m. Frum­varp um rík­is­á­byrgð­ina var lagt fram á Alþingi fyrir helgi og er nú til með­ferðar þar.

Skattfé lagt að veði gegn áformum um sam­keppni

Play var kynnt til leiks í nóv­em­ber í fyrra. Þá átti eftir að tryggja félag­inu fjár­mögnun og áform þess hafa breyst umtals­vert und­an­farið tæpt ár, meðal ann­ars vegna heims­far­ald­urs­ins sem geis­ar. Sá sem fer fyrir hópi fjár­festa í Play í dag er Skúli Skúla­son, sem er einn af stofn­endum Air­port Associtates og Bluebird Car­go, en hann var einnig for­stjóri síð­ar­nefnda félags­ins á árunum 2007 til 2014. Play hefur ekki enn hafið sig á flug en félagið ætlar að vera til­búið til þess þegar það opnar aftur fyrir milli­landa­flug.

Í umsögn­inni segir að frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um rík­is­á­byrgð fyrir Icelandair Group virð­ist sett fram að gef­inni þeirri for­sendu að áform  Play um að hefja flug frá Íslandi um leið og aðstæður leyfa gangi ekki eft­ir, enda gætu þau á­form orðið til þess að raun­gera þá áhættu sem ætl­unin sé að taka með veit­ingu ábyrgð­ar­inn­ar. „Að mat­i Play er það ótækt að ríkið leggi skattfé með þessum hætti að veði gegn áformum félag­ins um að veita Icelandair Group sam­keppni. Með hlið­sjón af þessum varn­að­ar­orðum er Alþingi hvatt til ítr­ustu var­færn­i áður en sam­eig­in­legir sjóðir almenn­ings eru skuld­bundnir með þeim hætti sem frum­varpið leggur upp­ ­með.“

Lask­aður rekstur fær fram­halds­líf

Í umsögn Arn­ars Más segir að íviln­un úr hófi fram við Icelandair Group sé lík­leg til að stuðla að fákeppn­is­mark­aði þar sem félag­ið, sem hafi reynst erfitt að fóta sig í sam­keppn­isum­hverfi, fái nægj­an­legt for­skot fyrir til­stuðlan rík­is­ins til þess að halda öðrum aðilum frá þeim mark­aði og veita þannig „löskuðum rekstri óverð­skuldað fram­halds­líf.“

Hann segir að sú áhætta sem felist í frum­varp­inu fyrir rík­is­sjóð sé veru­leg. „Lagt er til að félagið geti, á þeim tíma­punkti þegar félagið verður komið í ósjálf­bæra stöðu fjár­hags­lega, dregið á lána­línur sem eru rík­is­tryggðar og þannig stór­aukið við skuldir sínar og því gert skulda­stöðu sína enn ósjálf­bær­ari en áður. Miklar líkur eru á að þessar skuldir endi á rík­is­sjóði komi til ádráttar á lána­lín­urn­ar, enda eru ekki lögð fram nein raun­veru­leg veð til trygg­ingar af hálfu félags­ins.“

Telji Alþingi engu að síður ástæðu til þess að koma Icelandair Group til hjálpar með þeim hætti sem lagt sé til í frum­varp­inu hvetur Arnar Már til þess að ábyrgð­ar­gjaldið verði aðlagað að því sem gert sé ráð fyrir í við­miðum Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) og Fram­kvæmd­ar­stjórnar ESB og því sem önnur Evr­ópu­lönd hafa verið að fara fram á við svip­aðar aðstæður nýlega. „Það þýðir að hækka ætti gjaldið veru­lega og skapa sterkan hvata til þess að félagið losi sig undan ábyrgð­inni við fyrsta hent­ug­leika. Einnig er hvatt til þess að sett verði frek­ari skil­yrði fyrir veit­ingu ábyrgð­ar­inn­ar, t.d. að til­teknum lend­ing­ar­heim­ildum verði afsalað til sam­keppn­is­að­ila, svo lág­marka megi þau nei­kvæðu áhrif sem af henni munu hljót­ast.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent