ASÍ styður kröfu Öryrkjabandalagsins um hækkun á lífeyrisgreiðslum

Miðstjórn ASÍ segir að það sé ekki hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfsgetu sé haldið í fátækt. Það sé ekki sæmandi í landi sem kenni sig við velferð og jöfnuð.

ÖBÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins (ASÍ) styður kröfu Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ) um að end­ur­hæf­ing­ar- og örorku­líf­eyrir verði hækk­aður svo að hann fylgi kjara­samn­ings­bundnum taxta­hækk­un­um. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­band­inu. Þar segir að ekki sé hægt að sam­þykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfs­getu sé haldið í fátækt. „Slíkt er ekki sæm­andi á landi sem kennir sig við vel­ferð og jöfn­uð. Einnig er mik­il­vægt að sam­stundis verði dregið úr skerð­ingum í örorku­líf­eyr­is­kerf­inu svo að fólk með skerta starfs­getu eigi mögu­leika á því að vera á vinnu­mark­aði og bæta kjör sín með laun­aðri vinnu. Allt fólk á rétt á að lifa frjálst undan efn­is­legum skorti. Fólk með örorku, fjöl­skyldur þeirra og börn hafa þurft að bíða allt of lengi eftir rétt­læti. Mið­stjórn ASÍ krefst þess að stjórn­völd axli póli­tíska ábyrgð og mæti kröfum ÖBÍ af sann­girni og skiln­ing­i.“

ÖBÍ hefur und­an­farnar vikur staðið fyrir her­­ferð, meðal ann­­ars með sjón­­varps­aug­lýs­ing­­um. 

Þar hefur verið bent á að bilið á milli örorku­líf­eyris og lág­­marks­­launa hafi lækkað stöðugt frá árinu 2007. „Í valda­­tíð núver­andi rík­­is­­stjórnar hefur ekk­ert verið gert til að bregð­­ast við þess­­ari kjaragliðn­un, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að rík­­is­­stjórnin seg­ist vinna í anda heims­­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síð­­asta fjár­­laga­frum­varp á kjör­­tíma­bil­inu er enga breyt­ingu að sjá,“ skrif­aði ÖBI í stöð­u­­upp­­­færslu sem birt var á Face­book 11. októ­ber. Með fylgdi aug­lýs­ing sem síðan hefur verið afar sýn­i­­leg víða, meðal ann­­ars í sjón­­varpi.

Þar er verið að baka köku og er það vísun í frægt kosn­­inga­bar­átt­u­­mynd­­band sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gerði fyrir kosn­­ing­­arnar 2016.

Ráð­herra sagði mynd­band ÖBÍ mis­heppnað

Bjarni lagði fram minn­is­­blað á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í síð­ustu viku um fram­lög til almanna­­trygg­inga. Sam­­kvæmt því minn­is­­blaði rennur sífellt auk­inn hluti verð­­mæta­­sköp­unar hag­­kerf­is­ins til til­­­færslu­­kerfa og fjár­­fram­laga rík­­is­­sjóðs. Sér­­stak­­lega var fjallað um fram­lög til almanna­­trygg­inga, að frá­­­töldum atvinn­u­­leys­is­­bót­u­m,  og sagt að þau hafi nær tvö­­fald­­ast frá árinu 2013 miðað við verð­lag hvers árs. 

Auglýsing
Slík fram­lög nemi nú 642 þús­und krónum á hvern lands­­mann aldr­inum 18-67 ára. Það hafi verið 356 þús­und krónur á hvern lands­­mann árið 2013. Sam­an­lagt fari því um fjórð­ungur allra skatt­­tekna og trygg­inga­gjalda til almanna­­trygg­inga. 

Í stöð­u­­upp­­­færslu sem Bjarni birtir á Face­book í kjöl­farið sagði hann að það sé mikið áhyggju­efni að á sama tíma­bili hafi þeim sem eru á örorku­­bótum eða end­­ur­hæf­ing­­ar­líf­eyri fjölgað um 4.300 manns.  „Það eru u.þ.b. jafn margir og búa í Vest­­manna­eyj­­um. Okkur er að mis­­takast að ná utan um þennan vanda og verðum að bregð­­ast við.“

Bjarni sagði í stöð­u­­upp­­­færslu sinni að hann heyrði ákall ÖBÍ um að hækka bætur enn frek­­ar. „Mynd­­band þeirra er hins vegar mis­­heppn­að, þótt kakan sé fal­­leg eft­ir­­mynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og almanna­­trygg­ingar hafa fengið stærri sneið af stækk­­andi köku. Um það vitna stað­­reynd­­ir. Og við tókum 4 millj­­arða til hliðar til að styrkja þessi kerfi enn frekar á þessu kjör­­tíma­bili. Enn er óráð­stafað um fjórð­ungi þeirrar fjár­­hæðar en um að að ræða var­an­­lega 4 millj­­arða hækkun á þessum lið almanna­­trygg­inga.“ 

ÖBÍ brást við og sagði fram­setn­ingu ráð­herr­ans vill­andi. Til­gangur minn­is­blaðs­ins væri að „ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frek­astir eru á flet­i.“

Segir full­yrð­ingar Bjarna rangar

Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður ÖBÍ, sendi degi síðar bréf til Bjarna þar sem sagði að full­yrð­ingar hans væru rang­ar. 

Í bréf­inu vitnar hún í skýrslu Kol­beins Stef­áns­­sonar félags­­fræð­ings, sem hann vann fyrir Öryrkja­­banda­lag­ið. Í skýrsl­unni segir að þó það sé óum­­deil­an­­legt að örorku­líf­eyr­is­þegum hafi fjölgað á milli 2008 og 2019, virð­ist hafa dregið nokkuð úr fjölg­un­inni eftir 2017 og raunar hafi heild­­ar­­fjöldi örorku­líf­eyr­is­þega svo gott sem staðið í stað á milli 2017 og 2019. 

„Þannig má segja að breyt­ingin á milli 2008 og 2019 gefi ekki rétta mynd af stöðu mála í dag og breyt­ingin frá alda­­mótum enn síð­­­ur. Örorku­líf­eyr­is­þegum hefur fjölgað umtals­vert frá alda­­mót­um, nokkuð frá 2008 en lítið sem ekk­ert frá 2017 miðað við þær upp­­lýs­ingar sem liggja fyrir í dag,“ sagði í skýrsl­unni.

Þur­íður benti á að þannig hafi örorku­líf­eyr­is­þegar verið sjö pró­­sent af mann­­fjölda 18 til 66 ára árið 2008, og 7,8 pró­­sent árið 2019, eftir að hafa verið hæst 8,2 pró­­sent árið 2017. „Hér ber að hafa í huga að árið 2016 var gerð gang­­skör hjá Trygg­inga­­stofnun Rík­­is­ins í að afgreiða fjölda umsókna sem safn­­ast höfðu fyr­­ir.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent