Útgerðarfélag Reykjavíkur gjaldfærði milljarðagreiðslu sem á að fara í ríkissjóð

Stærsti eigandi Brim, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, hagnaðist um 4,4 milljarða króna í fyrra. Mestu munaði um sölu á ákveðnum eigum til Brim. Hagnaðurinn hefði verið mun hærri ef félagið hefði ekki þurft að gjaldfæra 3,1 milljarð króna vegna dóms.

Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Auglýsing

Hagn­aður Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur í fyrra var 31,9 millj­ónir evra, um 4,4 millj­arðar króna, miðað við með­al­gengi evru á síð­asta ári. Það er umtals­verð við­bót við 1,6 millj­arða króna hagn­að­inn sem féll til árið 2018. 

Mestu mun­aði um sölu Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur á eign­ar­hluta sínum í sölu­fé­lögum í Asíu, Seafood Services ehf. og Gjörva ehf. til Brim hf. á árinu 2019. Hagn­aður af þeim við­skiptum nam 20 millj­ónum evra, eða tæp­lega 2,8 millj­örðum króna. Hagn­að­ur­inn hefði verið 3,1 millj­örðum krónum meiri ef félagið hefði ekki þurft að bók­færa þá upp­hæð sem kostnað vegna nið­ur­stöðu dóm­stóla í máli sem Glitnir HoldCo vann gegn því fyrr á árinu 2020. Sú upp­hæð á að óbreyttu að enda í rík­is­sjóði.

Fisk­veiði­heim­ildir sem félag­inu hefur verið úthlutað beint eru metnar á 81,6 millj­ónir evra, um 11,3 millj­arða króna. Þær eru færðar sem eignir og lækka um 20 millj­ónir evra, 2,8 millj­arða króna, milli ára vegna sölu á heim­ild­um. Eign­ar­hlutir í hlut­deild­ar­fé­lögum aukast hins veg­ar  vegnar milli ára og eru metnir á 275,5 millj­ónir evra, rúm­lega 38 millj­arða króna. 

Eignir Útgerð­ar­fé­lags­ins eru metnar á 463,6 millj­ónir evra, rúma 64 millj­arða króna, og eigið fé var 236,7 millj­ónir evra, tæp­lega 33 millj­arðar króna, um síð­ustu ára­mót. Skuldir við lána­stofn­anir juk­ust umtals­vert á síð­asta ári, um rúm­lega 50 millj­ónir evra, og voru 162,1 millj­ónir evra, 22,5 millj­arða króna, í lok síð­asta árs. 

Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur.

Auglýsing
Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er að upp­i­­­stöðu í eigu Guð­­mundar Krist­jáns­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra og stjórn­­­ar­­manns í Brim­­i. Helstu eign þess er ráð­andi hlutur í Brimi, eina útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins sem er skráð á mark­að. 

Bók­færðu millj­arða greiðslu í rík­is­sjóð

Athygli vekur að Útgerð­ar­fé­lagið færir í reikn­ing­inn greiðslu upp á 22,6 millj­ónir evra, um 3,1 millj­arð króna, vegna „áhrifa af dómi“. Þar er um að ræða dóms­mál sem Glitnir HoldCo, félag sem stofnað var á grunni þrota­bús Glitn­is, höfð­aði og Útgerð­ar­fé­lagið tap­aði í hér­aði í mars á þessu ári vegna afleiðu­samn­inga sem það gerði fyrir banka­hrun og neit­aði að gera upp í kjöl­far þess. Upp­hæðin á að renna í rík­is­sjóð vegna stöð­ug­leika­samn­ings sem gerður var við þrotabú Glitn­is, sam­kvæmt því sem kom fram í vitn­is­burð­i Hauks C. Bene­dikts­son­ar, starfs­manns Seðla­banka Íslands sem stýrði Eigna­safni Seðla­banka Íslands (ESÍ) um ára­bil, og Stein­ars Þórs Guð­geirs­son­ar, lög­manns Seðla­banka Íslands fyrir hér­aðs­dómi í mál­in­u. 

Í árs­reikn­ingum segir að dómnum hafi verið áfrýjað til Lands­rétt­ar. „Í reikn­ings­skilum félags­ins er færð upp skuld­bind­ing vegna þessa. Með færslu þeirrar skuld­bind­ingar felst ekki við­ur­kenn­ing á skuld­inni af hálfu félags­ins og getur breyst við áfrýj­un.“

Run­ólfur Viðar Guð­mundunds­son, fram­kvæmda­stjóri Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, segir hins vegar að dómi hér­aðs­dóms hafi ekki verið áfrýjað og að Útgerð­ar­fé­lagið hafi þegar greitt Glitni HoldCo að fullu.

Málið hefur tekið á sig marg­s­­­konar mynd­­­ir. Meðal ann­­­ars kærði Útgerð­­­ar­­­fé­lagið fram­­­ferði Ólafs Eirík­­s­­­son­­­ar, lög­­­­­manns Glitnis HoldCo, í dóms­­­mál­inu til Úrskurð­­­ar­­­nefndar lög­­­­­manna sem úrskurð­aði í mál­inu þann í lok jan­úar í fyrra. Þar var hátt­­­semi hans, sem í fólst að veita lyk­il­vitni rangar upp­­­lýs­ingar um stað­­­reyndir og láta hjá líða að til­­­kynna Útgerð­­­ar­­­fé­lag­inu að til stæði að hafa sam­­­band við vitn­ið, sögð vera aðfinnslu­verð. 

Þá kærði Útgerð­­­ar­­­fé­lag Reykja­víkur til lög­­­­­reglu, þann 17. apríl 2018, það sem í árs­­­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins var kallað þá „hátt­­­semi að rang­­­færa sönn­un­­­ar­­­gögn“ í dóms­­­mál­inu. Sú hátt­­­semi á að hafa falið í sér „að „klippa“ eða fjar­lægja með öðrum hætti, 7 cm neðan af öllum samn­ingum svo að þeir myndu líta út á annan veg en þeir gerð­u. 

Ein af stóru blokk­unum í sjáv­ar­út­vegi

Í lok mars síð­ast­lið­ins héldu tíu stærstu útgerðir lands­ins á tæp­­lega 53 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta, sam­kvæmt sam­an­tekt Fiski­stofu. Innan þessa hóps eru aðilar sem eru tengdir þótt þeir séu það ekki sam­­kvæmt lögum um fisk­veið­­ar. Brim, Sam­herji og Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga eru fyr­ir­­ferða­­mestu útgerð­irn­­ar. Þær halda á, einar og sér og ásamt félögum sem eig­endur þeirra eiga í, á tæp­­lega 43 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Litlar breyt­ingar hafa verið á umfangi kvóta þeirra stóru útgerð­­ar­hópa sem tengj­­ast inn­­­byrðis án þess þó að verða tengdir aðilar sam­­kvæmt lög­­­um. Þannig er Brim sú útgerð sem heldur á mestum kvóta, eða 10,13 pró­­sent. Útgerð­­ar­­fé­lag Reykja­vík­­­ur, sem á 43,97 pró­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­ur­­fé­lag sitt RE-13 ehf, hefur fengið úthlutað 3,51 pró­­sent af öllum afla­heim­ild­­um. 

Til við­­bótar heldur útgerð­­ar­­fé­lagið Ögur­vík, að fullu í eigu Brims, á 1,55 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. Þessi þrjú félög eru því með 15,19 pró­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent