Útgerðarfélag Reykjavíkur gjaldfærði milljarðagreiðslu sem á að fara í ríkissjóð

Stærsti eigandi Brim, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, hagnaðist um 4,4 milljarða króna í fyrra. Mestu munaði um sölu á ákveðnum eigum til Brim. Hagnaðurinn hefði verið mun hærri ef félagið hefði ekki þurft að gjaldfæra 3,1 milljarð króna vegna dóms.

Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Hagn­aður Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur í fyrra var 31,9 millj­ónir evra, um 4,4 millj­arðar króna, miðað við með­al­gengi evru á síð­asta ári. Það er umtals­verð við­bót við 1,6 millj­arða króna hagn­að­inn sem féll til árið 2018. 

Mestu mun­aði um sölu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á eign­ar­hluta sínum í sölu­fé­lögum í Asíu, Seafood Services ehf. og Gjörva ehf. til Brim hf. á árinu 2019. Hagn­aður af þeim við­skiptum nam 20 millj­ónum evra, eða tæp­lega 2,8 millj­örðum króna. Hagn­að­ur­inn hefði verið 3,1 millj­örðum krónum meiri ef félagið hefði ekki þurft að bók­færa þá upp­hæð sem kostnað vegna nið­ur­stöðu dóm­stóla í máli sem Glitnir HoldCo vann gegn því fyrr á árinu 2020. Sú upp­hæð á að óbreyttu að enda í rík­is­sjóði.

Fisk­veiði­heim­ildir sem félag­inu hefur verið úthlutað beint eru metnar á 81,6 millj­ónir evra, um 11,3 millj­arða króna. Þær eru færðar sem eignir og lækka um 20 millj­ónir evra, 2,8 millj­arða króna, milli ára vegna sölu á heim­ild­um. Eign­ar­hlutir í hlut­deild­ar­fé­lögum aukast hins veg­ar  vegnar milli ára og eru metnir á 275,5 millj­ónir evra, rúm­lega 38 millj­arða króna. 

Eignir Útgerð­ar­fé­lags­ins eru metnar á 463,6 millj­ónir evra, rúma 64 millj­arða króna, og eigið fé var 236,7 millj­ónir evra, tæp­lega 33 millj­arðar króna, um síð­ustu ára­mót. Skuldir við lána­stofn­anir juk­ust umtals­vert á síð­asta ári, um rúm­lega 50 millj­ónir evra, og voru 162,1 millj­ónir evra, 22,5 millj­arða króna, í lok síð­asta árs. 

Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

Auglýsing
Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er að upp­i­­­stöðu í eigu Guð­­mundar Krist­jáns­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra og stjórn­­­ar­­manns í Brim­­i. Helstu eign þess er ráð­andi hlutur í Brimi, eina útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins sem er skráð á mark­að. 

Bók­færðu millj­arða greiðslu í rík­is­sjóð

Athygli vekur að Útgerð­ar­fé­lagið færir í reikn­ing­inn greiðslu upp á 22,6 millj­ónir evra, um 3,1 millj­arð króna, vegna „áhrifa af dómi“. Þar er um að ræða dóms­mál sem Glitnir HoldCo, félag sem stofnað var á grunni þrota­bús Glitn­is, höfð­aði og Útgerð­ar­fé­lagið tap­aði í hér­aði í mars á þessu ári vegna afleiðu­samn­inga sem það gerði fyrir banka­hrun og neit­aði að gera upp í kjöl­far þess. Upp­hæðin á að renna í rík­is­sjóð vegna stöð­ug­leika­samn­ings sem gerður var við þrotabú Glitn­is, sam­kvæmt því sem kom fram í vitn­is­burð­i Hauks C. Bene­dikts­son­ar, starfs­manns Seðla­banka Íslands sem stýrði Eigna­safni Seðla­banka Íslands (ESÍ) um ára­bil, og Stein­ars Þórs Guð­geirs­son­ar, lög­manns Seðla­banka Íslands fyrir hér­aðs­dómi í mál­in­u. 

Í árs­reikn­ingum segir að dómnum hafi verið áfrýjað til Lands­rétt­ar. „Í reikn­ings­skilum félags­ins er færð upp skuld­bind­ing vegna þessa. Með færslu þeirrar skuld­bind­ingar felst ekki við­ur­kenn­ing á skuld­inni af hálfu félags­ins og getur breyst við áfrýj­un.“

Run­ólfur Viðar Guð­mundunds­son, fram­kvæmda­stjóri Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, segir hins vegar að dómi hér­aðs­dóms hafi ekki verið áfrýjað og að Útgerð­ar­fé­lagið hafi þegar greitt Glitni HoldCo að fullu.

Málið hefur tekið á sig marg­s­­­konar mynd­­­ir. Meðal ann­­­ars kærði Útgerð­­­ar­­­fé­lagið fram­­­ferði Ólafs Eirík­­s­­­son­­­ar, lög­­­­­manns Glitnis HoldCo, í dóms­­­mál­inu til Úrskurð­­­ar­­­nefndar lög­­­­­manna sem úrskurð­aði í mál­inu þann í lok jan­úar í fyrra. Þar var hátt­­­semi hans, sem í fólst að veita lyk­il­vitni rangar upp­­­lýs­ingar um stað­­­reyndir og láta hjá líða að til­­­kynna Útgerð­­­ar­­­fé­lag­inu að til stæði að hafa sam­­­band við vitn­ið, sögð vera aðfinnslu­verð. 

Þá kærði Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur til lög­­­­­reglu, þann 17. apríl 2018, það sem í árs­­­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins var kallað þá „hátt­­­semi að rang­­­færa sönn­un­­­ar­­­gögn“ í dóms­­­mál­inu. Sú hátt­­­semi á að hafa falið í sér „að „klippa“ eða fjar­lægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samn­ingum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerð­u. 

Ein af stóru blokk­unum í sjáv­ar­út­vegi

Í lok mars síð­ast­lið­ins héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins á tæp­­lega 53 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta, sam­kvæmt sam­an­tekt Fiski­stofu. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­­kvæmt lögum um fisk­veið­­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga eru fyr­ir­­ferða­­mestu útgerð­irn­­ar. Þær halda á, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á tæp­­lega 43 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Litlar breyt­ingar hafa verið á umfangi kvóta þeirra stóru útgerð­­ar­hópa sem tengj­­ast inn­­­byrðis án þess þó að verða tengdir aðilar sam­­kvæmt lög­­­um. Þannig er Brim sú útgerð sem heldur á mestum kvóta, eða 10,13 pró­­sent. Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, sem á 43,97 pró­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­ur­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 pró­­sent af öllum afla­heim­ild­­um. 

Til við­­bótar heldur útgerð­­ar­­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 1,55 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög eru því með 15,19 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent