Áslaug Arna: Eigum að einblína á þá sem eru í mestu neyðinni

Dómsmálaráðherra segir að Ísland sé framarlega meðal þjóða þegar kemur að því að láta hælisleitendakerfið virka vel. „Ef við ætlum að gera betur fyrir þennan viðkvæma hóp sem þar er þá eigum við líka að einblína á þá sem eru í mestu neyðinni.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra segir að Ísland sé fram­ar­lega meðal þjóða þegar kemur að því að láta hæl­is­leit­enda­kerfið virka vel. Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Olga Mar­grét Cilia vara­þing­maður Pírata spurði hana hvort ekki væri kom­inn tími til að stjórn­völd létu „af ómann­úð­legri end­ur­send­inga­stefnu sinn­i“.

Ráð­herr­ann sagði að Íslend­ingar hefðu tekið á móti fleirum hlut­falls­lega en nágranna­löndin í fyrra og að fleiri umsóknir bær­ust hlut­falls­lega en til landa í kringum okk­ur. „Við höfum líka náð máls­með­ferð­ar­tím­anum niður sem hefur verið vandi síð­ustu ár þar sem fólk hefur beðið allt of lengi eftir nið­ur­stöðu sinna mála. Ekk­ert mál er nú hjá Útlend­inga­stofnun eldra en 110 daga gam­alt,“ sagði ráð­herr­ann.

Bætti hún því við að gríð­ar­lega stór hópur í heim­inum væri í neyð „og þeir aðilar sem hafa fengið vernd í öðru Evr­ópu­ríki, sem við eigum í sam­starfi við um þennan mála­flokk, eru ein­fald­lega ekki í sömu neyð, eru í minni neyð en 90 pró­sent af þeim sem eru á flótta. Ef við ætlum að gera betur fyrir þennan við­kvæma hóp sem þar er þá eigum við líka að ein­blína á þá sem eru í mestu neyð­inni og ættu erfitt með að kom­ast hingað sjálf­ir.“

Auglýsing

Ættu að vera full­með­vituð um að hæl­is­leit­enda­kerfið í Grikk­landi væri hrunið

Olga Mar­grét hóf fyr­ir­spurn sína á því að segja að rík­is­stjórn Íslands, með dóms­mála­ráðu­neytið og Útlend­inga­stofnun í for­svari, héldi áfram að senda umsækj­endur um alþjóð­lega vernd aftur til Grikk­lands þrátt fyrir að íslensk stjórn­völd ættu að vera full­með­vituð um að hæl­is­leit­enda­kerfið í Grikk­landi væri fyrir löngu hrun­ið.

Vís­aði hún í til­kynn­ingu frá Rauða kross­inum sem birt­ist fyrir tveimur vikum en í henni sagði að Rauði kross­inn á Íslandi ítrek­aði þá afstöðu sína að fyr­ir­hug­aðar end­ur­send­ingar flótta­fólks til Grikk­lands væru ekki for­svar­an­legar við núver­andi aðstæð­ur.

„Öllu þessu hefur Rauði kross­inn marg­sinnis komið á fram­færi við Útlend­inga­stofn­un, kæru­nefnd útlend­inga­mála og dóms­mála­ráð­herra, sem og í opin­berri umræð­u,“ sagði þing­mað­ur­inn og vís­aði enn fremur í orð yfir­manns flótta­manna­hjálpar í Evr­ópu hjá UNICEF en hann sagði að nú væri tími til kom­inn að Evr­ópa sýndi Grikk­landi og Tyrk­landi sam­stöðu. Þessar þjóðir hefðu tekið móti mjög stórum hópum barna og fjöl­skyldna en ekk­ert eitt ríki næði utan um þetta verk­efni óstutt.

Olga Margrét Cilia á þingi í dag Mynd: Skjáskot/Alþingi

„Hvernig rétt­lætir ráð­herra það að senda tíu ein­stak­linga á göt­una?“

Olga Mar­grét vék máli sínu að fréttum vik­unnar þess efnis að vísa ætti tíu umsækj­endum um alþjóð­lega vernd úr landi. „Þeir voru sviptir fram­færslu og fengu hálf­tíma til að taka saman föggur sínar og fara úr húsi. Þeir voru settir á göt­una á Íslandi í boði íslenskra stjórn­valda, tíu ein­stak­lingar sem stjórn­völd telja að séu best geymdir við erf­iðar og ómann­úð­legar aðstæður í Grikk­land­i.“

Vitn­aði hún í frétt Kjarn­ans þar sem Palest­ínu­maður sagði að þeir vildu frekar deyja á göt­unni á Íslandi en að fara aftur til Grikk­lands. Þá vís­aði hún einnig í orð for­svars­manna Útlend­inga­stofn­unar að aðgerð­irnar sam­ræmd­ust lögum og reglum og að þær væru ekki án for­dæma.

„Nei, það er ekki án for­dæma að íslensk stjórn­völd ger­ist sek um að senda fólk í við­kvæmri stöðu ítrekað til Grikk­lands af því að þau eru búin að ákveða að nota ein­hverja túlkun á hug­tak­inu „ör­uggt ríki“ sér í hag,“ sagði hún.

Spurði Olga Mar­grét hvort ekki væri kom­inn tími til að stjórn­völd létu af ómann­úð­legri end­ur­send­inga­stefnu sinni. „Er ekki kom­inn tími til að hlusta á mann­úð­ar­sam­tök og hætta end­ur­send­ingum til Grikk­lands? Hvernig rétt­lætir ráð­herra það að senda tíu ein­stak­linga á göt­una? Hvernig getur það stað­ist lög og hvernig getur það talist mann­úð­leg­t?“

Segir flótta­manna­kerfið neyð­ar­kerfi – ætlað fyrir fólk sem ótt­ast um líf sitt og frelsi

Dóms­mála­ráð­herra svar­aði og sagði að íslensk stjórn­völd hefðu ekki sent neinn í hæl­is­kerfið á Grikk­landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar síðan árið 2010 og að ein­ungis hefðu verið sendir ein­stak­lingar sem hlotið hafa alþjóð­lega vernd í Grikk­landi.

„Öll mál eru samt sem áður skoðuð á ein­stak­lings­bundnum grund­velli. Frá því í febr­úar á síð­asta ári hefur heldur eng­inn verið fluttur til Grikk­lands en nokkur hópur nú bíður flutn­ings til Grikk­lands, allt stakir karl­menn sem eru með vernd í Grikk­landi og nokkrir ein­stak­lingar hafa fengið synjun og hafa farið sjálf­vilj­ugir aftur til Grikk­lands. Við búum í rétt­ar­ríki og í því felst að við verðum öll að virða lag­ara­mmann sem Alþingi hefur sam­þykkt og við þing­menn komið okkur saman um á grund­velli lýð­ræð­is­legra sjón­ar­miða og þetta gildir jafnt um stofn­anir rík­is­ins sem og alla ein­stak­linga sem staddir eru í land­inu.

Fram­kvæmd þess­ara mála er með þeim hætti að við end­ur­sendum nú ein­stak­linga sem eru komnir með vernd í Grikk­landi en ekki þá sem eru í hæl­is­kerf­inu þar, eins og oft er ruglað sam­an. Við­kom­andi ein­stak­lingar hafa neit­að, eins og fram hefur kom­ið, að hafa sam­starf við yfir­völd hér á landi á grund­velli fram­kvæmdar laga og reglna sem hvíla á þeim lag­ara­mma sem Alþingi hefur sett,“ sagði hún.

Áslaug Arna sam­sinnti því að það væru veikir inn­viðir í Grikk­landi sem gerði það að verkum að ein­stak­lingum hefði reynst erfitt að koma undir sig fót­un­um. „Á sama tíma eru 26 millj­ónir ein­stak­linga á flótta víða í heim­inum og það er ekk­ert land sem hefur hætt end­ur­send­ingum alfarið til Grikk­lands. Ég tel rétt að árétta það að þetta flótta­manna­kerfi er neyð­ar­kerfi og er ætlað fyrir fólk sem ótt­ast um líf sitt og frelsi og er ekki hugsað fyrir þá sem þegar hafa fengið alþjóð­lega vernd í öðru ríki og við eigum frekar að ræða það hvort við viljum ekki fara að skoða aukin atvinnu­leyfi fyrir fólk utan Evr­ópu sem vill koma hér og bæta lífs­kjör sín og starfa í íslensku sam­fé­lag­i.“

Ísland gæti verið fremst í flokki hvað mann­úð­lega með­ferð á fólki varðar

Olga Mar­grét steig aftur í pontu og sagði að það breytti voða­lega litlu að þessir hæl­is­leit­endur væru komnir með alþjóð­lega vernd í Grikk­landi. Dóms­mála­ráð­herra hlyti að vera sam­mála henni um það.

„Þegar ég tala um að kerfið í Grikk­landi sé sprungið er það af því að Grikk­land tekur vegna land­fræði­legrar stöðu sinnar við gríð­ar­lega miklum fjölda flótta­fólks, auk þess að sinna fólki sem hefur fengið alþjóð­lega vernd þar í landi. Mér finnst það ekki skipta neinu að rík­is­stjórnir heims hafi ekki hætt end­ur­send­ingum til Grikk­lands af því að það kemur þeim rík­is­stjórnum aug­ljós­lega best. Það er aug­ljóst.

Ég sé ekk­ert sem gæti komið í veg fyrir það að Ísland gæti verið fremst í flokki hvað varðar mann­úð­lega með­ferð á fólki og hætti ein­fald­lega að senda fólk í við­kvæmri stöðu til Grikk­lands. Grikk­land er ekki öruggt ríki þó að rík­is­stjórnin haldi því statt og stöðugt fram. Rauði kross­inn og UNICEF hafa gefið út að það er ekki öruggt að senda fólk aftur til Grikk­lands, hver sem staða þess er innan hæl­is­leit­enda- eða flótta­fólks­kerf­is­ins,“ sagði hún að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent