„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“

Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.

Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
Auglýsing

„Það er óheið­ar­legt af ráða­mönnum að halda því fram að stjórn­ar­skrár­breyt­ingar þurfi að gera í víð­tækri sátt en láta svo eins og sú sátt eigi ein­ungis við um þá sjálfa og umsvifa­mikla aðila. Er sátt útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna mik­il­væg­ari en sátt yfir­gnæf­andi meiri­hluta þjóð­ar­inn­ar? Hvað með alla þá kjós­endur sem veittu til­lögum Stjórn­laga­ráðs braut­ar­gengi haustið 2012? Hvað með þá 43.423 borg­ara sem kröfð­ust lög­fest­ingar nýju stjórn­ar­skrár­innar 8 árum síð­ar? Hvað með þann meiri­hluta lands­manna sem ítrekað hefur lýst stuðn­ingi við nýja stjórn­ar­skrá í skoð­ana­könn­un­um?“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögum Stjórn­ar­skrár­fé­lags Íslands um frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá sem nú er til með­ferðar þings­ins. Katrín mælti fyrir frum­varp­inu í byrjun febr­ú­ar. Sam­­kvæmt frum­varp­inu munu nokkur atriði stjórn­­­ar­­skrár­innar taka breyt­ing­um, verði það sam­­þykkt. Þar er um að ræða atriði sem fjalla um for­­seta Íslands, rík­­is­­stjórn­­ir, verk­efni fram­­kvæmd­­ar­­valds, umhverf­is­vernd, auð­lindir í nátt­úru Íslands og íslensk tunga.

Neita að gefa efn­is­lega umsögn um frum­varpið

Stjórn­ar­skrár­fé­lagið berst fyrir því að þær stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem sam­þykktar voru sem grunnur að nýrri stjórn­ar­skrá í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í októ­ber 2012, verði teknar aftur upp og það ferli verði klárað. 

Auglýsing
Um var að ræða alls sex spurn­ingar en sú fyrsta var hvort við­kom­andi vildi að til­­­­lögur stjórn­­­­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­­­­­­­ar­­­­skrá. Alls sögðu 64,2 pró­­­­sent þeirra sem greiddu atkvæði já við þeirri spurn­ingu. Kjör­­­­sókn var 49 pró­­­­sent. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþingis tók frum­varpið svo til með­ferð­ar, gerði á því breyt­ingar og lagði fram á þing­inu. Þar tókst ekki að koma því í gegn fyrir kosn­ing­arnar 2013 og þannig hafa mál staðið síðan þá. Katrín Jakobsdóttir mælti fyrir frumvarpi sínu um stjórnarskrárbreytingar fyrr í þessum mánuði. Mynd: Bára Huld Beck

Í umsögn sinni segir félagið að sú víð­tæka sátt sem birt­ist í ofan­greindri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sé sú sátt sem skipti máli í breyt­inga­ferli stjórn­ar­skrár­inn­ar. „Ósætti meðal stjórn­mála­flokka má ekki standa lengur í vegi fyrir því að lýð­ræð­is­legur vilji lands­manna nái fram að ganga. Með frum­varpi þessu er lagt til auð­linda­á­kvæði sem engu breytir um það hvernig þjóðin er hlunn­farin við auð­linda­nýt­ingu í sjáv­ar­út­vegi en stjórn­ar­skrár­bindur það órétt­læti sem ríkt hefur í ára­tugi. Óásætt­an­legt er að gengið skuli með svo afger­andi hætti gegn marg­stað­festum vilja meiri­hluta þjóð­ar­innar um að arð­ur­inn af sam­eig­in­legum auð­lindum renni að meg­in­stofni til í okkar sam­eig­in­legu sjóði en ekki í hendur örfárra útvaldra.“ 

Í umsögn­inni, sem skrifuð er af Katrínu Odds­dótt­ur, for­manni Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins, segir að for­maður og allir þing­menn Vinstri grænna hefðu lýst því yfir í aðdrag­anda síð­ustu alþing­is­kosn­inga að þeir teldu að þing­mönnum bæri sið­ferð­is­leg og póli­tísk skylda til að virða nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem Alþingi boðar til. „Stjórn­ar­skrár­fé­lagið telur að útskýra þurfi ástæður þess að for­maður flokks­ins gangi svo aug­ljós­lega á bak orða sinna og hvetur þing­menn til að standa við yfir­lýs­ingar sín­ar[...]Um­rætt frum­varp gengur þvert gegn nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og er alvar­leg aðför að grund­vall­ar­stoðum lýð­ræðis og full­veldi íslensku þjóð­ar­inn­ar.“

Af þessum sökum sér  Stjórn­ar­skrár­fé­lagið ekki ástæðu til að gefa efn­is­lega umsögn um frum­varp­ið.

Segja til­lögur for­sæt­is­ráð­herra mun lak­ari fyrir hag almenn­ings

Í nið­ur­lagi umsagn­ar­innar segir þó að því skuli haldið til haga að efn­is­lega séu til­lögur for­sæt­is­ráð­herra mun lak­ari fyrir hag almenn­ings en sam­svar­andi greinar í frum­varpi Stjórn­laga­ráðs. „Það frum­varp felur í sér djúp­stæða mála­miðlun þar sem 25 ein­stak­lingar með ólíkar skoð­anir og bak­grunn komu sér ein­róma saman um nýja stjórn­ar­skrá sem almenn­ingur tók virkan þátt í að móta. Það er stjórn­ar­skrár­frum­varpið sem þjóðin hefur sagt að skuli vera grund­völlur nýrrar stjórn­ar­skrár Íslands. Frá­leitt er að leggja fram frum­varp til stjórn­ar­skrár­breyt­inga sem hunsar skýran vilja stjórn­ar­skrár­gjafans. Sá vilji hefur aðeins styrkst frá því hann kom fyrst fram í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 2012. Ljóst er að traust á Alþingi verður ekki end­ur­reist fyrr en þessi grund­vall­ar­stofnun þjóð­ar­innar virðir vilja stjórn­ar­skrár­gjafans í verki.“ 

Í ljósi þessa krefst Stjórn­ar­skrár­fé­lagið þess að Alþingi lög­festi nýju stjórn­ar­skrána, frum­varp Stjórn­laga­ráðs. Í fyrra­haust lögðu alls 17 þing­menn Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Flokks fólks­ins fram eigið frum­varp til stjórn­skip­un­ar­laga á Alþingi sem byggir á til­lögum stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrá, en með þeim breyt­ingum sem stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd gerði á því 2013. Það frum­varp bíður nú afgreiðslu hjá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd.

Til vara fer Stjórn­ar­skrár­fé­lagið fram á að ein­ungis verði mælt fyrir nýju breyt­ing­ar­á­kvæði við gild­andi stjórn­ar­skrá sem tryggja myndi stöðu þjóð­ar­innar sem stjórn­ar­skrár­gjafa. Sömu 17 þing­menn og minnst var á hér að ofan hafa þegar lagt fram breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp Katrínar Jak­obs­dóttur þess efn­is, en í henni felst að að bæta nýrri grein við  stjórn­­­ar­­skránna þess efn­­is. Í grein­inni á enn fremur að segja að þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslan eigi að „fara fram í fyrsta lagi sex mán­uðum og í síð­­asta lagi níu mán­uðum eftir sam­­þykkt frum­varps­ins á Alþingi. Sé frum­varpið sam­­þykkt með meiri hluta greiddra atkvæða í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsl­unni skal það stað­­fest af for­­seta lýð­veld­is­ins innan tveggja vikna og er þá gild stjórn­­­ar­­skip­un­­ar­lög.“

Til þraut­ar­vara vill Stjórn­ar­skrár­fé­lagið að fram fari þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á gild­andi stjórn­ar­skrá sam­hliða kom­andi alþing­is­kosn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent