Útgerðarfélag Reykjavíkur gjaldfærði milljarðagreiðslu sem á að fara í ríkissjóð

Stærsti eigandi Brim, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, hagnaðist um 4,4 milljarða króna í fyrra. Mestu munaði um sölu á ákveðnum eigum til Brim. Hagnaðurinn hefði verið mun hærri ef félagið hefði ekki þurft að gjaldfæra 3,1 milljarð króna vegna dóms.

Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Hagnaður Útgerðarfélags Reykjavíkur í fyrra var 31,9 milljónir evra, um 4,4 milljarðar króna, miðað við meðalgengi evru á síðasta ári. Það er umtalsverð viðbót við 1,6 milljarða króna hagnaðinn sem féll til árið 2018. 

Mestu munaði um sölu Útgerðarfélags Reykjavíkur á eignarhluta sínum í sölufélögum í Asíu, Seafood Services ehf. og Gjörva ehf. til Brim hf. á árinu 2019. Hagnaður af þeim viðskiptum nam 20 milljónum evra, eða tæplega 2,8 milljörðum króna. Hagnaðurinn hefði verið 3,1 milljörðum krónum meiri ef félagið hefði ekki þurft að bókfæra þá upphæð sem kostnað vegna niðurstöðu dómstóla í máli sem Glitnir HoldCo vann gegn því fyrr á árinu 2020. Sú upphæð á að óbreyttu að enda í ríkissjóði.

Fiskveiðiheimildir sem félaginu hefur verið úthlutað beint eru metnar á 81,6 milljónir evra, um 11,3 milljarða króna. Þær eru færðar sem eignir og lækka um 20 milljónir evra, 2,8 milljarða króna, milli ára vegna sölu á heimildum. Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum aukast hins vegar  vegnar milli ára og eru metnir á 275,5 milljónir evra, rúmlega 38 milljarða króna. 

Eignir Útgerðarfélagsins eru metnar á 463,6 milljónir evra, rúma 64 milljarða króna, og eigið fé var 236,7 milljónir evra, tæplega 33 milljarðar króna, um síðustu áramót. Skuldir við lánastofnanir jukust umtalsvert á síðasta ári, um rúmlega 50 milljónir evra, og voru 162,1 milljónir evra, 22,5 milljarða króna, í lok síðasta árs. 

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Útgerðarfélags Reykjavíkur.

Auglýsing
Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­son­ar, fyrrverandi for­stjóra og stjórn­ar­manns í Brim­i. Helstu eign þess er ráðandi hlutur í Brimi, eina útgerðarfyrirtæki landsins sem er skráð á markað. 

Bókfærðu milljarða greiðslu í ríkissjóð

Athygli vekur að Útgerðarfélagið færir í reikninginn greiðslu upp á 22,6 milljónir evra, um 3,1 milljarð króna, vegna „áhrifa af dómi“. Þar er um að ræða dómsmál sem Glitnir HoldCo, félag sem stofnað var á grunni þrotabús Glitnis, höfðaði og Útgerðarfélagið tapaði í héraði í mars á þessu ári vegna afleiðusamninga sem það gerði fyrir bankahrun og neitaði að gera upp í kjölfar þess. Upphæðin á að renna í ríkissjóð vegna stöðugleikasamnings sem gerður var við þrotabú Glitnis, samkvæmt því sem kom fram í vitnisburði Hauks C. Benediktssonar, starfsmanns Seðlabanka Íslands sem stýrði Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ) um árabil, og Steinars Þórs Guðgeirssonar, lögmanns Seðlabanka Íslands fyrir héraðsdómi í málinu. 

Í ársreikningum segir að dómnum hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Í reikningsskilum félagsins er færð upp skuldbinding vegna þessa. Með færslu þeirrar skuldbindingar felst ekki viðurkenning á skuldinni af hálfu félagsins og getur breyst við áfrýjun.“

Runólfur Viðar Guðmundundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir hins vegar að dómi héraðsdóms hafi ekki verið áfrýjað og að Útgerðarfélagið hafi þegar greitt Glitni HoldCo að fullu.

Málið hefur tekið á sig marg­s­­konar mynd­­ir. Meðal ann­­ars kærði Útgerð­­ar­­fé­lagið fram­­ferði Ólafs Eirík­s­­son­­ar, lög­­­manns Glitnis HoldCo, í dóms­­mál­inu til Úrskurð­­ar­­nefndar lög­­­manna sem úrskurð­aði í mál­inu þann í lok jan­úar í fyrra. Þar var hátt­­semi hans, sem í fólst að veita lyk­il­vitni rangar upp­­lýs­ingar um stað­­reyndir og láta hjá líða að til­­kynna Útgerð­­ar­­fé­lag­inu að til stæði að hafa sam­­band við vitn­ið, sögð vera aðfinnslu­verð. 

Þá kærði Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­víkur til lög­­­reglu, þann 17. apríl 2018, það sem í árs­­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins var kallað þá „hátt­­semi að rang­­færa sönn­un­­ar­­gögn“ í dóms­­mál­inu. Sú hátt­­semi á að hafa falið í sér „að „klippa“ eða fjar­lægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samn­ingum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerð­u. 

Ein af stóru blokkunum í sjávarútvegi

Í lok mars síðastliðins héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins á tæp­lega 53 pró­sent af úthlut­uðum kvóta, samkvæmt samantekt Fiskistofu. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­kvæmt lögum um fisk­veið­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga eru fyr­ir­ferða­mestu útgerð­irn­ar. Þær halda á, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á tæp­lega 43 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Litlar breyt­ingar hafa verið á umfangi kvóta þeirra stóru útgerð­ar­hópa sem tengj­ast inn­byrðis án þess þó að verða tengdir aðilar sam­kvæmt lög­um. Þannig er Brim sú útgerð sem heldur á mestum kvóta, eða 10,13 pró­sent. Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem á 43,97 pró­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 pró­sent af öllum afla­heim­ild­um. 

Til við­bótar heldur útgerð­ar­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 1,55 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög eru því með 15,19 pró­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent