Til tannlæknis á Tene

Írsk stjórnvöld íhuga að hækka sektargreiðslur fyrir ónauðsynleg ferðalög út úr landinu, sem voru nýlega bönnuð. Landamæraverðir veita því athygli að margir virðast á leið til tannlæknis í sólarlöndum.

Það hefur vakið athygli hjá írskum landamæravörðum að síðan ónauðsynleg ferðalög út úr landinu voru bönnuð eru jafnvel 30-40 prósent farþega í sumum sólarlandaferðum með bókaða tannlæknatíma.
Það hefur vakið athygli hjá írskum landamæravörðum að síðan ónauðsynleg ferðalög út úr landinu voru bönnuð eru jafnvel 30-40 prósent farþega í sumum sólarlandaferðum með bókaða tannlæknatíma.
Auglýsing

Írsk stjórn­völd lok­uðu nýlega fyrir öll ónauð­syn­leg ferða­lög til og frá land­inu. Þessa dag­ana liggja sektir við því að fara til útlanda án þess að hafa í reynd nauð­syn til þess að fara. Sektin er í dag 500 evr­ur, tæpar 80 þús­und krón­ur, en stjórn­völd eru að hugsa um að fjór­falda sekt­ar­upp­hæð­ina upp í 2.000 evr­ur. 

Þetta kemur fram í umfjöllun írska rík­is­mið­ils­ins RTÉ um hertar tak­mark­anir á ferða­lög, en gripið var til þess ráðs að banna ónauð­syn­leg ferða­lög frá Írlandi í jan­ú­ar­mán­uð­i. 

Það var gert nokkru eftir að gríð­ar­lega harðar sótt­varn­ar­að­gerðir tóku gildi inn­an­lands í kjöl­far mik­illar útbreiðslu kór­ónu­veirunnar – eftir að bent var á að það skyti skökku við að meina fólki að fara í ónauð­syn­legar ferðir á milli svæða inn­an­lands á sama tíma og margir kusu að fara frá land­inu í sól­ar­landa­frí.

Auglýsing

Sam­kvæmt írsku lög­regl­unni, Gar­da, er búið að sekta um 150 manns fyrir að fara frá land­inu án nægi­legrar ástæðu, en fólk er krafið um skýr­ingar á brott­för sinni af landamæra­vörð­u­m. 

Vinnu­ferð í fjar­vinnu

Einn maður sagði landamæra­vörðum að hann væri á leið til Tenerife vegna nauð­syn­legrar vinnu­ferð­ar, en við nán­ari athugun kom í ljós að þessi ein­stak­lingur væri ein­fald­lega að vinna að heiman fyrir fyr­ir­tæki í Dyfl­inni þessa dag­ana.

Mann­inum var sagt að þetta virt­ist ekki vera nauð­syn­legt ferða­lag hjá honum – en hann fór engu að síður af stað, vit­andi að mögu­lega biði hans dágóð sekt við heim­komu.

Fram­vísa gögnum um læknis­tíma

Það má ferð­ast erlendis til þess að sækja sér lækn­is­þjón­ustu. Sam­kvæmt frétt RTÉ hafa þónokkrir Írar fram­vísað gögnum um að þeir séu að fara til læknis eða tann­læknis á Tenerife eða jafn­vel í Ist­an­búl í Tyrk­land­i. 

Þá geta landamæra­verð­irnir lítið sagt, en þó hefur það vakið athygli þeirra að í sumum flug­vélum á leið til sól­rík­ari landa eru jafn­vel 30-40 pró­sent far­þeg­anna að fara rak­leiðis til tann­lækn­is. Eða svo segja þeir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að snarlækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent