Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar

Það stefnir allt í slag um varaformannsembættið í Samfylkingunni. Flokkurinn stefnir að því að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar og að sú ríkisstjórn verði án Sjálfstæðisflokks.

Helga Vala Helgadóttir- Fundur stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar 16.01.2018
Auglýsing

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sæk­ist eftir því að verða nýr vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Kosið verður í emb­ættið á næsta lands­fundi flokks­ins, sem fer fram í nóv­em­ber. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu

Þar er haft eftir Helgu Völu, sem er núver­andi for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, að hún finni fyrir síauknum áhuga á Sam­fylk­ing­unni og að fólk á öllum aldri sé að ganga til liðs við flokk­inn. „Ég er þess full­viss að með því að koma sam­stíga og kjörkuð fram með skýra fram­tíð­ar­sýn muni kjós­endur fela okkur í Sam­fylk­ing­unni lyklana að stjórn­ar­heim­il­in­u.“

Talið er víst að Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, núver­andi vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og borg­ar­full­trúi henn­ar, ætli sér að óbreyttu að sækj­ast eftir end­ur­kjöri í emb­ætt­ið. Því stefnir í að kosið verði á milli Helgu Völu og henn­ar.

Logi Ein­ars­son ætlar sér að leiða Sam­fylk­ing­una áfram líkt og hann hefur gert frá því síðla árs 2016 og eng­inn hefur enn sem komið er til­kynnt um mót­fram­boð gegn hon­um. 

Vilja rík­is­stjórn án Sjálf­stæð­is­flokks

Logi hefur ítrekað talað fyrir því að Sam­fylk­ingin myndi kjarna næstu rík­is­stjórnar ásamt Pírötum og Við­reisn eftir kosn­­ing­­arnar 2021.

Auglýsing
Í við­tali við Mann­líf í jan­úar í fyrra sagði Logi að hann vildi rík­­­is­­­stjórn með Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­­­um. „Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmti­­­­legum og góðum málum á dag­­­­skrá ef við myndum mynda rík­­­­is­­­­stjórn frá miðju til vinstri þar sem Sam­­­­fylk­ingin væri kjöl­­­­fest­u­­­­flokkur og við hefðum svo Við­reisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okk­­­­ur.“ 

Á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­­­fylk­ing­­­ar­innar sem fór fram í mars 2019 sagði hann að Ísland þyrfti ekki jafn­­­­vægi Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins sem byggði á því að örfáir sitja öðru megin á vega­salt­inu, með þorra gæð­anna en allur almenn­ings héldi jafn­­­­vægi hinum meg­in.

Á öðrum ­flokks­stjórn­ar­fundi ­Sam­­­fylk­ing­­­ar­innar sem hald­inn var í októ­ber í fyrra fjall­aði hann meðal ann­­­ars um, í ræðu sinni þar, hversu stór tíð­indi ný staða Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins vegna minn­k­andi fylgis væri og að aðrir flokkar þurfi að bregð­­­­ast við þessum nýja veru­­­­leika sem blasti við í íslenskum stjórn­­­­­­­mál­­­­um. Hann sagði þetta vera sög­u­­­­legt tæki­­­­færi fyrir Sam­­­­fylk­ing­una til að fylkja saman umbóta­öfl­unum í land­inu og sýna að það sé til betri val­­­­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­­­­is­­­­stjórn. 
„Næsta stóra verk­efni okkar er þetta: Við verð­um, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa rík­­­­is­­­­stjórn í kosn­­­­ing­unum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­­­­sýnni stjórn fyrir fólkið í land­inu og kom­andi kyn­­­­slóðir - við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð.

Í jan­úar 2020 sagði Logi, í umræðum um stöð­una í stjórn­­­málum í byrjun árs á Alþingi, að það væri kom­inn tími til að hætta að láta Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­inn enda­­­laust velja sér nýja dans­­­fé­laga eftir kosn­­­ingar og stjórna eftir eigin geð­þótta. „Nú er kom­inn tími sam­still­tr­­­ar, djarfrar og víð­­­sýnnar stjórn­­­­­ar, án Sjálf­­­stæð­is­­­flokks­ins - fyrir allt fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóð­­­ir. Stjórn sem leggur alla áherslu á rík­­­­­ara félags­­­­­legt rétt­­­læti og hefur á sama tíma meiri sköp­un­­­ar­­­kraft, fram­­­sýni og hug­rekki.“

Mæl­ast yfir kjör­fylgi

Sam­kvæmt nýj­ustu skoð­ana­könnun MMR bætti Sam­­fylk­ingin við sig tæp­­lega tveimur pró­­sent­u­­stigum í fylgi milli mán­aða og mæld­ist með 14,9 pró­­sent fylgi. Við­reisn bætti líka við sig og mæld­ist með tíu pró­­sent stuðn­­ing. Píratar döl­uðu hins vegar lít­il­­lega og voru með 14,3 pró­­sent. 

Allir þrír flokk­­arn­ir, sem mynda meiri­hluta saman í næst stærsta stjórn­­­valdi lands­ins Reykja­vík­­­ur­­borg ásamt Vinstri græn­um, eru að mæl­­ast með stuðn­­ing yfir kjör­­fylgi. Sam­an­lagt fengu þeir 28 pró­­sent atkvæða í kosn­­ing­unum 2017 en mæl­­ast nú með 39,2 pró­­sent stuðn­­ing sam­­an. Sam­tals hefur fylgi Sam­­fylk­ing­­ar, Við­reisnar og Pírata auk­ist um 40 pró­­sent frá því að síð­­­ast var kosið til þings á Íslandi. Þeir eru einu flokk­­arnir sem eiga full­­trúa á Alþingi sem hafa bætt fylgi sitt á kjör­­tíma­bil­inu, miðað við nið­­ur­­stöðu MMR.



Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent