Play segir vísbendingar um að skuldsetning Icelandair sé þegar orðin ósjálfbær

Forstjóri flugfélagsins Play telur að áform um fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair Group, sem nýlega voru gerð opinber, séu óraunsæ. Þetta kemur fram í umsögn hans um væntanlega ríkisábyrgð á lánum til Icelandair.

Arnar Már Magnússon,. forstjóri Play.
Arnar Már Magnússon,. forstjóri Play.
Auglýsing

Arnar Már Magn­ús­son, for­stjóri flug­fé­lags­ins Play, segir í umsögn um ætl­aða rík­is­á­byrgð á lánum til Icelandair Group að áform um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Icelandair Group séu óraun­sæ. 

„Veittur er gálga­frestur með ýmsar skuld­bind­ing­ar, en þær í engu afskrif­aðar eða breytt í hluta­fé. Þessar skuld­bind­ingar munu að lík­indum á seinni hluta ábyrgð­ar­tím­ans leggj­ast á að nýju af fullum þunga í við­bót við þann ádrátt sem orðið hefur á lána­lín­urnar sem eru and­lag rík­is­á­byrgð­ar­inn­ar. Hafi komið til ádráttar á þessar rík­is­tryggðu lána­línur verður félagið þá þegar orðið veru­lega illa statt og því ósenni­legt að það standi undir þeirri auknu skulda­byrði sem hlýst af ádrætti á rík­is­tryggðu lána­lín­urn­ar. Greiðslu­fall mun því blasa við,“ skrifar Arnar Már í umsögn sinni sem birt var í dag á vef Alþing­is. 

Rík­is­end­ur­skoðun hefur þegar bent á það í umsögn að veð rík­is­ins fyrir ábyrgð­inni séu hverf­andi. Arnar Már segir að það gefi vís­bend­ingar um að skuld­setn­ing Icelandair Group sé nú þegar orðin ósjálf­bær. 

Auglýsing
Eft­ir­lits­­stofnun EFTA (ESA) sam­­­þykkti í síð­­­ustu viku rík­­­is­á­­­byrgð á lána­línu rík­­­is­­­bank­anna Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ans til Icelandair Group. Rík­­­is­á­­­byrgðin nær yfir 90 pró­­­sent af lána­lín­unni og er upp á 15 millj­­­arða króna. Nýti Icelandair lín­una, og fari samt í þrot, mun íslenska ríkið eign­­­ast vöru­­­merkið Icelanda­ir, bók­un­­­ar­­­kerfi félags­­­ins og nokkur lend­ing­­­ar­­­leyfi þess á lyk­ilá­fanga­­­stöð­u­m. Frum­varp um rík­is­á­byrgð­ina var lagt fram á Alþingi fyrir helgi og er nú til með­ferðar þar.

Skattfé lagt að veði gegn áformum um sam­keppni

Play var kynnt til leiks í nóv­em­ber í fyrra. Þá átti eftir að tryggja félag­inu fjár­mögnun og áform þess hafa breyst umtals­vert und­an­farið tæpt ár, meðal ann­ars vegna heims­far­ald­urs­ins sem geis­ar. Sá sem fer fyrir hópi fjár­festa í Play í dag er Skúli Skúla­son, sem er einn af stofn­endum Air­port Associtates og Bluebird Car­go, en hann var einnig for­stjóri síð­ar­nefnda félags­ins á árunum 2007 til 2014. Play hefur ekki enn hafið sig á flug en félagið ætlar að vera til­búið til þess þegar það opnar aftur fyrir milli­landa­flug.

Í umsögn­inni segir að frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um rík­is­á­byrgð fyrir Icelandair Group virð­ist sett fram að gef­inni þeirri for­sendu að áform  Play um að hefja flug frá Íslandi um leið og aðstæður leyfa gangi ekki eft­ir, enda gætu þau á­form orðið til þess að raun­gera þá áhættu sem ætl­unin sé að taka með veit­ingu ábyrgð­ar­inn­ar. „Að mat­i Play er það ótækt að ríkið leggi skattfé með þessum hætti að veði gegn áformum félag­ins um að veita Icelandair Group sam­keppni. Með hlið­sjón af þessum varn­að­ar­orðum er Alþingi hvatt til ítr­ustu var­færn­i áður en sam­eig­in­legir sjóðir almenn­ings eru skuld­bundnir með þeim hætti sem frum­varpið leggur upp­ ­með.“

Lask­aður rekstur fær fram­halds­líf

Í umsögn Arn­ars Más segir að íviln­un úr hófi fram við Icelandair Group sé lík­leg til að stuðla að fákeppn­is­mark­aði þar sem félag­ið, sem hafi reynst erfitt að fóta sig í sam­keppn­isum­hverfi, fái nægj­an­legt for­skot fyrir til­stuðlan rík­is­ins til þess að halda öðrum aðilum frá þeim mark­aði og veita þannig „löskuðum rekstri óverð­skuldað fram­halds­líf.“

Hann segir að sú áhætta sem felist í frum­varp­inu fyrir rík­is­sjóð sé veru­leg. „Lagt er til að félagið geti, á þeim tíma­punkti þegar félagið verður komið í ósjálf­bæra stöðu fjár­hags­lega, dregið á lána­línur sem eru rík­is­tryggðar og þannig stór­aukið við skuldir sínar og því gert skulda­stöðu sína enn ósjálf­bær­ari en áður. Miklar líkur eru á að þessar skuldir endi á rík­is­sjóði komi til ádráttar á lána­lín­urn­ar, enda eru ekki lögð fram nein raun­veru­leg veð til trygg­ingar af hálfu félags­ins.“

Telji Alþingi engu að síður ástæðu til þess að koma Icelandair Group til hjálpar með þeim hætti sem lagt sé til í frum­varp­inu hvetur Arnar Már til þess að ábyrgð­ar­gjaldið verði aðlagað að því sem gert sé ráð fyrir í við­miðum Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA (ESA) og Fram­kvæmd­ar­stjórnar ESB og því sem önnur Evr­ópu­lönd hafa verið að fara fram á við svip­aðar aðstæður nýlega. „Það þýðir að hækka ætti gjaldið veru­lega og skapa sterkan hvata til þess að félagið losi sig undan ábyrgð­inni við fyrsta hent­ug­leika. Einnig er hvatt til þess að sett verði frek­ari skil­yrði fyrir veit­ingu ábyrgð­ar­inn­ar, t.d. að til­teknum lend­ing­ar­heim­ildum verði afsalað til sam­keppn­is­að­ila, svo lág­marka megi þau nei­kvæðu áhrif sem af henni munu hljót­ast.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent