Átök hafa sett svip sinn á árið 2014 á erlendri grund. Gríðarlega harkaleg átök hófust í austurhluta Úkraínu eftir mikil mótmæli þar í landi í lok árs 2013. Átök Palestínumann og Ísraela héldu áfram þegar Ísraelsher hóf 50 daga linnulausar árásir á Gasa-svæðið. Þá náðu hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki miklum landsvæðum í norðurhluta Írak og Sýrlandi.
Í Afríku breiddist ebola-smitsóttin hratt út vegna lélegra innviða þar. Það var ekki fyrr en að ótti sló vesturlönd sem virkilegt átak var gert til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá árinu 2014.
Janúar

Febrúar

Á meðan Rússar héldu ólympíuleika urðu átökin í Úkraínu harkalegri. Þann 26. febrúar innlimuðu Rússar Krímskaga frá Úkraínu sem varð til þess að Vesturlönd hófu að beita Rússum harkalegri viðskiptaþvingunum. Um mánaðarmót febrúar og mars lögðu uppreisnarmenn hliðhollir Rússum undir sig stór landsvæði í Donetsk-héraði í austurhluta Úkraínu.
Mars

Apríl

Maí

Nígerísku hryðjuverkasamtökin Boko Haram (ísl. Vestræn menning er syndsamleg) rændu 276 stúlkum úr skóla í apríl og maí. Var óttast að stúlkurnar væru látnar. Bandaríkjamenn hafa sendu sérstakan leitarhóp til Nígeríu til að hafa upp á stúlkunum. Einhverjar stúlnanna sluppu úr haldi en enn er óljóst um afdrif 219 stúlkna. Mannránið vakti að vonum mikla reiði í Nígeríu og voru haldnir fjölmennir útifundir þar sem nígerísk stjórnvöld voru gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi.
Júní

Þessari mynd, ásamt fjölda annarra, var dreift á vefnum í júní og sýndu þær allar fjöldaaftökur Hins íslamska ríkis Íraks og Austurlanda nær (ISIS) á öryggisvörðum í Írak. ISIS lagði undir sig stór landsvæði í Írak og Sýrlandi um mitt árið en markmið samtakanna er að leggja undir sig löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Til þess hafa þau beitt grimmilegum árásum á óbreytta borgara, ekki síst konur og börn.
Palestínskir lögreglumenn drógu fram skildi til að verjast samlöndum sínum sem mótmæltu á götum Ramallah á Vesturbakkanum. Lögreglan þar hafði slegist í lið með Ísraelum sem leituðu þriggja ísraelskra ungmenna sem hurfu sporlaust í fjallgöngu fyrr í júní. Lík ungmennana fundust 30. júní og voru tveir Hamas-liðar grunaðir um morðin. Þessi atburður var liður stigvaxandi hörku milli Ísrael og Palestínu í sumar, auk þess sem að palestínskir skæruliðar skutu æ fleiri flugskeitum yfir landamærin til Ísrael. Ísraelar svöruðu svo í júlí með því að hefja flugskeytaárásir úr lofti á Gasa-ströndina.
Júlí

Átökin í Úkraínu voru færð á annað stig þegar uppreisnarmenn hliðhollir Rússum skutu niður farþegaþotu Malaysia Airlines 17. júlí. Strax í kjölfarið fóru báðir aðilar átakanna að benda fingrum á hvorn annan. Niðurstaðna hollenskra rannsóknaraðlila er að vænta í ágúst á næsta ári en frumgögn sem sett hafa verið fram af bandaríska hernum benda til þess að skotið hafi verið af jörðu niðri frá rússneskum skotpalli. Þotan hafði verið á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur og allir 298 farþegarnir fórust.
Lofárásir Ísraelsmanna á Gasa-svæðið hófust í júlí með miklu mannfalli og stóðu í 50 daga (8. júlí til 26. ágúst). Flugskeytin, sem ísraelski herinn sagði miðuð að Hamas-samtökunum, féllu á þéttar íbúðabyggðir á Gasa með þeim afleiðingum að rúmlega 2.000 palestínumenn féllu í stríðinu, 513 af þeim börn. 66 ísraelskir hermenn féllu auk eins ísraelsks borgara. Bæði Ísraelar og Palestínumenn segjast hafa unnið stríðið, sem var þó aðeins síðasta lota átaka þjóðanna.
Ágúst

„Þú ert bara barn; hefur ekki glóru um hvað þú ert að tala um.“ Gamanleikarinn Robin Williams lést 11. ágúst. Yfirvöld í Kaliforníu segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi eftir að hafa glímt lengi við eiturlyfjafíkn og þunglyndi. Williams var þekktur fyrir æðisgengna framgöngu og orkumikla túlkun á persónum sínum. Hann hlaut þó einu Óskarsverðlaun sín fyrir heldur jarðbundnara hlutverk, þegar hann lék sálfræðinginn í Good Will Hunting. Hér má sjá Robin Williams í essinu sínu í bandaríska gamanþættinum Who's line is it anyway?
September

Skotar kusu um sjálfstæði frá Bretum í þjóðaratkvæðagreiðslu í september. Fyrsti ráðherra skota og formaður skoska þjóðarflokksins, Alex Salmond, leiddi kosningabáráttu já-liða og brá á leik rétt fyrir kosningarnar. Svo fór að Skotar höfnuðu sjálfstæði með 55,3 prósent atkvæða. Breska stjórninn hafði fyrir kosningarnar lofað Skotum auknu sjálfræði ef þeir myndu hafna sjálfstæði.
Október

Nóvember

Enn er borgarastyrjöld í Sýrlandi sem hefur nú staðið í tæp fjögur ár. Meira en 6,5 milljónir Sýrlendinga er nú á flótta undan átökunum sem beinast ekki síst gegn óbreyttum borgurum. Um þrjár milljónir Sýrlendinga hafa komist til nágrannalanda og eru skilgreindir sem flóttamenn. Þessi drengur hlaut læknisaðstoð í sjúkraskýli í smábænum Douma rétt utan við Damaskus.
Desember
