ASÍ styður kröfu Öryrkjabandalagsins um hækkun á lífeyrisgreiðslum

Miðstjórn ASÍ segir að það sé ekki hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfsgetu sé haldið í fátækt. Það sé ekki sæmandi í landi sem kenni sig við velferð og jöfnuð.

ÖBÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Miðstjórn Alþýðusambandsins (ASÍ) styður kröfu Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um að endurhæfingar- og örorkulífeyrir verði hækkaður svo að hann fylgi kjarasamningsbundnum taxtahækkunum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Þar segir að ekki sé hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfsgetu sé haldið í fátækt. „Slíkt er ekki sæmandi á landi sem kennir sig við velferð og jöfnuð. Einnig er mikilvægt að samstundis verði dregið úr skerðingum í örorkulífeyriskerfinu svo að fólk með skerta starfsgetu eigi möguleika á því að vera á vinnumarkaði og bæta kjör sín með launaðri vinnu. Allt fólk á rétt á að lifa frjálst undan efnislegum skorti. Fólk með örorku, fjölskyldur þeirra og börn hafa þurft að bíða allt of lengi eftir réttlæti. Miðstjórn ASÍ krefst þess að stjórnvöld axli pólitíska ábyrgð og mæti kröfum ÖBÍ af sanngirni og skilningi.“

ÖBÍ hefur und­an­farnar vikur staðið fyrir her­ferð, meðal ann­ars með sjón­varps­aug­lýs­ing­um. 

Þar hefur verið bent á að bilið á milli örorku­líf­eyris og lág­marks­launa hafi lækkað stöðugt frá árinu 2007. „Í valda­tíð núver­andi rík­is­stjórnar hefur ekk­ert verið gert til að bregð­ast við þess­ari kjaragliðnun, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að rík­is­stjórnin seg­ist vinna í anda heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síð­asta fjár­laga­frum­varp á kjör­tíma­bil­inu er enga breyt­ingu að sjá,“ skrif­aði ÖBI í stöðu­upp­færslu sem birt var á Facebook 11. októ­ber. Með fylgdi aug­lýs­ing sem síðan hefur verið afar sýni­leg víða, meðal ann­ars í sjón­varpi.

Þar er verið að baka köku og er það vísun í frægt kosn­inga­bar­áttu­mynd­band sem Bjarni Bene­dikts­son, fjármála- og efnahagsráðherra, gerði fyrir kosn­ing­arnar 2016.

Ráðherra sagði myndband ÖBÍ misheppnað

Bjarni lagði fram minn­is­blað á rík­is­stjórn­ar­fundi í síðustu viku um fram­lög til almanna­trygg­inga. Sam­kvæmt því minn­is­blaði rennur sífellt auk­inn hluti verð­mæta­sköp­unar hag­kerf­is­ins til til­færslu­kerfa og fjár­fram­laga rík­is­sjóðs. Sér­stak­lega var fjallað um fram­lög til almanna­trygg­inga, að frá­töldum atvinnu­leys­is­bót­u­m,  og sagt að þau hafi nær tvö­fald­ast frá árinu 2013 miðað við verð­lag hvers árs. 

Auglýsing
Slík fram­lög nemi nú 642 þús­und krónum á hvern lands­mann aldr­inum 18-67 ára. Það hafi verið 356 þús­und krónur á hvern lands­mann árið 2013. Sam­an­lagt fari því um fjórð­ungur allra skatt­tekna og tryggingagjalda til almanna­trygg­inga. 

Í stöðu­upp­færslu sem Bjarni birtir á Facebook í kjölfarið sagði hann að það sé mikið áhyggju­efni að á sama tíma­bili hafi þeim sem eru á örorku­bótum eða end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri fjölgað um 4.300 manns.  „Það eru u.þ.b. jafn margir og búa í Vest­manna­eyj­um. Okkur er að mis­takast að ná utan um þennan vanda og verðum að bregð­ast við.“

Bjarni sagði í stöðu­upp­færslu sinni að hann heyrði ákall ÖBÍ um að hækka bætur enn frek­ar. „Mynd­band þeirra er hins vegar mis­heppn­að, þótt kakan sé fal­leg eft­ir­mynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og almanna­trygg­ingar hafa fengið stærri sneið af stækk­andi köku. Um það vitna stað­reynd­ir. Og við tókum 4 millj­arða til hliðar til að styrkja þessi kerfi enn frekar á þessu kjör­tíma­bili. Enn er óráð­stafað um fjórð­ungi þeirrar fjár­hæðar en um að að ræða var­an­lega 4 millj­arða hækkun á þessum lið almanna­trygg­inga.“ 

ÖBÍ brást við og sagði framsetningu ráðherrans villandi. Tilgangur minnisblaðsins væri að „ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti.“

Segir fullyrðingar Bjarna rangar

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, sendi degi síðar bréf til Bjarna þar sem sagði að fullyrðingar hans væru rangar. 

Í bréf­inu vitnar hún í skýrslu Kol­beins Stef­áns­sonar félags­fræð­ings, sem hann vann fyrir Öryrkja­banda­lag­ið. Í skýrsl­unni segir að þó það sé óum­deil­an­legt að örorku­líf­eyr­is­þegum hafi fjölgað á milli 2008 og 2019, virð­ist hafa dregið nokkuð úr fjölg­un­inni eftir 2017 og raunar hafi heild­ar­fjöldi örorku­líf­eyr­is­þega svo gott sem staðið í stað á milli 2017 og 2019. 

„Þannig má segja að breyt­ingin á milli 2008 og 2019 gefi ekki rétta mynd af stöðu mála í dag og breyt­ingin frá alda­mótum enn síð­ur. Örorku­líf­eyr­is­þegum hefur fjölgað umtals­vert frá alda­mót­um, nokkuð frá 2008 en lítið sem ekk­ert frá 2017 miðað við þær upp­lýs­ingar sem liggja fyrir í dag,“ sagði í skýrsl­unni.

Þur­íður benti á að þannig hafi örorku­líf­eyr­is­þegar verið sjö pró­sent af mann­fjölda 18 til 66 ára árið 2008, og 7,8 pró­sent árið 2019, eftir að hafa verið hæst 8,2 pró­sent árið 2017. „Hér ber að hafa í huga að árið 2016 var gerð gang­skör hjá Trygg­inga­stofnun Rík­is­ins í að afgreiða fjölda umsókna sem safn­ast höfðu fyr­ir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent