Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni

Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Auglýsing

„Ég held að það sé bara margt óljóst enn þá hvernig frumvarpið verður og hvernig það verður endanlega afgreitt,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag um aðgerðir á landamærunum sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Hann sagði þær tölur sem miðað væri við til skilgreiningar á áhættusvæðum væru ekki frá honum komnar.

„Hvort þessi tala verði inni í frumvarpinu eða hvort það verði falið sóttvarnalækni að skilgreina þessi áhættulönd. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hann um frumvarpið. Miðað er við að fólk sem komi frá svæðum þar sem nýgengi er yfir 1000 smit á síðustu fjórtán dögum fyrir hverja 100 þúsund íbúa verði að dvelja í sóttvarnahúsi eftir komuna til landsins. Fyrir fólk sem kemur frá svæðum þar sem nýgengi er á bilinu 750 til 1000 verði meginreglan sú að fólk dvelji í sóttvarnahúsi en hægt verði að veita undanþágu frá reglunni. Frumvarpið sem kynnt var í gær verður rætt á Alþingi síðar í dag.

Auglýsing

Spurður að því hvort að hann teldi nægilega gripið inn í með þessum aðgerðum benti Þórólfur á að miðað sé við nýgengi smita í héruðum landa en ekki heildartölu nýgengis fyrir hvert land. „Það eru fjögur lönd í evrópu þar sem svæði innan þeirra landa eru yfir þúsund, það eru fjögur lönd sem falla þá inn í flokkinn yfir þúsund. Það eru að minnsta kosti átta lönd í evrópu sem falla í flokkinn 750 til 1000 þegar við skoðum svæði innan landanna. Við erum ekki að tala um hvernig heildartalan heldur ef eitt svæði innan hvers lands er yfir þúsund eða á milli 750 og þúsund þá fellur allt landið inn í þann flokk.“

Meiri hraði í bólusetningum

Nú eru yfir tíu prósent fullorðinna íbúa landsins fullbólusettir. Það kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur smitsjúkdómalæknis. Hún sagði töluna eiga eftir að hækka á næstu dögum þar sem bóluefnaframboð sé að aukast. Evrópska lyfjastofnunin hefur samþykkt Janssen bóluefnið og því verður dreift í næstu viku. Þar að auki munum við fá 16 þúsund skammta af AstraZeneca bóluefni frá Norðmönnum og því verður hægt að bólusetja hraðar í aldurshópnum 60 til 69 ára en gert hafði verið ráð fyrir.

Hún sagði kerfið sem smíðað var til að halda utan um bólusetningarnar ekki vera fullkomið, fólk sem ekki telur sig í áhættuhópi hafi til að mynda fengið boð í bólusetningar. Hún sagði að vel hafi tekist að boða fólk í áhættuhópum sem sækir læknisþjónustu til heilsugæslu og sjúkrahúsa í bólusetningu. Ekki hafi tekist að boða fólk sem sækir læknisþjónustu til lækna á stofum jafn vel. Það sé vegna þess að gagnagrunnar landlæknis nái ekki til starfsemi stofulækna. Kamilla sagði að vinna við upplýsingasöfnun frá stofulæknum standi yfir til þess að hægt sé að ná til þessara einstaklinga.

Ekki ástæða til að herða aðgerðir innanlands

Í gær greindust tólf einstaklingar með COVID-19 og af þeim voru 10 í sóttkví. Þórólfur taldi líklegt að smitin utan sóttkvíar tengdust bæði fyrri hópsmitum. Hann sagði Íslenska erfðagreiningu hafa tekið um 1100 sýni í slembiskimun í gær en í henni greindist enginn með COVID-19.

Síðustu daga hafa 75 greinst með COVID-19, þar af 58 í sóttkví. Flest þessara smita tengdust þremur hópsýkingum. Alls hafa rúmlega 60 manns greinst með COVID-19 í stærstu hópsýkingunni, þeirri sem tengist leikskólanum Jörfa.

Þórólfur sagði að á þessari stundu teldi hann ekki nauðsynlegt að leggja fram tillögur um hertari aðgerðir innanlands. Hann væri hins vegar tilbúinn til að leggja slíkar tillögur fram ef þörf krefði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent