Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri

Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.

Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Auglýsing

„Nið­ur­stöður úr rann­sóknum á frá­rennsli sýna að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og sam­komu­tak­mark­anir sem honum fylgja hafa breytt mynstri fíkni­efna­notk­unar í Reykja­vík,“ segir Arn­dís Sue-Ching Löve, verk­efna­stjóri á rann­sókn­ar­stofu í lyfja-og eit­ur­efna­fræði við Háskóla Íslands og dokt­or­snemi við lækna­deild. Hún hefur frá árinu 2015 rann­sakað magn ólög­legra fíkni­efna í skólpi í Reykja­vík og nið­ur­stöður nýj­ustu sýn­anna, sem tekin voru í byrjun júní, eru veru­lega frá­brugðnar þeim sem hún hefur hingað til séð.Síð­ustu ár hefur Arn­dís mælt aukn­ingu í notkun kóka­íns. Þannig mæld­ist fjór­falt meira magn þess fíkni­efnis í skólp­inu milli áranna 2016 og 2018. En í „sýnum á COVID tím­um“ sem tekin voru í sum­ar, mátti hins vegar merkja mik­inn sam­drátt í notkun kóka­íns. Um 60 pró­sent minna af efn­inu fannst í skólp­inu í sumar miðað við sam­bæri­lega rann­sókn í apríl í fyrra. „Þetta sýnir fram á að það er breyt­ing í notk­un­ar­mynstr­in­u,“ segir Arn­dís í sam­tali við Kjarn­ann.

AuglýsingFleira áhuga­vert kemur upp úr kaf­inu þegar nið­ur­stöður mæl­ing­anna tveggja eru bornar sam­an. Á sama tíma og magn kóka­íns dregst veru­lega saman er ljóst að kanna­bis­neysla hefur auk­ist um þriðj­ung miðað við apríl í fyrra. Hins vegar var notkun á amfetamíni, metam­fetamíni og MDMA (e-töfl­ur/Molly) svipuð milli ára.­Rann­sókn Arn­dísar á fíkni­efnum í skólpi er hluti af dokt­ors­verk­efni hennar sem hún er nú að leggja loka­hönd á. Að auki tengj­ast þær sam­an­burð­ar­rann­sókn sem nær til ann­arra Evr­ópu­landa og nið­ur­stöður hennar hafa verið birtar árlega síð­ustu ár.Til rann­sókn­ar­innar tekur Arn­dís sýni í tveimur skólp­hreinsi­stöðvum í Reykja­vík; í Kletta­görðum og Ána­naust­um. Hverju sýni er safnað í 24 klukku­stundir yfir heila viku í senn. Með þeim hætti sést sveifla í fíkni­efna­notkun innan vik­unn­ar, m.a. mun­ur­inn á neyslu um helg­ar, frá föstu­degi til sunnu­dags, og ann­arra daga.Í sumar var sýnum safnað á tíma­bil­inu 4.-10. júní þegar sam­komu­tak­mörk­unum hafði nýlega verið breytt úr 50 í 200 manns. Barir og aðrir vín­veit­inga­staðir höfðu einnig verið opn­aðir á ný en aðeins til klukkan 23 á kvöld­in. Arn­dís ítrekar að þar sem sýni voru aðeins tekin þessa einu viku end­ur­spegli nið­ur­stöð­urnar ekki fíknefna­notkun yfir árið í heild. Alltaf megi vænta sveiflna á milli tíma­bila, og í ár mögu­lega á milli bylgja í far­aldr­inum og sam­komu­tak­mark­ana þeim tengd­um. „En þetta gefur þó ákveðna hug­mynd um fíkni­efna­neysl­una þótt ákjós­an­leg­ast væri að taka sýni á hverjum ein­asta degi, árið um kring.“

Arndís Sue-Ching Löve er að leggja lokahönd á doktorsverkefni sitt sem fjallar um fíkniefni í frárennsli Reykjavíkur. Mynd: Kristinn IngvarssonAð sögn Arn­dísar er vel þekkt að notkun MDMA og kóka­íns auk­ist um helg­ar. Það hafi hennar rann­sóknir hingað til meðal ann­ars sýnt. Slík afþrey­ing­ar­neysla, eins og hún er köll­uð, (e. recr­eational use) er einnig sjá­an­leg í kringum við­burði á borð við Iceland Airwa­ves. Árið 2017 tók Arn­dís sýni þá daga sem hátíðin stóð yfir og nið­ur­staðan var sú að neysla kóka­íns og MDMA jókst mark­tækt á því tíma­bili.Þó að sveiflur milli helga og ann­arra daga vik­unnar megi sjá í þeim sýnum sem tekin voru í sumar er engu að síður áhuga­vert að hún er um margt ólík sveifl­unum sem fyrri rann­sóknir á skólp­inu í Reykja­vík hafa sýnt.„Það var umtals­verð aukn­ing á neyslu MDMA þá helgi sem sýnin voru tekin í sum­ar,“ segir Arn­dís en að sveiflan milli helg­ar­innar og virku dag­anna hafi þó ekki verið eins afger­andi nú og í apríl 2019.Sveifla var á magni kannabis í skólpinu milli helgar og annarra vikudaga. Mynd: PexelsNið­ur­staðan er enn for­vitni­legri þegar kemur að öðrum fíkni­efn­um. „Hvað kóka­ínið varðar er sveiflan ekki eins mikil innan vik­unnar og hún var árið 2019,“ segir Arn­dís. Hún sá aðeins um tíu pró­sent aukn­ingu milli daga í  júní sem er ekki mark­tækur mun­ur. „Þetta er allt annað mynstur en var í apríl 2019. Þá var magn kóka­íns í skólp­inu 40 pró­sent meira um helgar en aðra daga vik­unn­ar. Og það voru tölur sem við höfðum séð áður í okkar rann­sókn­um.“Hins vegar mæld­ist í sumar sveifla í notkun á kanna­bis sem ekki hefur verið til staðar í fyrri rann­sókn­um. „Yfir helg­ina í vik­unni sem sýnin voru tekin var hún 40 pró­sent meiri en aðra daga. Þetta er sveifla sem við höfum ekki séð áður. Í fyrri rann­sóknum okkar höfum við ekki verið að mæla mik­inn mun á viku­dög­unum þegar kemur að kanna­bis­notk­un­inni. Hún hefur verið stöðugri en neysla örvandi efna sem hefur gefið okkur vís­bend­ingu um að afþrey­ing­ar­neysla á kanna­bis væri ekki mik­il. En það kann að hafa breyst.“Arn­dís segir að ýmis­legt geti skýrt breytt neyslu­mynstur á fíkni­efnum í ár og að án efa leiki kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og sótt­varna­að­gerðir stóran þátt. Fram­boð á efnum kann að hafa breyst vegna far­ald­urs­ins og þá er mögu­legt að styrk­leiki þeirra hafi gert slíkt hið sama.Rann­sóknin sýnir notkun á ákveðnum efnum sem mæl­ast í skólp­inu, þ.e. magn þess­ara efna. Þannig að nið­ur­staðan getur annað hvort þýtt að hver skammtur af fíkni­efn­inu inni­haldi meira af hinu virka efni sem mælt er eða að fleiri séu að nota það nema að blanda að hvoru tveggja sé. „Þetta getum við ekki vitað út frá okkar gögnum en það er engu að síður hægt að nota þau til að bera saman tíma­bil og notkun milli landa. Þessi aðferða­fræði auð­veldar okkur allan slíkan sam­an­burð.“

Neyslan mögu­lega færst af skemmti­stöðum og í heima­húsNið­ur­staðan fæst með mæl­ingu á milli­grömmum af til­teknum efnum á dag á hverja 100 þús­und íbúa. Ýmsir þættir eru svo teknir inn í grein­ing­una, t.d. flæði vatns í gegnum hreinsi­stöðv­ar­inn­ar. Það er því tekið til­lit til þess sem Veitur hafa greint frá að heita vatns notkun á hvern íbúa hafi auk­ist um 11 pró­sent á þessu ári.Á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu voru skemmti­staðir aðeins opnir til kl. 23 og mögu­lega hefur skemmt­ana­haldið færst meira í heima­hús. Fíkni­efna­neysla er önnur í heima­húsum en á skemmti­stöð­um.Spurð hvort fækkun ferða­manna vegna far­ald­urs­ins hafi ein­hver áhrif á sam­an­burð milli ára segir Arn­dís að fræði­lega séð sé það mögu­legt en hins vegar sé ómögu­legt að taka sveiflur í fjölda ferða­manna með í reikn­ing­inn. Þeir séu eðli máls­ins sam­kvæmt mikið á ferð­inni og ekki hægt að finna með ein­földum hætti gögn um hvar þeir eru hverju sinni. Því sé í rann­sókn­inni miðað við þann fjölda fólks sem búsettur er í Reykja­vík.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent