Öllum minkabúum lokað í mars

Yfir milljón minkar hafa verið drepnir í Hollandi í sumar og hræjum þeirra fargað vegna kórónuveirusmita. Ákveðið hefur verið að flýta lokun allra loðdýrabúa í landinu.

Loðdýrabændur í Hollandi fá bætur vegna lokunar búanna.
Loðdýrabændur í Hollandi fá bætur vegna lokunar búanna.
Auglýsing

Yfir 100 minka­búum í Hollandi verður lokað er minka­rækt verð­ur­ ­bönnuð í mars á næsta ári. Til stóð að öllum loð­dýra­búum í land­inu yrði lok­að árið 2024 en í kjöl­far þess að kór­ónu­veiru­sýk­ing kom upp meðal dýra og manna á bú­unum ákváðu stjórn­völd að flýta lok­un­inni.

Árlega eru 2,5 millj­ónir minka aldir upp á búum í Hollandi og er landið fjórði stærsti fram­leið­andi minka­skinna í heim­inum á eftir Dan­mörku, Kína og Pól­landi.

Auglýsing

Í vor kom í ljós að minkar gætu sýkst af kór­ónu­veirunni sem veldur COVID-19 og þegar í apríl var ljóst að starfs­menn á einu búanna höfð­u smit­ast af dýr­un­um. Í sumar hafði veiran breiðst út til fleiri búa eða um ­þriðj­ungs allra minka­búa í Hollandi. Fella þurfti öll hin sýktu dýr og grípa til mjög harðra sótt­varna­að­gerða. Farga þurfti svo hræjum dýr­anna en bænd­um voru greiddar bætur fyrir tapið á skinn­un­um.

Í júní sam­þykkti hol­lenska þingið að öllum minka­búum í land­inu yrði lokað sem allra fyrst og í lok ágúst sam­þykkti rík­is­stjórnin að öllum búunum skyldi lokað fyrir mars á næsta ári. Einnig var sam­þykkt að greiða loð­dýra­bændum sam­tals 150 millj­ónir evra í bætur eða um 1-1,5 millj­ónir evr­a til hvers þeirra að með­al­tali sem er um 160-250 millj­ónir króna.

Dýra­vernd­ar­flokk­ur­inn á fjögur sæti af 150 á hol­lenska þing­in­u. Árið 2013 leiddi hann bar­áttu fyrir því að loð­dýra­rækt yrði hætt en þá var á­kveðið að eig­endur búanna hefðu frest til árs­ins 2024 til að hætta rekstri.

Loð­dýra­bændur segja að miðað við nútíma reglu­gerðir séu m­inkar aldir við mann­úð­legar aðstæð­ur. Þessu hafna dýra­vernd­un­ar­sinnar og segja ó­mögu­legt að halda slíku fram þegar dýrin eru alin í búr­um. Kann­anir hafa sýnt að mik­ill meiri­hluti Hol­lend­inga er mót­fall­inn loð­dýra­rækt.   

Í sumar hefur þurft að drepa 1,1 milljón minka á 26 hol­lenskum minka­búum vegna kór­ónu­veiru­sýk­inga. Smit hafa einnig komið upp í m­inka­búum í Dan­mörku og á Spáni og farga þurfti yfir 90 þús­und dýrum á einu búi á Spáni eftir að níu af hverjum tíu dýrum reynd­ust sýkt af kór­ónu­veirunn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent