Þórólfur segir tilefni til að slaka á innanlands en ekki tímabært að „fella grímuna“

Hvenær getum við fellt grímurnar? Erum við með hörðustu aðgerðir Evrópu á landamærunum? Hvar er þessi veira, ef hún er enn í samfélaginu? Þórólfur Guðnason fór yfir mörg álitamál á upplýsingafundi dagsins.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Hertar aðgerðir á landa­mær­unum sem taka gildi á morgun munu nýt­ast vel til að meta fram­haldið af aðgerðum þar. Stefnt er að því breyta reglum í þá átt að krefja far­þega um vott­orð um nei­kvætt PCR-­próf en aðeins eina sýna­töku eftir komu. Þar með yrði sótt­kví við kom­una til lands­ins mögu­lega úr sög­unni eða stytt veru­lega.



Regl­urnar sem taka gildi á morgun fela í sér að fram­vísa þarf nei­kvæðu PCR-­prófi, sem ekki má vera eldra en 72 klukku­stunda gam­alt, ofan á tvö­földu sýna­tök­una með sótt­kví á milli. Þeir sem þegar hafa fengið COVID-19 og þeir sem hafa verið bólu­settir verða und­an­þegnir þessum skil­yrðum svo lengi sem þeir geta fært á því sönnur með vott­orð­um. Sömu­leiðis gef­ast nú heim­ildir til að skylda fólk í sótt­kví eða ein­angrun í sótt­varna­hús, m.a. þá sem grein­ast með meira smit­andi afbrigði veirunn­ar.

Auglýsing



Með þessu munu nokkrir hlutir ávinnast, sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. „Við lág­mörkum að smit ber­ist inn í íslenskt sam­fé­lag erlendis frá og getum þá varð­veitt betur þann góða árangur sem náðst hefur inn­an­lands.“



Þá mun með þessu fyr­ir­komu­lagi ávinn­ast þekk­ing á því hvort að tvö­faldrar sýna­töku er þörf þegar nei­kvæðu PCR-­prófi er fram­vís­að. „Þetta mun nýt­ast okkur vel þegar við förum að huga að frek­ari til­slök­unum á landa­mær­um.“



Sömu­leiðis munu hinar hertu aðgerðir á landa­mær­unum gefa tæki­færi til að slaka enn á aðgerðum inn­an­lands og er Þórólfur nú að móta til­lögur þar um sem ráð­herra verður skilað eftir nokkra daga.

Áfram allt í góðu inn­an­lands



 „Það gengur áfram vel hjá okkur og eng­inn greind­ist inn­an­lands í gær,“ sagði Þórólf­ur. Síð­ustu viku hafa fjórir greinst inn­an­lands og allir voru þeir í sótt­kví. Síð­asta virka smitið sem greind­ist utan sótt­kvíar var 1. febr­ú­ar. Tveir greindust á landa­mær­unum í gær og síð­ustu viku hafa þar sam­tals 15 greinst með virkt smit.



Þórólfur fór á fund­inum yfir þá umræðu sem hér hefur komið upp um að aðgerðir okkar á landa­mær­unum séu með þeim hörð­ustu sem þekkj­ast í Evr­ópu. „Sem betur fer er það ekki rétt,“ sagði hann.



Gerði hann nokkurn sam­an­burð milli landa í þessu skyni og nefndi m.a. að blátt bann við ónauð­syn­legum ferða­lögum er við­haft í níu Evr­ópu­lönd­um. Ísland er ekki þar á meðal þótt yfir­völd vari fólk ein­dregið við því að fara erlendis án þess að rík ástæða sé til.

Svona eru tak­mark­anir í Evr­ópu



21 land krefst nei­kvæðs PCR-­prófs en mis­jafnt er hversu gam­alt það má vera. Dæmi eru um það frá nálægum löndum að kraf­ist sé þess að prófið sé ekki eldra en 24 stunda en á okkar landa­mærum verður krafan sú að það sé ekki eldra en þriggja sól­ar­hringa gam­alt.



29 lönd krefj­ast þess að ferða­menn dvelji í sótt­kví af ein­hverju tagi við komu. Tíu þeirra krefj­ast þess að dvalið sé í sótt­kví í tíu daga og átta lönd krefj­ast tveggja vikna sótt­kví­ar. Hér á landi er krafan fimm dagar í sótt­kví á milli sýna­tak­anna tveggja.

Auglýsing



Þá er Ísland annað tveggja landa Evr­ópu sem und­an­skilur fólk sem fengið hefur COVID-19 frá sótt­kví og landamæra­skim­un. „Ekki er því hægt með sanni að segja að Ísland sem með hörð­ustu aðgerðir á landa­mærum í Evr­ópu nema síður sé.“



Hinar hörðu aðgerðir á landa­mærum margra Evr­ópu­landa miða að því að hægja á útbreiðslu far­ald­urs­ins. Það er þegar farið að skila árangri því far­ald­ur­inn er víða á hægu und­an­haldi.

Vissar áhyggjur af því að sagan end­ur­taki sig



„Út­litið hér á landi hvað varðar far­ald­ur­inn er bjart en það er mik­il­vægt að halda áfram að fara var­lega í öllum aflétt­ingum og gæta okkar vel í ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um.“



Þórólfur hvatti fólk með minnstu ein­kenni veik­inda að fara í sýna­töku sem væri horn­stein­inn að góðum árangri okk­ar. Hann sagð­ist ótt­ast að veiran væri enn þarna úti. „Við erum ekki búin að útrýma veirunni en hvar hún er nákvæm­lega er erfitt að segja.“



Sagð­ist hann hafa af því vissar áhyggjur að saga síð­asta sum­ars geti end­ur­tekið sig. „Við vorum ekki með nein smit en svo allt í einu bloss­aði þetta upp og við erum hrædd um að það geti gerst aft­ur.“



Hvað varðar hið marg­um­tal­aða hjarð­ó­næmi benti Þórólfur á að eng­inn viti nákvæm­lega hvenær það náist. Byrjað er að bólu­setja þjóð­ina hægt og bít­andi en dreif­ing­ar­á­ætl­anir fram­leið­enda ná aðeins út mars í augna­blik­inu. Því vill sótt­varna­læknir fara var­lega í að spá mikið um fram­haldið og hvenær meiri­hluti þjóð­ar­innar verði bólu­sett­ur.

Bólu­efna­á­ætl­anir út mars



Í lok mars gera áætl­anir ráð fyrir að búið verði að bólu­setja um 45 þús­und manns en sam­tals eru sjö­tíu ára og eldri sem og fram­línu­starfs­menn um 40 þús­und tals­ins. Næst mun svo hefj­ast bólu­setn­ing sjö­tíu ára og yngri sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og smám saman verður farið neðar í aldri.



Þórólfur var spurður um hvenær væri tíma­bært að „fella grím­urn­ar“ eins og blaða­mað­ur­inn orð­aði það.



„Sumum tekst ekki að fella grímuna en öðrum tekst það ágæt­lega,“ svar­aði Þórólfur léttur í bragð­i.  „En þetta er góð spurn­ing. Til lengri tíma lit­ið, munu lands­menn halda áfram að nota grímur og vera með tveggja metra inn­byggða í sig? Ég held að það verði með seinni skip­unum sem ég muni koma með þau til­mæli að fólk felli grímuna. Það er ýmis­legt sem hægt verður að gera áður.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent