Öllum minkabúum lokað í mars

Yfir milljón minkar hafa verið drepnir í Hollandi í sumar og hræjum þeirra fargað vegna kórónuveirusmita. Ákveðið hefur verið að flýta lokun allra loðdýrabúa í landinu.

Loðdýrabændur í Hollandi fá bætur vegna lokunar búanna.
Loðdýrabændur í Hollandi fá bætur vegna lokunar búanna.
Auglýsing

Yfir 100 minka­búum í Hollandi verður lokað er minka­rækt verð­ur­ ­bönnuð í mars á næsta ári. Til stóð að öllum loð­dýra­búum í land­inu yrði lok­að árið 2024 en í kjöl­far þess að kór­ónu­veiru­sýk­ing kom upp meðal dýra og manna á bú­unum ákváðu stjórn­völd að flýta lok­un­inni.

Árlega eru 2,5 millj­ónir minka aldir upp á búum í Hollandi og er landið fjórði stærsti fram­leið­andi minka­skinna í heim­inum á eftir Dan­mörku, Kína og Pól­landi.

Auglýsing

Í vor kom í ljós að minkar gætu sýkst af kór­ónu­veirunni sem veldur COVID-19 og þegar í apríl var ljóst að starfs­menn á einu búanna höfð­u smit­ast af dýr­un­um. Í sumar hafði veiran breiðst út til fleiri búa eða um ­þriðj­ungs allra minka­búa í Hollandi. Fella þurfti öll hin sýktu dýr og grípa til mjög harðra sótt­varna­að­gerða. Farga þurfti svo hræjum dýr­anna en bænd­um voru greiddar bætur fyrir tapið á skinn­un­um.

Í júní sam­þykkti hol­lenska þingið að öllum minka­búum í land­inu yrði lokað sem allra fyrst og í lok ágúst sam­þykkti rík­is­stjórnin að öllum búunum skyldi lokað fyrir mars á næsta ári. Einnig var sam­þykkt að greiða loð­dýra­bændum sam­tals 150 millj­ónir evra í bætur eða um 1-1,5 millj­ónir evr­a til hvers þeirra að með­al­tali sem er um 160-250 millj­ónir króna.

Dýra­vernd­ar­flokk­ur­inn á fjögur sæti af 150 á hol­lenska þing­in­u. Árið 2013 leiddi hann bar­áttu fyrir því að loð­dýra­rækt yrði hætt en þá var á­kveðið að eig­endur búanna hefðu frest til árs­ins 2024 til að hætta rekstri.

Loð­dýra­bændur segja að miðað við nútíma reglu­gerðir séu m­inkar aldir við mann­úð­legar aðstæð­ur. Þessu hafna dýra­vernd­un­ar­sinnar og segja ó­mögu­legt að halda slíku fram þegar dýrin eru alin í búr­um. Kann­anir hafa sýnt að mik­ill meiri­hluti Hol­lend­inga er mót­fall­inn loð­dýra­rækt.   

Í sumar hefur þurft að drepa 1,1 milljón minka á 26 hol­lenskum minka­búum vegna kór­ónu­veiru­sýk­inga. Smit hafa einnig komið upp í m­inka­búum í Dan­mörku og á Spáni og farga þurfti yfir 90 þús­und dýrum á einu búi á Spáni eftir að níu af hverjum tíu dýrum reynd­ust sýkt af kór­ónu­veirunn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent