Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg

Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.

Húsarústirnar standa enn.
Húsarústirnar standa enn.
Auglýsing

Dóm­stjóri Hér­aðs­dóms Reykja­víkur hefur kveðið upp úrskurð um að synja beiðni um lokun þing­halds í máli Mar­eks Moszczynski sem var í haust ákærður fyrir brennu, mann­dráp og til­raun til mann­dráps á Bræðra­borg­ar­stíg 1. Þrír fór­ust í elds­voð­anum og tveir slös­uð­ust alvar­lega. Fjöldi fólks missti heim­ili sitt og aleig­una.

Úrskurður dóm­stjór­ans hefur verið kærður og beðið er nið­ur­stöðu Lands­rétt­ar. 

Verj­andi Mar­eks fór fram á það í haust að þing­haldið yrði lokað á þeim for­sendum að lýs­ingar sem í því kynnu að koma fram gætu reynst mikil þol­raun og ættu ekki erindi við almenn­ing. Kol­brún Bene­dikts­dóttir vara­hér­aðs­sak­sókn­ari var því ósam­mála.

Auglýsing

Marek neitar sök og nið­ur­staða geð­mats í haust var sú að hann hefði verið ósak­hæfur á verkn­að­ar­stundu. Farið var fram á yfir­mat, sem tveir geð­læknar fram­kvæma, og er enn beðið nið­ur­stöðu þess. Því hefur dag­setn­ing aðal­með­ferðar í mál­inu ekki verið ákveð­in.

Marek sem verður 63 ára í des­em­ber, bjó sjálfur í hús­inu að Bræðra­borg­ar­stíg. Í því voru leigð út fjöl­mörg her­bergi, aðal­lega til erlendra verka­manna. Hann er ákærður fyrir að hafa 25. júní kveikt eld á gólfi í her­bergi sínu á annarri hæð húss­ins og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð­ina. Allir sem létu­st, tvær konur og einn karl­mað­ur, bjuggu á þriðju hæð­inni. Tvö þeirra urðu inn­lyksa í eld­haf­inu en önnur konan greip til þess örþrifa­ráðs að stökkva út um glugga. Hún lést skömmu síð­ar. Þau sem lét­ust voru Pól­verjar og á aldr­inum 21-24 ára. 

Kjarn­inn fjall­aði nýverið ítar­lega um brun­ann á Bræðra­borg­ar­stíg í fjölda greina. Þar kom m.a. fram að fjórtán íbúar voru heima er eld­ur­inn kom upp. Heims­far­aldur kór­ónu­veirunnar hafði sitt að segja um þann fjölda. Að minnsta kosti fjórir höfðu misst vinn­una og tveir voru heima í fjar­námi þar sem stað­nám hafði tíma­bundið verið lagt til hlið­ar. Aðrir voru í vakta­vinnu; höfðu ýmist lokið morg­un­vakt eða voru í vakta­fríi.

Tveir karl­menn sem einnig voru inn­lyksa á ris­hæð­inni en komust lífs af sögðu sögu sína í við­tölum við Kjarn­ann. Öðrum þeirra var bjargað út um glugga á síð­ustu stundu en hinn stökk út um glugga her­bergis síns. Hann slas­að­ist alvar­lega en er á bata­vegi. Þeir sem og fleiri eft­ir­lif­endur sem Kjarn­inn ræddi við glíma við sál­ræn eft­ir­köst elds­voð­ans. 

Maður sem var í her­bergi sínu á annarri hæð húss­ins er eld­ur­inn kvikn­aði hlaut alvar­leg bruna­sár á stórum hluta lík­am­ans og hefur geng­ist undir húð­á­græðslur og fleiri aðgerðir síð­an.

Rúst­irnar standa enn

Bruna­rúst­irnar standa enn á horni Bræðra­borg­ar­stígs og Vest­ur­götu. Bygg­ing­ar­full­trúi Reykja­víkur sendi eig­and­anum bréf í lok októ­ber þar sem honum var gert að sækja um nið­ur­rif og fjar­lægja það sem eftir stæði af hús­inu innan þrjá­tíu daga. Var honum gef­inn fimmtán daga frestur til að gera athuga­semd við ákvörð­un­ina. 

Hún barst bygg­ing­ar­full­trúa um miðjan nóv­em­ber. Í henni kemur fram að eig­and­inn vilji ekki að húsið verði rifið strax. Það sé sönn­un­ar­gagn í vátrygg­inga­máli sem geti dreg­ist í marga mán­uði, jafn­vel ár. Ákveði yfir­völd engu að síður að rífa það verði farið í mál og þau krafin bóta. Lög­fræð­ingur bygg­ing­ar­full­trúa er enn að fara yfir málið og ákvörðun um næstu skref verður tekin í fram­hald­inu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent