ASÍ styður kröfu Öryrkjabandalagsins um hækkun á lífeyrisgreiðslum

Miðstjórn ASÍ segir að það sé ekki hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfsgetu sé haldið í fátækt. Það sé ekki sæmandi í landi sem kenni sig við velferð og jöfnuð.

ÖBÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins (ASÍ) styður kröfu Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ) um að end­ur­hæf­ing­ar- og örorku­líf­eyrir verði hækk­aður svo að hann fylgi kjara­samn­ings­bundnum taxta­hækk­un­um. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­band­inu. Þar segir að ekki sé hægt að sam­þykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfs­getu sé haldið í fátækt. „Slíkt er ekki sæm­andi á landi sem kennir sig við vel­ferð og jöfn­uð. Einnig er mik­il­vægt að sam­stundis verði dregið úr skerð­ingum í örorku­líf­eyr­is­kerf­inu svo að fólk með skerta starfs­getu eigi mögu­leika á því að vera á vinnu­mark­aði og bæta kjör sín með laun­aðri vinnu. Allt fólk á rétt á að lifa frjálst undan efn­is­legum skorti. Fólk með örorku, fjöl­skyldur þeirra og börn hafa þurft að bíða allt of lengi eftir rétt­læti. Mið­stjórn ASÍ krefst þess að stjórn­völd axli póli­tíska ábyrgð og mæti kröfum ÖBÍ af sann­girni og skiln­ing­i.“

ÖBÍ hefur und­an­farnar vikur staðið fyrir her­­ferð, meðal ann­­ars með sjón­­varps­aug­lýs­ing­­um. 

Þar hefur verið bent á að bilið á milli örorku­líf­eyris og lág­­marks­­launa hafi lækkað stöðugt frá árinu 2007. „Í valda­­tíð núver­andi rík­­is­­stjórnar hefur ekk­ert verið gert til að bregð­­ast við þess­­ari kjaragliðn­un, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að rík­­is­­stjórnin seg­ist vinna í anda heims­­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síð­­asta fjár­­laga­frum­varp á kjör­­tíma­bil­inu er enga breyt­ingu að sjá,“ skrif­aði ÖBI í stöð­u­­upp­­­færslu sem birt var á Face­book 11. októ­ber. Með fylgdi aug­lýs­ing sem síðan hefur verið afar sýn­i­­leg víða, meðal ann­­ars í sjón­­varpi.

Þar er verið að baka köku og er það vísun í frægt kosn­­inga­bar­átt­u­­mynd­­band sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gerði fyrir kosn­­ing­­arnar 2016.

Ráð­herra sagði mynd­band ÖBÍ mis­heppnað

Bjarni lagði fram minn­is­­blað á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í síð­ustu viku um fram­lög til almanna­­trygg­inga. Sam­­kvæmt því minn­is­­blaði rennur sífellt auk­inn hluti verð­­mæta­­sköp­unar hag­­kerf­is­ins til til­­­færslu­­kerfa og fjár­­fram­laga rík­­is­­sjóðs. Sér­­stak­­lega var fjallað um fram­lög til almanna­­trygg­inga, að frá­­­töldum atvinn­u­­leys­is­­bót­u­m,  og sagt að þau hafi nær tvö­­fald­­ast frá árinu 2013 miðað við verð­lag hvers árs. 

Auglýsing
Slík fram­lög nemi nú 642 þús­und krónum á hvern lands­­mann aldr­inum 18-67 ára. Það hafi verið 356 þús­und krónur á hvern lands­­mann árið 2013. Sam­an­lagt fari því um fjórð­ungur allra skatt­­tekna og trygg­inga­gjalda til almanna­­trygg­inga. 

Í stöð­u­­upp­­­færslu sem Bjarni birtir á Face­book í kjöl­farið sagði hann að það sé mikið áhyggju­efni að á sama tíma­bili hafi þeim sem eru á örorku­­bótum eða end­­ur­hæf­ing­­ar­líf­eyri fjölgað um 4.300 manns.  „Það eru u.þ.b. jafn margir og búa í Vest­­manna­eyj­­um. Okkur er að mis­­takast að ná utan um þennan vanda og verðum að bregð­­ast við.“

Bjarni sagði í stöð­u­­upp­­­færslu sinni að hann heyrði ákall ÖBÍ um að hækka bætur enn frek­­ar. „Mynd­­band þeirra er hins vegar mis­­heppn­að, þótt kakan sé fal­­leg eft­ir­­mynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og almanna­­trygg­ingar hafa fengið stærri sneið af stækk­­andi köku. Um það vitna stað­­reynd­­ir. Og við tókum 4 millj­­arða til hliðar til að styrkja þessi kerfi enn frekar á þessu kjör­­tíma­bili. Enn er óráð­stafað um fjórð­ungi þeirrar fjár­­hæðar en um að að ræða var­an­­lega 4 millj­­arða hækkun á þessum lið almanna­­trygg­inga.“ 

ÖBÍ brást við og sagði fram­setn­ingu ráð­herr­ans vill­andi. Til­gangur minn­is­blaðs­ins væri að „ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frek­astir eru á flet­i.“

Segir full­yrð­ingar Bjarna rangar

Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður ÖBÍ, sendi degi síðar bréf til Bjarna þar sem sagði að full­yrð­ingar hans væru rang­ar. 

Í bréf­inu vitnar hún í skýrslu Kol­beins Stef­áns­­sonar félags­­fræð­ings, sem hann vann fyrir Öryrkja­­banda­lag­ið. Í skýrsl­unni segir að þó það sé óum­­deil­an­­legt að örorku­líf­eyr­is­þegum hafi fjölgað á milli 2008 og 2019, virð­ist hafa dregið nokkuð úr fjölg­un­inni eftir 2017 og raunar hafi heild­­ar­­fjöldi örorku­líf­eyr­is­þega svo gott sem staðið í stað á milli 2017 og 2019. 

„Þannig má segja að breyt­ingin á milli 2008 og 2019 gefi ekki rétta mynd af stöðu mála í dag og breyt­ingin frá alda­­mótum enn síð­­­ur. Örorku­líf­eyr­is­þegum hefur fjölgað umtals­vert frá alda­­mót­um, nokkuð frá 2008 en lítið sem ekk­ert frá 2017 miðað við þær upp­­lýs­ingar sem liggja fyrir í dag,“ sagði í skýrsl­unni.

Þur­íður benti á að þannig hafi örorku­líf­eyr­is­þegar verið sjö pró­­sent af mann­­fjölda 18 til 66 ára árið 2008, og 7,8 pró­­sent árið 2019, eftir að hafa verið hæst 8,2 pró­­sent árið 2017. „Hér ber að hafa í huga að árið 2016 var gerð gang­­skör hjá Trygg­inga­­stofnun Rík­­is­ins í að afgreiða fjölda umsókna sem safn­­ast höfðu fyr­­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent