Auglýsingamódel Facebook og Instagram fær þungt högg í Evrópu

Tæknirisinn Meta hefur verið sektaður um jafnvirði hátt í 60 milljarða króna og virðist tilneyddur til að breyta því hvernig auglýsingum er beint að notendum Facebook og Instagram í Evrópu, í kjölfar úrskurðar írskra persónuverndaryfirvalda.

Mark Zuckerberg er forstjóri Meta, sem á bæði Facebook og Instagram.
Mark Zuckerberg er forstjóri Meta, sem á bæði Facebook og Instagram.
Auglýsing

Tækni­fyr­ir­tækið Meta, sem á sam­fé­lags­miðl­ana Face­book og Instagram, fékk þungt högg á mið­viku­dag. Þá kváðu írsk per­sónu­vernd­ar­yf­ir­völd upp úrskurð um að sú leið sem fyr­ir­tækið fer til þess að safna gögnum um not­endur svo hægt sé að sér­sníða að þeim aug­lýs­ingar sé í and­stöðu við evr­ópsku per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð­ina, G.D.P.R.

Írska per­sónu­vernd­ar­stjórn­valdið fer með mál­efni Meta fyrir hönd Evr­ópu­sam­bands­ins, sökum þess að bæki­stöðvar félags­ins á evr­ópskum mark­aði eru í Dublin. Nið­ur­staðan varð sú að Meta hefði þvingað not­endur til þess að sam­þykkja að þeim yrðu sýndar sér­sniðnar aug­lýs­ing­ar, með því að hafa það sam­þykki með öðrum notk­un­ar­skil­málum bæði Face­book og Instagram og að það mætti ekki, per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð­inni sam­kvæmt.

Sekt að upp­hæð 390 millj­ónum evra fylgdi ákvörðun írska yfir­valds­ins, sem jafn­gildir rúmum 59,5 millj­örðum íslenskra króna og eru Meta nú gefnir þrír mán­uðir til þess að setja fram áætlun um hvernig fyr­ir­tækið hyggst hlíta nið­ur­stöð­unni.

Auglýsing

Mögu­lega verður nið­ur­staðan sú að Meta geri not­endum sam­fé­lags­miðla sinna mögu­legt að sveigja hjá því að gögn sem safn­ast þegar þeir skrolla og klikka sig í gegnum miðl­ana verði notuð til þess að beina til þeirra aug­lýs­ing­um.

New York Times fjall­aði um málið í gær og í frétt mið­ils­ins kom fram að nið­ur­staðan í mál­inu á Írlandi gæti sam­kvæmt grein­anda á fjár­mála­mark­aði stefnt um 5 til 7 pró­sentum allra tekna Meta af aug­lýs­ingum í hættu. Það er engin smá sum­ma, en Meta var með 118 millj­arða banda­ríkja­dala, jafn­virði 17 þús­und millj­arða íslenskra króna, í tekjur árið 2021.

Stutt er síðan að aug­lýs­inga­módel Meta fékk annan skell, er Apple ákvað á árinu 2021 að byrja að leyfa öllum eig­endum iPho­ne-síma að velja hvort aug­lýsendur gætu nýtt sér gögn um síma­notkun þeirra. Á síð­asta ári sagði Meta að þessi breyt­ing Apple hefði kostað félagið um 10 millj­arða dala (um 1.450 millj­arða íslenskra króna).

Meta hefur brugð­ist við ákvörðun írska stjórn­valds­ins. Segir fyr­ir­tækið nið­ur­stöð­una vera von­brigði og að Meta hafi talið að þeirra nálgun á gagna­söfnun vegna sér­snið­inna aug­lýs­inga hefði virt evr­ópsku per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð­ina.

Írsk yfir­völd höfðu áður kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að sú leið sem Meta fer, að hengja sam­þykki not­enda fyrir gagna­söfn­un­inni inn í aðra not­enda­skil­mála sam­fé­lags­miðla sinna, væri í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­reglu­gerð­ina, en nefnd um túlkun reglu­gerð­ar­innnr sem full­trúar ann­arra Evr­ópu­sam­bands­ríkja skipa komst að annarri nið­ur­stöðu.

Íslend­ingar gætu orðið varið við breyt­ingar

Enn á eftir að koma í ljós hvernig Meta bregst við nið­ur­stöð­unni, en ljóst er að íslenskir not­endur sam­fé­lags­miðla á borð við Face­book og Instagram gætu orðið varir við ein­hverjar breyt­ingar ef af þeim verð­ur, enda hefur evr­ópska per­sónu­vernd­ar­reglu­gerðin verið inn­leidd á Íslandi.

Meta er risa­stór aug­lýs­inga­mið­ill á íslenskum mark­aði, en eins og Kjarn­inn sagði frá í des­em­ber rann næstum önnur hver króna sem varið var til birt­ingu aug­lýs­inga á Íslandi árið 2021 til erlendra aðila, eða 9,5 af alls 22 millj­­örðum króna sem varið var til aug­lýs­inga­­kaupa á því ári.

Sam­an­lagður hlutur Face­book og Google í greiðslu­korta­við­­skiptum vegna þjón­ust­u­inn­­flutn­ings vegna aug­lýs­inga var 95 pró­­sent árið 2021.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent