Alls 80 nemendur og fjórir kennarar Laugarnesskóla eru í sóttkví vegna mögulegrar útsetningar fyrir smiti í skólanum í síðustu viku.
Gert er ráð fyrir því að sóttkvíin standi í dag og á morgun og að allir sem um ræðir verði boðaðir í sýnatöku á morgun, þriðjudag.
Þetta kemur fram í orðsendingu til allra foreldra og forráðamanna barna við skólann í morgun. Þar segir enn fremur að vonir standi til að skólahald verði aftur komið í eðlilegt horf á miðvikudaginn.
Smit í súrálsskipi við Reyðarfjörð
Í gærkvöldi var greint frá því að tíu af nítján skipverjum á súrálsskipi sem kom til Reyðarfjarðar og lagði að Mjóeyrarhöfn væru með COVID-19.
Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi.
Læknisfræðilegt eftirlit með skipverjunum verður unnið samkvæmt fyrirliggjandi vinnureglum þar um af COVID-deild Landspítala og HSA. Sýnataka og allt annað tengt þessu hefur samkvæmt tilkynningunni gengið vel og aðgerðastjórn telur ekki hættu á að smitið dreifi sér.
Hinir smituðu eru allir í einangrun um borð og aðrir í sóttkví. Hefur svo verið frá komu skipsins til hafnar.