Átta misáhugaverðar staðreyndir um Eurovision

25 lönd taka þátt í úrslitum Eurovision í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eurovision og kjördag í Alþingis- eða sveitarstjórnarkosningum ber upp á sama dag. Kjarninn tók saman nokkrar staðreyndir um keppni kvöldsins.

Systur: Sigga, Beta og Elín, verða átjándu á svið í úrslitum Eurovision í Tórínó á Ítalíu í kvöld.
Systur: Sigga, Beta og Elín, verða átjándu á svið í úrslitum Eurovision í Tórínó á Ítalíu í kvöld.
Auglýsing

Þetta hel­sta…

40 þátt­töku­þjóðir eru meðal kepp­enda í Tórínó í kvöld, sem er 66. Söngvakeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva. 39 þjóðir tóku þátt í fyrra en í ár snúa Arm­ería og Svart­fjalla­land aftur eftir stutt hlé en Rússum var vísað úr keppni sökum stríðs­ins í Úkra­ínu.

Ísland eitt sjö hópat­riða

17 ein­söngv­arar stíga á svið í kvöld, átta konur og níu karl­ar, einn dúett og sjö hópat­riði, þar á meðal Ísland.

Ekki sungið á frönsku í fyrsta sinn í sögu Eurovision

14 lög verða flutt á ensku, sex á öðru tungu­máli en ensku og fimm á fleiri en einu tungu­máli. Til gam­ans má geta að í fyrsta sinn í sögu Eurovision verður ekk­ert lag flutt á frönsku söngv­ar­arnir Alvan og Ahez munu flytja fram­lag Frakk­lands á bretónsku, kel­tensku tungu­máli sem talað er á Bret­an­íu­skaga í norð­vestur Frakk­landi, þar sem söngv­ar­arnir eiga ættir að rekja.

Auglýsing

Ísland á besta stað í röð­inni?

Eftir að Systur komust áfram í úrslita­kvöldið í vik­unni drógu þær um hvort þær verða í fyrri eða seinni hluta keppn­innar í kvöld. Þær drógu seinni og verða átj­ándu á svið í kvöld, sem sam­kvæmt óvís­inda­legri rann­sókn á að vera besta sæt­ið. Því hefur lengi verið haldið fram af Eurovisionsér­fræð­ingum að betra sé að stíga á svið í seinni hluta keppn­inn­ar. Í umfjöllun RÚV um sæta­skip­an­ina er vísað í blogg­síðu dyggs Eurovision-að­dá­anda sem hefur kom­ist að því með því að reikna út með­al­stig þjóða eftir sæta­skipan er best að vera númer átján á svið.

Ísland gæti rifjað upp kynnin við 16. sætið

Ísland verður að öllum lík­indum ekki í bar­áttu um sæti í efri hluta keppn­innar í kvöld og mun loka­nið­ur­staðan lík­lega vera á svip­uðu róli og röðin í rás­röð­inni. Veð­bankar spá Íslandi 19. sæti en Systur hafa verið að koma á óvart og hver veit nema hið marg­róm­aða „ís­lenska“ 16. sæti verði nið­ur­stað­an?

Sigur í raun óþarfi til að halda keppn­ina

Umræðan um hvar eigi að halda Eurovision þegar Ísland vinnur kemst oft á flug í aðdrag­anda hverrar Eurovision-keppni. Nú er staðan sú að sigur er ekki skil­yrði fyrir að halda keppn­ina. Sam­kvæmt reglum Sam­bands evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) verður keppnin að fara fram í Evr­ópu. Því getur Ástr­alía ekki haldið keppn­ina.

Kalush Orchestra, úkraínsku flytjendunum, er spáð sigri í Eurovision í kvöld.

Ljóst er að keppnin mun ekki fara fram í Úkra­ínu að ári sökum stríðs­ins en það gæti flækt málin þar sem Úkra­ínu er spáð sigri í keppn­inni. Ísland er raun­hæfur val­kostur að mati Skarp­héð­ins Guð­munds­son­ar, dag­skrár­stjóra RÚV, en hann sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í vik­unni að EBU hafi „ít­rekað lýst yfir stuðn­ingi, til­trú og trausti til okkar smærri keppn­is­þjóða.“

Mun Mika taka Grace Kelly?

Kynnar kvölds­ins eru útvarps­mað­ur­inn Alessandro Cattelan, söng­konan Laura Paus­ini og bresk-lí­banski söngv­ar­inn Mika. Laura og Mika stigu á svið á seinna und­an­úr­slita­kvöld­inu við mis­mik­inn fögnuð Eurovision­að­dá­enda. Mika tók hins vegar ekki sinn mesta slag­ara, Grace Kelly, og hans helstu aðdá­endur bíða spenntir eftir að hann stígi á svið í Tórínó í kvöld á meðan allar síma­línur verða rauð­gló­andi í síma­kosn­ing­unni.

Alessandro Cattelan, Laura Pausini og Mika kynna Eurovision í ár.

Að minnsta kosti í þriðja sinn sem kosn­ingar og Eurovision ber upp á sama dag

Það hefur vart farið fram­hjá neinum að Eurovision er ekki það eina mark­verða sem er á dag­skrá í dag, sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar fara einnig fram í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kosn­ingar á Íslandi fara fram sama dag og Eurovision. Það var einnig raunin í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 25. maí 2002, og í Alþing­is­kosn­ingum 12. maí 2007.

Eurovision á sama degi og kosn­ingar býður upp á ýmsar áskor­an­ir, ekki síst fyrir Rík­is­út­varp­ið, sem hefur ákveðið að bregð­ast við því að þessu sinni með því að sýna Eurovision bæði á RÚV og RÚV 2 en skipta alfarið yfir á RÚV 2 þegar kosn­inga­vaka RÚV hefst klukkan 21:50. Eurovision­að­dá­endur hér heima botna lítið í því af hverju kosn­inga­vakan megi ekki bara byrja aðeins seinna en RÚV er fjöl­mið­ill í almanna­þjón­ustu og þarf því að sinna hlut­verki sínu í kosn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent