ASÍ styður kröfu Öryrkjabandalagsins um hækkun á lífeyrisgreiðslum

Miðstjórn ASÍ segir að það sé ekki hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfsgetu sé haldið í fátækt. Það sé ekki sæmandi í landi sem kenni sig við velferð og jöfnuð.

ÖBÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Mið­stjórn Alþýðu­sam­bands­ins (ASÍ) styður kröfu Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ) um að end­ur­hæf­ing­ar- og örorku­líf­eyrir verði hækk­aður svo að hann fylgi kjara­samn­ings­bundnum taxta­hækk­un­um. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sam­band­inu. Þar segir að ekki sé hægt að sam­þykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfs­getu sé haldið í fátækt. „Slíkt er ekki sæm­andi á landi sem kennir sig við vel­ferð og jöfn­uð. Einnig er mik­il­vægt að sam­stundis verði dregið úr skerð­ingum í örorku­líf­eyr­is­kerf­inu svo að fólk með skerta starfs­getu eigi mögu­leika á því að vera á vinnu­mark­aði og bæta kjör sín með laun­aðri vinnu. Allt fólk á rétt á að lifa frjálst undan efn­is­legum skorti. Fólk með örorku, fjöl­skyldur þeirra og börn hafa þurft að bíða allt of lengi eftir rétt­læti. Mið­stjórn ASÍ krefst þess að stjórn­völd axli póli­tíska ábyrgð og mæti kröfum ÖBÍ af sann­girni og skiln­ing­i.“

ÖBÍ hefur und­an­farnar vikur staðið fyrir her­­ferð, meðal ann­­ars með sjón­­varps­aug­lýs­ing­­um. 

Þar hefur verið bent á að bilið á milli örorku­líf­eyris og lág­­marks­­launa hafi lækkað stöðugt frá árinu 2007. „Í valda­­tíð núver­andi rík­­is­­stjórnar hefur ekk­ert verið gert til að bregð­­ast við þess­­ari kjaragliðn­un, heldur þvert á móti hefur bilið breikkað enn meira, þrátt fyrir að rík­­is­­stjórnin seg­ist vinna í anda heims­­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna, hvar efst á blaði er að útrýma fátækt. Nú þegar Bjarni hefur lagt fram sitt síð­­asta fjár­­laga­frum­varp á kjör­­tíma­bil­inu er enga breyt­ingu að sjá,“ skrif­aði ÖBI í stöð­u­­upp­­­færslu sem birt var á Face­book 11. októ­ber. Með fylgdi aug­lýs­ing sem síðan hefur verið afar sýn­i­­leg víða, meðal ann­­ars í sjón­­varpi.

Þar er verið að baka köku og er það vísun í frægt kosn­­inga­bar­átt­u­­mynd­­band sem Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gerði fyrir kosn­­ing­­arnar 2016.

Ráð­herra sagði mynd­band ÖBÍ mis­heppnað

Bjarni lagði fram minn­is­­blað á rík­­is­­stjórn­­­ar­fundi í síð­ustu viku um fram­lög til almanna­­trygg­inga. Sam­­kvæmt því minn­is­­blaði rennur sífellt auk­inn hluti verð­­mæta­­sköp­unar hag­­kerf­is­ins til til­­­færslu­­kerfa og fjár­­fram­laga rík­­is­­sjóðs. Sér­­stak­­lega var fjallað um fram­lög til almanna­­trygg­inga, að frá­­­töldum atvinn­u­­leys­is­­bót­u­m,  og sagt að þau hafi nær tvö­­fald­­ast frá árinu 2013 miðað við verð­lag hvers árs. 

Auglýsing
Slík fram­lög nemi nú 642 þús­und krónum á hvern lands­­mann aldr­inum 18-67 ára. Það hafi verið 356 þús­und krónur á hvern lands­­mann árið 2013. Sam­an­lagt fari því um fjórð­ungur allra skatt­­tekna og trygg­inga­gjalda til almanna­­trygg­inga. 

Í stöð­u­­upp­­­færslu sem Bjarni birtir á Face­book í kjöl­farið sagði hann að það sé mikið áhyggju­efni að á sama tíma­bili hafi þeim sem eru á örorku­­bótum eða end­­ur­hæf­ing­­ar­líf­eyri fjölgað um 4.300 manns.  „Það eru u.þ.b. jafn margir og búa í Vest­­manna­eyj­­um. Okkur er að mis­­takast að ná utan um þennan vanda og verðum að bregð­­ast við.“

Bjarni sagði í stöð­u­­upp­­­færslu sinni að hann heyrði ákall ÖBÍ um að hækka bætur enn frek­­ar. „Mynd­­band þeirra er hins vegar mis­­heppn­að, þótt kakan sé fal­­leg eft­ir­­mynd af þeirri sem ég gerði. Það dugar ekki til, því það er rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið. Kakan hefur stækkað og almanna­­trygg­ingar hafa fengið stærri sneið af stækk­­andi köku. Um það vitna stað­­reynd­­ir. Og við tókum 4 millj­­arða til hliðar til að styrkja þessi kerfi enn frekar á þessu kjör­­tíma­bili. Enn er óráð­stafað um fjórð­ungi þeirrar fjár­­hæðar en um að að ræða var­an­­lega 4 millj­­arða hækkun á þessum lið almanna­­trygg­inga.“ 

ÖBÍ brást við og sagði fram­setn­ingu ráð­herr­ans vill­andi. Til­gangur minn­is­blaðs­ins væri að „ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frek­astir eru á flet­i.“

Segir full­yrð­ingar Bjarna rangar

Þur­íður Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, for­maður ÖBÍ, sendi degi síðar bréf til Bjarna þar sem sagði að full­yrð­ingar hans væru rang­ar. 

Í bréf­inu vitnar hún í skýrslu Kol­beins Stef­áns­­sonar félags­­fræð­ings, sem hann vann fyrir Öryrkja­­banda­lag­ið. Í skýrsl­unni segir að þó það sé óum­­deil­an­­legt að örorku­líf­eyr­is­þegum hafi fjölgað á milli 2008 og 2019, virð­ist hafa dregið nokkuð úr fjölg­un­inni eftir 2017 og raunar hafi heild­­ar­­fjöldi örorku­líf­eyr­is­þega svo gott sem staðið í stað á milli 2017 og 2019. 

„Þannig má segja að breyt­ingin á milli 2008 og 2019 gefi ekki rétta mynd af stöðu mála í dag og breyt­ingin frá alda­­mótum enn síð­­­ur. Örorku­líf­eyr­is­þegum hefur fjölgað umtals­vert frá alda­­mót­um, nokkuð frá 2008 en lítið sem ekk­ert frá 2017 miðað við þær upp­­lýs­ingar sem liggja fyrir í dag,“ sagði í skýrsl­unni.

Þur­íður benti á að þannig hafi örorku­líf­eyr­is­þegar verið sjö pró­­sent af mann­­fjölda 18 til 66 ára árið 2008, og 7,8 pró­­sent árið 2019, eftir að hafa verið hæst 8,2 pró­­sent árið 2017. „Hér ber að hafa í huga að árið 2016 var gerð gang­­skör hjá Trygg­inga­­stofnun Rík­­is­ins í að afgreiða fjölda umsókna sem safn­­ast höfðu fyr­­ir.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent