Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi

Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.

Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Auglýsing

Um helg­ina verður byrjað að bjóða for­gangs­hópum í Moskvu, höf­uð­borg Rúss­lands, upp á að gang­ast undir bólu­setn­ingu gegn COVID-19 með rúss­neska bólu­efn­inu Spútnik V. Vla­dimír Pútín for­seti hefur fyr­ir­skipað að almennar bólu­setn­ingar á stórum skala skuli hefj­ast í Rúss­landi í næstu viku. Um tvær millj­ónir skammta eru þegar sagðir til reiðu.

For­set­inn skip­aði rík­is­stjórn­inni að hefja bólu­setn­ingar síð­asta mið­viku­dag, ein­ungis nokkrum klukku­tímum eftir fregnir bár­ust af því að Pfiz­er-­bólu­efnið hefði fengið skil­yrt mark­aðs­leyfi í Bret­landi og til stæði að hefja bólu­setn­ingu þar í næstu viku. Rúss­nesk yfir­völd gáfu leyfi til þess að hefja bólu­setn­ingar með Spútnik V strax í lok ágúst og munu um 100.000 manns þegar hafa verið bólu­sett.

En nú á að setja allt af stað. Borg­ar­stjóri Moskvu, Sergey Sobyan­in, gaf út í gær að lækn­ar, kenn­arar og starfs­menn félags­þjón­ust­unnar í borg­inni yrðu fyrstir til þess að eiga kost á bólu­setn­ingu í bólu­setn­ing­ar­mið­stöðvum sem settar yrðu upp víða um borg­ina.

Auglýsing

Full­yrt að Spútnik veiti vörn í yfir 95 pró­sent til­fella

Rúss­neska bólu­efnið er þróað af Gam­aleya-­stofn­un­inni í Moskvu, opin­berri rann­sókn­ar­stofnun í far­alds- og örveru­fræði. Segja fram­leið­end­urnir að búið sé að forp­anta yfir 1,2 millj­arða skammta af Spútnik og að áhug­inn á rúss­neska bólu­efn­inu sé mik­ill utan land­stein­anna.

Þegar er búið að flytja prufu­skammta til Ung­verja­lands (við litla kátínu Evr­ópu­sam­bands­ins), Serbíu, Ind­lands, Venes­ú­ela og Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæmanna, auk fleiri ríkja. Búið er að skrifa undir samn­inga um að bólu­efnið verði fram­leitt í stórum stíl í bæði Ind­landi og Suð­ur­-Kóreu. Hér að neðan má sjá mynd­band af flutn­ingi á skömmtum frá Rúss­landi til Ind­lands.

Þriðja stigs klínískar rann­sóknir á bólu­efn­inu standa enn yfir, en full­yrt er af hálfu fram­leið­enda að þær bráða­birgða­nið­ur­stöður sem liggi fyrir sýni fram á virkni í 95 pró­sent til­fella 42 dögum eftir fyrsta skammt og engar alvar­legar auka­verk­an­ir. Vest­rænir vís­inda­menn hafa þó lýst yfir efa­semdum um nið­ur­stöður sem voru birtar í lækna­tíma­rit­inu Lancet fyrr í ferl­inu, en fram­leið­endur bólu­efn­is­ins og rúss­nesk stjórn­völd hafa vísað því á bug sem áróð­urs­brögð­um. Vest­ur­lönd vilji grafa undan góðu og traustu bólu­efni Rússa.

Hvað sem alþjóða­póli­tík­inni líður þá eru margir innan Rúss­lands efins um bólu­efn­ið, sem byggir á eitla­veiru­tækni svip­aðri þeirri sem Astr­aZen­ica og John­son & John­son not­ast við í sinni þró­un.

Rík­is­starfs­menn upp­lifa þrýst­ing um að ger­ast til­rauna­dýr

Í ítar­legri umfjöllun Reuters-frétta­stof­unnar sem birt­ist í dag kemur fram að enn hafi bara um 20 þús­und þátt­tak­endur feng­ist í stóru þriðja stigs til­raun­ina, af þeim 40 þús­undum sem þurfi að taka þátt.

Reuters segir suma rík­is­starfs­menn hafa verið beitta þrýst­ingi um að taka þátt í rann­sókn­inni og láta bólu­setja sig. Pressan kom í sumum til­fellum frá þeirra yfir­boð­ur­um, sem höfðu fengið það verk­efni að fá ákveðið marga starfs­menn sína til þess að ger­ast sjálf­boða­lið­ar.

Frétta­menn Reuters í Moskvu fóru á stúf­ana og ræddu við þátt­tak­endur sem komnir voru á heilsu­gæslu­stöðvar til að bjóða sig fram til þátt­töku í til­raun­inni nokkra daga í októ­ber og nóv­em­ber. Alls var farið á þrettán mis­mun­andi stöðvar og rætt við 32 þátt­tak­end­ur. 

Af þeim sögð­ust 30 hafa heyrt af klínísku rann­sókn­inni í vinn­unni. Tutt­ugu og þrír sögð­ust vera á staðnum af fúsum og frjálsum vilja en níu manns sögðu að það væri ekki alfarið til­fellið. Öll voru þau starfs­menn hjá hinu opin­bera og ræddu við Reuters í trún­að­i. 

„Það er ómögu­legt að segja nei, það er bara ekki hægt,“ segir einn mið­aldra maður sem starfar sem sjúkra­flutn­inga­maður í Moskvu. Vinnu­veit­endur hans full­yrtu í svari við fyr­ir­spurn Reuters að eng­inn starfs­maður þaðan hefði verið þving­aður eða beittur þrýst­ingi til þess að ger­ast sjálf­boða­lið­i. 

Mynd: Gamaleya-stofnunin í Moskvu

Svip­aða sögu um þrýst­ing sögðu kenn­ari, tveir heil­brigð­is­starfs­menn og götu­sópari, sem Reuters ræddi við á einni heilsu­gæslu­stöð í úthverfi Moskvu. 

Spurður hvort hann hefði getað hafnað beiðni um að fara í bólu­setn­ingu svar­aði götu­sópar­inn hlæj­andi: „Nei, við vinnum fyrir hið opin­ber­a.“

Ekk­ert af þeim níu sem sögð­ust hafa mætt gegn eigin vilja end­uðu þó á að ger­ast þátt­tak­endur í til­raun­inni. Ýmist stóð­ust þau ekki læknis­próf eða þá að heil­brigð­is­starfs­fólkið sem starfar við klínísku rann­sókn­ina veitti þeim ein­hverja tylli­á­stæðu fyrir því að taka ekki þátt.

Blaða­maður mætir í sprautu

Frétta­rit­ari þýska blaðs­ins Deutche Welle í Moskvu er þó búinn að láta bólu­setja sig með Spútnik, en hann ákvað að láta slag standa og taka þátt í til­raun­inni eftir að hafa séð vini sína veikj­ast alvar­lega og þurfa að sæta langri ein­angrun eftir að hafa smit­ast af COVID-19.

Hann lýsir því í pistli á vef DW að hann hafi fengið sömu auka­verk­anir og fram­leið­endur Spútnik V hafa gefið út að eðli­legt sé að fylgi spraut­unni. Höf­uð­verk­ur, tölu­verður hiti (38,6°C) og vöðva­verkir voru á meðal ein­kenna sem blaða­mað­ur­inn fann fyr­ir. Hann seg­ist hafa glað­st, þar sem auka­verk­an­irnar þýði að hann hafi fengið bólu­efni, ekki lyf­leysu.

Auka­verk­an­irnar voru svo að mestu horfnar næsta dag. „Eftir þrjár vikur fæ ég annan skammt. Mér skilst að mótefni eigi að byrja að mynd­ast 42 dögum eftir fyrsta skammt. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvort þau muni í raun geta komið í veg fyrir COVID-19,“ skrifar frétta­rit­ar­inn í pistli sín­um, frá Moskvu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent