53 innanlandssmit á 12 dögum

Um helgina greindust tíu með virkt smit innanlands og af þeim voru þrír utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir það valda áhyggjum af þrjár tegundir veirunnar sem greinst hafi innanlands hafi ekki greinst á landamærunum.

Kórónuveiran Mynd: Shutterstock
Auglýsing

Á síðastliðnum tólf dögum hafa 53 greinst með COVID-19 innanlands. Af þeim voru tíu utan sóttkvíar við greiningu. Á sama tíma hafa 38 virk smit greinst á landamærunum, 23 í fyrri skimun og fimmtán í þeirri seinni.

Á landinu eru nú 108 manns í einangrun, þ.e. með virkt smit af kórónuveirunni. Langflestir eða 82 eru á höfuðborgarsvæðinu. 1.337 eru í sóttkví á landinu og um 95 prósent þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu.

Í gær greindust fjögur innanlandssmit og voru tveir utan sóttkvíar við greiningu. Samtals greindust tíu með veiruna um helgina og þrír voru utan sóttkvíar.

Þrjár tegundir af hinu svokallaða breska afbrigði veirunnar sem greinst hafa innanlands hafa ekki greinst í skimunum á landamærum. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sérstakt áhyggjuefni því þetta þýði að veiran er að „leka í gegnum landamærin“.

Auglýsing

Í viðtali á Bylgjunni í morgun sagði hann ljóst að veiran hefði „mallað“ undir niðri í samfélaginu en að margir hafi síðustu daga verið settir í sóttkví og mörg sýni tekin þannig að hann vonar að smitum muni áfram fara fækkandi.

Hertar samkomutakmarkanir með tíu manna fjöldatakmörkunum tóku gildi i síðustu viku og verða í gildi til 15. apríl að óbreyttu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent