Alls konar svindl

Birgir Birgisson gerir kosningaloforð og hjólreiðar að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein.

Auglýsing

„Kosn­inga­svindl” er af mörgum og mis­mun­andi gerð­um. Sú gerð sem flestir eiga við þegar orðið er not­að, er ein­hvers konar svindl með fjölda atkvæða, hvort sem það er í þeim til­gangi að ýkja fjölda greiddra atkvæða til ákveð­ins fram­boðs eða til að draga úr fjöld­anum til ann­arra fram­boða á ein­hvern hátt. Athæfið er sem betur fer refsi­vert í flestum lýð­ræð­is­ríkjum og jafn­vel litið horn­auga ann­ars staðar í heim­in­um.

Sú teg­und kosn­inga­svindls sem er algeng­ust hér á landi er hins vegar ein­hvers konar ímynd­ar­brengl­un. Áhrifa­valdar í póli­tík setja gjarna upp Instagram brosið skömmu fyrir kosn­ingar og sýna af sér ýmsar gerðir af kost­aðri góð­mennsku í örfáar vik­ur, til að pússa mis­dæld­aða ímynd­ina. Þetta er eitt­hvað sem flestir kjós­endur búast við. Sæmi­lega skyn­samt fólk sér í gegnum þannig skraut­fjaðr­ir, sem eru oft bara hluti af „spil­in­u”. En þegar fram­boðin skreyta sig svo með hinum og þessum fjöðrum og verð­launum sem þau hafa lítið gert til að verð­skulda, er það auð­vitað ekk­ert annað en „kosn­inga­svind­l”. Þá er vís­vit­andi verið að reyna að slá ryki í augu fólks og blekkja það.

Auglýsing

Nú er til dæmis í tísku meðal ýmissa fram­boða að lýsa yfir stuðn­ingi við hjól­reiðar sem þann umhverf­is­væna, hent­uga og vin­sæla far­ar­máta sem þær sann­an­lega eru, a.m.k. víð­ast hvar í þétt­býli. Lík­lega af því að áhugi fólks á hjól­reiðum hefur almennt farið ört vax­andi und­an­farin ár, raunar svo ört og víða að varla sést lengur ein ein­asta aug­lýs­ing frá trygg­inga­fé­lagi eða banka, nema ein­hvers staðar glitti í skín­andi nýtt og fal­legt reið­hjól og bros­andi and­lit með lit­ríkan hjálm. Hjól­reiðar eru „hipp og kúl”, a.m.k. enn um stund.

Oft er í fram­boðs­ræðum vísað til þess að fram­boðið hafi stutt inn­viða­upp­bygg­ingu og gjarna nefndar háar upp­hæðir og útgjöld til fram­kvæmda þessuí til stuðn­ings. Einnig er frekar vin­sælt að vísa í ófram­kvæmda óska­lista yfir alls konar góða hluti sem tengj­ast hjól­reið­um, en fæstir hafa raun­veru­lega trú á að verði að veru­leika og enn færri ætla sér að gera eitt­hvað með. Þetta er auð­vitað ekk­ert annað en „kosn­inga­svind­l”, að lofa ein­hverju stór­kost­legu, sem stundum eru jafn­vel hlutir sem eng­inn bað um eða hefur neitt raun­veru­legt gagn af. Bara til að geta talað um fram­kvæmda­kostn­að­inn sem ein­hvers konar jákvæðan mæli­kvarða á eigin dugn­að.

Ekki bara bik

Þegar rætt er um hjól­reiðar sem sam­göngu­máta er mik­il­vægt að átta sig á því að málið snýst ekki ein­göngu um ákveð­inn fjölda millj­óna eða mal­bik­stonna á ári. Það er nefni­lega ekki nóg að rúlla út mal­bik­inu og hvetja fólk til að nota reið­hjólin meira, ef það er svo ekk­ert annað gert til að styðja þann sam­göngu­máta.

Ef ein­hver ætlar að treysta á reið­hjól sem sinn ferða­máta, þarf við­kom­andi að geta treyst því að hjólið hverfi ekki á meðan skot­ist er inn í verslun eða vinnu­dag­ur­inn klár­að­ur. Sveit­ar­fé­lög geta gert ýmis­legt til að draga úr hjól­reiða­þjófn­uð­um, sér­stak­lega þegar afkasta­mestu hjóla­þjófarnir eru skjól­stæð­ingar sveit­ar­fé­lag­anna. En þau velja ein­fald­lega að gera það ekki.

Það er ekki nema 1 ár síðan þáver­andi for­maður skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur­borgar til­kynnti um stofnun starfs­hóps sem átti að taka málið fyrir og kanna leiðir til að draga úr hjól­reiða­þjófn­aði innan höf­uð­borg­ar­inn­ar, enda var sú ráð­stöfun hluti af sam­þykktri Reið­hjóla­á­ætlun Reykja­vík­ur­borgar fyrir árin 2021-2025. En síðan hefur ekk­ert til hóps­ins spurst. Enda ekki komið árið 2025 enn­þá.

Þeir sem best þekkja til um hvar stolin hjól er helst að finna, hafa fyrir löngu kort­lagt þessa staði og þannig þegar bjargað verð­mætum fyrir marga tugi ef ekki hund­ruð millj­óna. Samt mæta gestir gisti­skýl­anna þangað nán­ast dag­lega á reið­hjólum sem kosta meira en með­al­tals­mán­að­ar­laun, án þess að starfs­fólkið geri nokkuð í mál­inu. Hjól­reiða­þjófn­aður er þannig orð­inn að sam­þykktri leið fyrir ógæfu­fólk að verða sér úti um verð­mæti fyrir næsta neyslu­skammti. Kirfi­lega nið­ur­greitt af trygg­inga­fé­lög­um, sem virð­ast bara nokkuð sátt við fyr­ir­komu­lag­ið.

Trygg­inga­fé­lög nota eins og áður sagði gjarna reið­hjól í aug­lýs­ingum sín­um, þetta skýra merki um heil­brigðan lísfs­stíl og jákvætt við­horf. En það skýtur svo­lítið skökku við, að þessum sömu trygg­inga­fé­lögum er vel kunn­ugt um að stolnu hjólin sem þau greiða him­in­háar bætur fyr­ir, eru notuð sem ódýr skipti­mynt í fíkni­efna­við­skipt­um. Hjól sem í raun kosta mörg hund­ruð þús­und eru oft notuð af skjól­stæð­ingum ýmiss konar úrræða til að ná sér í næsta skammt sem met­inn er á innan við 1% af verð­mæti hjóls­ins. Hvers vegna skyldu nú trygg­inga­fé­lögin vera sátt við þetta fyr­ir­komu­lag og ekki gera meira til að koma í veg fyrir þannig óbeina nið­ur­greiðslu ólög­legra fíkni­efna? Gæti það verið af því kostn­að­inum er velt beint yfir á við­skipta­vin­ina, lög­hlýðn­ari borg­ara sam­fé­lags­ins, fólk sem er jafn­vel „skatt­greið­end­ur”?

Hug­takið „skatt­greið­end­ur” hefur stundum verið lög­reglu­fólki hug­fast og er þá vænt­an­lega notað til að aðgreina þá sem verð­skulda bestu mögu­legu þjón­ustu lög­gæsl­unnar frá þeim sem hafa verð­skuldað sín vand­ræði. Svo virð­ist sem hjól­reiða­fólk falli oftar en ekki í seinni hóp­inn því þrátt fyrir að flest reið­hjól bæði hverfi og finn­ist í næsta nágrenni við stærstu lög­reglu­stöð borg­ar­inn­ar, heyrir það til und­an­tekn­inga að lög­regla sé fáan­leg til að heim­sækja þjóf­ana. Jafn­vel þegar búið er að sýna með óyggj­andi hætti að þeir séu með þýfið á heim­ili sínu, örfáum metrum frá aðal­inn­gangi lög­reglu­stöðv­ar­inn­ar. Það gerir lítið fyrir örygg­is­til­finn­ingu hjól­reiða­fólks að mæta slíku við­horfi og for­gangs­röð­un.

Með­al­-Jón og Sér­a-Jón

Aukið öryggi hjól­reiða­fólks hefur oft komið upp í almennri umræðu á und­an­förnum árum. Þar hefur farið mest fyrir því að margt fólk, og þá gjarna þeir sem aldrei stíga upp á reið­hjól, vilja leggja þá skyldu á hjól­reiða­fólk að bera hjálma. Þetta gerir fólk í þeirri trú að skortur á hjálm­notkun sé vanda­mál, jafn­vel þó þær fáu mæl­ingar sem til eru á hjálm­notkun bendi til þess að hún sé vel yfir 90%. Það hefur reyndar verið á verk­efna­lista Sam­göngu­stofu í rúm 2 ár að gera athugun á þessu, en þar á bæ hefur fólk bara ekki haft tíma til þess. Eða eitt­hvað.

Það er svo­lítið und­ar­legt að á sama tíma og þessi umræða á sér stað, þeysir fullt af hjálm­lausu fólki um borg­ar­landið á raf­knúnum hlaupa­hjól­um, jafn­vel í mis­-ann­ar­legu ástandi. Og skilur svo far­ar­tækin gjarna eftir á miðjum hjóla­stígum þar sem dæmi eru um að þau hafa valdið alvar­legum slys­um. Og það virð­ist ekk­ert vera hægt að gera til að sporna við þessu hvim­leiða fyr­ir­bæri. A.m.k. hefur ekk­ert sveit­ar­fé­lag séð neina ástæðu til að setja útleigj­endum neinar skorður eða höml­ur, hvað þá að gera not­endur þjón­ust­unnar ábyrga fyrir því hvernig þeir skilja við tæk­in. Enda eru not­endur slíkrar þjón­ustu fjöl­margir og það myndi senni­lega kosta ein­hver atkvæði að láta sér annt um öryggi hjól­reiða­fólks á þennan hátt.

Þeir eru því miður mun færri sem láta sig það nokkru varða að á hverjum degi er fjöl­mörgu hjól­reiða­fólki stefnt í hættu af öku­mönnum sem kunna ekki grund­vall­ar­reglur í sam­spili akandi og hjólandi umferð­ar. Nú er það auð­vitað ekki á færi sveit­ar­fé­laga að sekta öku­menn eða sjá um öku­kennslu. En þeir sem ætla raun­veru­lega að vinna að því að hvetja fólk til að stunda hjól­reið­ar, verða að sýna því ein­hvern áhuga að það sé hægt án þess að hjólandi fólk þurfi dag­lega að vera í lífs­hættu. Þó upp­bygg­ing aðskil­inna hjóla­stíga hafi gengið ágæt­lega und­an­farið og fram­kvæmda­á­ætl­anir inni­haldi enn fleiri kíló­metra á kom­andi árum, er allt of mikið um hjóla­stíga sem enda í engu og fólk neyð­ist til að velja á milli gang­stéttar eða götu. Þeir sem velja göt­una eru oftar en ekki með lífið í lúk­unum alla leið.

Lok, lok og læs

Og þar komum við að öðrum þætti, sem er á ábyrgð sveit­ar­fé­laga. Oftar en ekki fá verk­takar sem stunda hús­bygg­ingar að loka leiðum gang­andi og hjólandi umferðar án þess að vísa á hjá­leiðir á meðan á fram­kvæmdum stend­ur. Oftar en ekki nota þessir sömu aðilar nálæg­asta hjóla­stíg sem bíla­stæði eða hrá­efnala­ger, oft­ast án leyf­is. Og það er ákaf­lega sjald­gæft að sveit­ar­fé­lög þori að skamma verk­taka fyrir þennan yfir­gang. A.m.k. hafa slíkar fram­kvæmdir lokað bæði Lækj­ar­götu, Hverf­is­götu og enn víðar í mið­bæn­um, jafn­vel um margra mán­aða skeið, án þess að það hafi haft nokkrar afleið­ing­ar. Það er ekki til þess fallið að hvetja fólk til hjól­reiða, ef það kemst ekki leiðar sinnar af því verk­takar „þurfa” að nota hjóla­stíg­ana til að leggja skurð­gröf­unum sín­um.

Nú þegar sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ætla að vinna saman að Sam­göngusátt­mál­anum og þannig tryggja að þær fram­kvæmdir sem ráð­ist verður í á næstu árum séu sam­stilltar og skili sem bestum árangri fyrir sem flesta, væri ekki úr vegi að þau not­uðu tæki­færið og þrýstu á um úrbætur á þeim vegum og svæðum sem Vega­gerðin sér um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þá sér­stak­lega við teng­ing­arnar til og frá borg­inni. Fjöl­margir vegir í nágrenni höf­uð­borg­ar­innar væru vel til þess fallnir að leiða hjól­reiða­fólk út úr þétt­býl­inu til að stunda sínar æfingar og hreyf­ingu, ef þeim væri bara sinnt örlítið bet­ur. Það tekur ekki langan tíma og kostar ekki mikið að sópa vegaxlir svo hjól­reiða­fólk geti notað þær, frekar en þurfa að nýta sjálfa akbraut­ina með til­heyr­andi hættu og töfum fyrir aðra umferð. Nema mal­bikið sé hrein­lega ónýtt á veg­öxl­inni, eins og það hefur reyndar verið í mörg ár bæði á Suð­ur­lands­vegi og Reykja­nes­braut. Á vest­ur­lands­vegi er það ekki ónýtt, enda hefur aldrei verið not­hæfum veg­öxlum til að dreifa í þá átt.

En það lítur ekki út fyrir að margir fram­hjóð­endur ætli að gera neitt af þessum fjöl­mörgu atriðum að heitum kosn­inga­mál­um. Það er svo miklu auð­veld­ara að leggja bara á minnið árlegan fjölda mal­bik­stonna eða millj­óna sem síð­asti hjóla­stígur kost­aði.

Og pússa þannig ímynd­ina aðeins fastar og ákaf­ar. Með bara smá­vegis „svind­li”.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar