Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri

Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.

Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Auglýsing

„Nið­ur­stöður úr rann­sóknum á frá­rennsli sýna að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og sam­komu­tak­mark­anir sem honum fylgja hafa breytt mynstri fíkni­efna­notk­unar í Reykja­vík,“ segir Arn­dís Sue-Ching Löve, verk­efna­stjóri á rann­sókn­ar­stofu í lyfja-og eit­ur­efna­fræði við Háskóla Íslands og dokt­or­snemi við lækna­deild. Hún hefur frá árinu 2015 rann­sakað magn ólög­legra fíkni­efna í skólpi í Reykja­vík og nið­ur­stöður nýj­ustu sýn­anna, sem tekin voru í byrjun júní, eru veru­lega frá­brugðnar þeim sem hún hefur hingað til séð.



Síð­ustu ár hefur Arn­dís mælt aukn­ingu í notkun kóka­íns. Þannig mæld­ist fjór­falt meira magn þess fíkni­efnis í skólp­inu milli áranna 2016 og 2018. En í „sýnum á COVID tím­um“ sem tekin voru í sum­ar, mátti hins vegar merkja mik­inn sam­drátt í notkun kóka­íns. Um 60 pró­sent minna af efn­inu fannst í skólp­inu í sumar miðað við sam­bæri­lega rann­sókn í apríl í fyrra. „Þetta sýnir fram á að það er breyt­ing í notk­un­ar­mynstr­in­u,“ segir Arn­dís í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing



Fleira áhuga­vert kemur upp úr kaf­inu þegar nið­ur­stöður mæl­ing­anna tveggja eru bornar sam­an. Á sama tíma og magn kóka­íns dregst veru­lega saman er ljóst að kanna­bis­neysla hefur auk­ist um þriðj­ung miðað við apríl í fyrra. Hins vegar var notkun á amfetamíni, metam­fetamíni og MDMA (e-töfl­ur/Molly) svipuð milli ára.



­Rann­sókn Arn­dísar á fíkni­efnum í skólpi er hluti af dokt­ors­verk­efni hennar sem hún er nú að leggja loka­hönd á. Að auki tengj­ast þær sam­an­burð­ar­rann­sókn sem nær til ann­arra Evr­ópu­landa og nið­ur­stöður hennar hafa verið birtar árlega síð­ustu ár.



Til rann­sókn­ar­innar tekur Arn­dís sýni í tveimur skólp­hreinsi­stöðvum í Reykja­vík; í Kletta­görðum og Ána­naust­um. Hverju sýni er safnað í 24 klukku­stundir yfir heila viku í senn. Með þeim hætti sést sveifla í fíkni­efna­notkun innan vik­unn­ar, m.a. mun­ur­inn á neyslu um helg­ar, frá föstu­degi til sunnu­dags, og ann­arra daga.



Í sumar var sýnum safnað á tíma­bil­inu 4.-10. júní þegar sam­komu­tak­mörk­unum hafði nýlega verið breytt úr 50 í 200 manns. Barir og aðrir vín­veit­inga­staðir höfðu einnig verið opn­aðir á ný en aðeins til klukkan 23 á kvöld­in. 



Arn­dís ítrekar að þar sem sýni voru aðeins tekin þessa einu viku end­ur­spegli nið­ur­stöð­urnar ekki fíknefna­notkun yfir árið í heild. Alltaf megi vænta sveiflna á milli tíma­bila, og í ár mögu­lega á milli bylgja í far­aldr­inum og sam­komu­tak­mark­ana þeim tengd­um. „En þetta gefur þó ákveðna hug­mynd um fíkni­efna­neysl­una þótt ákjós­an­leg­ast væri að taka sýni á hverjum ein­asta degi, árið um kring.“

Arndís Sue-Ching Löve er að leggja lokahönd á doktorsverkefni sitt sem fjallar um fíkniefni í frárennsli Reykjavíkur. Mynd: Kristinn Ingvarsson



Að sögn Arn­dísar er vel þekkt að notkun MDMA og kóka­íns auk­ist um helg­ar. Það hafi hennar rann­sóknir hingað til meðal ann­ars sýnt. Slík afþrey­ing­ar­neysla, eins og hún er köll­uð, (e. recr­eational use) er einnig sjá­an­leg í kringum við­burði á borð við Iceland Airwa­ves. Árið 2017 tók Arn­dís sýni þá daga sem hátíðin stóð yfir og nið­ur­staðan var sú að neysla kóka­íns og MDMA jókst mark­tækt á því tíma­bili.



Þó að sveiflur milli helga og ann­arra daga vik­unnar megi sjá í þeim sýnum sem tekin voru í sumar er engu að síður áhuga­vert að hún er um margt ólík sveifl­unum sem fyrri rann­sóknir á skólp­inu í Reykja­vík hafa sýnt.



„Það var umtals­verð aukn­ing á neyslu MDMA þá helgi sem sýnin voru tekin í sum­ar,“ segir Arn­dís en að sveiflan milli helg­ar­innar og virku dag­anna hafi þó ekki verið eins afger­andi nú og í apríl 2019.



Sveifla var á magni kannabis í skólpinu milli helgar og annarra vikudaga. Mynd: PexelsNið­ur­staðan er enn for­vitni­legri þegar kemur að öðrum fíkni­efn­um. „Hvað kóka­ínið varðar er sveiflan ekki eins mikil innan vik­unnar og hún var árið 2019,“ segir Arn­dís. Hún sá aðeins um tíu pró­sent aukn­ingu milli daga í  júní sem er ekki mark­tækur mun­ur. „Þetta er allt annað mynstur en var í apríl 2019. Þá var magn kóka­íns í skólp­inu 40 pró­sent meira um helgar en aðra daga vik­unn­ar. Og það voru tölur sem við höfðum séð áður í okkar rann­sókn­um.“



Hins vegar mæld­ist í sumar sveifla í notkun á kanna­bis sem ekki hefur verið til staðar í fyrri rann­sókn­um. „Yfir helg­ina í vik­unni sem sýnin voru tekin var hún 40 pró­sent meiri en aðra daga. Þetta er sveifla sem við höfum ekki séð áður. Í fyrri rann­sóknum okkar höfum við ekki verið að mæla mik­inn mun á viku­dög­unum þegar kemur að kanna­bis­notk­un­inni. Hún hefur verið stöðugri en neysla örvandi efna sem hefur gefið okkur vís­bend­ingu um að afþrey­ing­ar­neysla á kanna­bis væri ekki mik­il. En það kann að hafa breyst.“



Arn­dís segir að ýmis­legt geti skýrt breytt neyslu­mynstur á fíkni­efnum í ár og að án efa leiki kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og sótt­varna­að­gerðir stóran þátt. Fram­boð á efnum kann að hafa breyst vegna far­ald­urs­ins og þá er mögu­legt að styrk­leiki þeirra hafi gert slíkt hið sama.



Rann­sóknin sýnir notkun á ákveðnum efnum sem mæl­ast í skólp­inu, þ.e. magn þess­ara efna. Þannig að nið­ur­staðan getur annað hvort þýtt að hver skammtur af fíkni­efn­inu inni­haldi meira af hinu virka efni sem mælt er eða að fleiri séu að nota það nema að blanda að hvoru tveggja sé. „Þetta getum við ekki vitað út frá okkar gögnum en það er engu að síður hægt að nota þau til að bera saman tíma­bil og notkun milli landa. Þessi aðferða­fræði auð­veldar okkur allan slíkan sam­an­burð.“

Neyslan mögu­lega færst af skemmti­stöðum og í heima­hús



Nið­ur­staðan fæst með mæl­ingu á milli­grömmum af til­teknum efnum á dag á hverja 100 þús­und íbúa. Ýmsir þættir eru svo teknir inn í grein­ing­una, t.d. flæði vatns í gegnum hreinsi­stöðv­ar­inn­ar. Það er því tekið til­lit til þess sem Veitur hafa greint frá að heita vatns notkun á hvern íbúa hafi auk­ist um 11 pró­sent á þessu ári.



Á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu voru skemmti­staðir aðeins opnir til kl. 23 og mögu­lega hefur skemmt­ana­haldið færst meira í heima­hús. Fíkni­efna­neysla er önnur í heima­húsum en á skemmti­stöð­um.



Spurð hvort fækkun ferða­manna vegna far­ald­urs­ins hafi ein­hver áhrif á sam­an­burð milli ára segir Arn­dís að fræði­lega séð sé það mögu­legt en hins vegar sé ómögu­legt að taka sveiflur í fjölda ferða­manna með í reikn­ing­inn. Þeir séu eðli máls­ins sam­kvæmt mikið á ferð­inni og ekki hægt að finna með ein­földum hætti gögn um hvar þeir eru hverju sinni. Því sé í rann­sókn­inni miðað við þann fjölda fólks sem búsettur er í Reykja­vík.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent