Útgerðarfélag Reykjavíkur gjaldfærði milljarðagreiðslu sem á að fara í ríkissjóð

Stærsti eigandi Brim, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, hagnaðist um 4,4 milljarða króna í fyrra. Mestu munaði um sölu á ákveðnum eigum til Brim. Hagnaðurinn hefði verið mun hærri ef félagið hefði ekki þurft að gjaldfæra 3,1 milljarð króna vegna dóms.

Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Hagnaður Útgerðarfélags Reykjavíkur í fyrra var 31,9 milljónir evra, um 4,4 milljarðar króna, miðað við meðalgengi evru á síðasta ári. Það er umtalsverð viðbót við 1,6 milljarða króna hagnaðinn sem féll til árið 2018. 

Mestu munaði um sölu Útgerðarfélags Reykjavíkur á eignarhluta sínum í sölufélögum í Asíu, Seafood Services ehf. og Gjörva ehf. til Brim hf. á árinu 2019. Hagnaður af þeim viðskiptum nam 20 milljónum evra, eða tæplega 2,8 milljörðum króna. Hagnaðurinn hefði verið 3,1 milljörðum krónum meiri ef félagið hefði ekki þurft að bókfæra þá upphæð sem kostnað vegna niðurstöðu dómstóla í máli sem Glitnir HoldCo vann gegn því fyrr á árinu 2020. Sú upphæð á að óbreyttu að enda í ríkissjóði.

Fiskveiðiheimildir sem félaginu hefur verið úthlutað beint eru metnar á 81,6 milljónir evra, um 11,3 milljarða króna. Þær eru færðar sem eignir og lækka um 20 milljónir evra, 2,8 milljarða króna, milli ára vegna sölu á heimildum. Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum aukast hins vegar  vegnar milli ára og eru metnir á 275,5 milljónir evra, rúmlega 38 milljarða króna. 

Eignir Útgerðarfélagsins eru metnar á 463,6 milljónir evra, rúma 64 milljarða króna, og eigið fé var 236,7 milljónir evra, tæplega 33 milljarðar króna, um síðustu áramót. Skuldir við lánastofnanir jukust umtalsvert á síðasta ári, um rúmlega 50 milljónir evra, og voru 162,1 milljónir evra, 22,5 milljarða króna, í lok síðasta árs. 

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Útgerðarfélags Reykjavíkur.

Auglýsing
Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, fyrrverandi for­stjóra og stjórn­ar­manns í Brim­i. Helstu eign þess er ráðandi hlutur í Brimi, eina útgerðarfyrirtæki landsins sem er skráð á markað. 

Bókfærðu milljarða greiðslu í ríkissjóð

Athygli vekur að Útgerðarfélagið færir í reikninginn greiðslu upp á 22,6 milljónir evra, um 3,1 milljarð króna, vegna „áhrifa af dómi“. Þar er um að ræða dómsmál sem Glitnir HoldCo, félag sem stofnað var á grunni þrotabús Glitnis, höfðaði og Útgerðarfélagið tapaði í héraði í mars á þessu ári vegna afleiðusamninga sem það gerði fyrir bankahrun og neitaði að gera upp í kjölfar þess. Upphæðin á að renna í ríkissjóð vegna stöðugleikasamnings sem gerður var við þrotabú Glitnis, samkvæmt því sem kom fram í vitnisburði Hauks C. Benediktssonar, starfsmanns Seðlabanka Íslands sem stýrði Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ) um árabil, og Steinars Þórs Guðgeirssonar, lögmanns Seðlabanka Íslands fyrir héraðsdómi í málinu. 

Í ársreikningum segir að dómnum hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Í reikningsskilum félagsins er færð upp skuldbinding vegna þessa. Með færslu þeirrar skuldbindingar felst ekki viðurkenning á skuldinni af hálfu félagsins og getur breyst við áfrýjun.“

Runólfur Viðar Guðmundundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir hins vegar að dómi héraðsdóms hafi ekki verið áfrýjað og að Útgerðarfélagið hafi þegar greitt Glitni HoldCo að fullu.

Málið hefur tekið á sig marg­s­­konar mynd­­ir. Meðal ann­­ars kærði Útgerð­­ar­­fé­lagið fram­­ferði Ólafs Eirík­s­­son­­ar, lög­­­manns Glitnis HoldCo, í dóms­­mál­inu til Úrskurð­­ar­­nefndar lög­­­manna sem úrskurð­aði í mál­inu þann í lok jan­úar í fyrra. Þar var hátt­­semi hans, sem í fólst að veita lyk­il­vitni rangar upp­­lýs­ingar um stað­­reyndir og láta hjá líða að til­­kynna Útgerð­­ar­­fé­lag­inu að til stæði að hafa sam­­band við vitn­ið, sögð vera aðfinnslu­verð. 

Þá kærði Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur til lög­­­reglu, þann 17. apríl 2018, það sem í árs­­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins var kallað þá „hátt­­semi að rang­­færa sönn­un­­ar­­gögn“ í dóms­­mál­inu. Sú hátt­­semi á að hafa falið í sér „að „klippa“ eða fjar­lægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samn­ingum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerð­u. 

Ein af stóru blokkunum í sjávarútvegi

Í lok mars síðastliðins héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins á tæp­lega 53 pró­sent af úthlut­uðum kvóta, samkvæmt samantekt Fiskistofu. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­kvæmt lögum um fisk­veið­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga eru fyr­ir­ferða­mestu útgerð­irn­ar. Þær halda á, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á tæp­lega 43 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Litlar breyt­ingar hafa verið á umfangi kvóta þeirra stóru útgerð­ar­hópa sem tengj­ast inn­byrðis án þess þó að verða tengdir aðilar sam­kvæmt lög­um. Þannig er Brim sú útgerð sem heldur á mestum kvóta, eða 10,13 pró­sent. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem á 43,97 pró­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 pró­sent af öllum afla­heim­ild­um. 

Til við­bótar heldur útgerð­ar­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 1,55 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög eru því með 15,19 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent