Bibbi bloggar úr Evróputúr Skálmaldar: Berlín

DSCF4176-copy.jpg
Auglýsing

Skálmöld er nú á tæp­lega 7 vikna túr um Evr­ópu. Dag­arnir eru afskap­lega við­burða­ríkir og aðstæður oft afskap­lega skemmti­leg­ar. Snæ­björn, bassa­leik­ari og texta­höf­undur sveit­ar­inn­ar, heldur úti dag­legu bloggi á vef Kjarn­ans þar sem hann lýsir hinu goð­sagna­kennda rokk­ara­lífi. Táfýla, blóð, sviti, tár og auð­vitað rokk & ról beint í æð.

Það er lygi. Ég var of bug­aður til að blogga í gær og núna er mánu­dag­ur­inn 1. des­em­ber. Frí­dag­ur.

Við vökn­uðum allir frekar hell­aðir í gær og mig grunar að rauð­vínið hans Böbba hafi haft með það að gera. Það var alveg djöf­ull vont. Stór partur var kannski sá að við gátum hvergi lagt rút­unni í Berlín, við höfðum jú næt­ur­stað á ein­hverju random bíla­stæði, en þegar Robert renndi henni upp að venjúinu um hádegið var hvergi pláss fyrir okk­ur. Við máttum því tæma draslið úr henni, hljóð­færi og annað haf­urta­sk, og svo sáum við á eftir henni burtu. Það hefði svo sem verið sök sér nema hversu öll aðstaða bak­sviðs var þröng. Ég var orð­inn hund­brjál­aður í skap­inu eftir svona 20 mín­út­ur, en var svo sem bæði nývakn­aður og kol­ryðg­að­ur. Við fundum okkur kaffi­hús gegnt tón­leika­staðnum og drukkum kaffi. Það dug­aði samt bara alls ekk­ert til.

Auglýsing

Partytime, excellent! Bibbi í góðum gír baksviðs. Par­tyti­me, excellent! Bibbi í góðum gír bak­sviðs.

Sánd­tékk gekk vel og reyndar var stað­ur­inn allur til fyr­ir­myndar fyrir utan pláss­leys­ið. Þetta er legend­ary staður og uppi um alla veggi hanga plaköt stórskost­legra banda sem hafa spilað þarna gegnum tíð­ina. Bad Religion, NOFX, Rancid, Atari Teenage Riot, Napalm Death, Drop­kick Murp­hys, Discharged, Exploited og ég veit ekki hvað og hvað. Bönd sem ég hef hlustað á frá ung­lings­ár­um. Það er gaman að feta í fótspor­in.

En við vorum þarna orðnir enn voða­legri en áður. Ég er kannski að stækka þetta eitt­hvað, ég var kannski bara verst­ur. Við fengum þarna hið svo­kall­aða Buy Out, það eru pen­ingar sem ætl­aðir eru fyrir kvöld­mál­tíð. Þessi aðgerð er reyndar mjög óþýsk því venju­lega eru þýsku stað­irnir með inn­an­hús­s­mötu­neyti eða aðkeyptan mat. En í gær sáum við um okkur sjálf­ir. Við náðum í alvör­unni ekki lengra en í næsta hús­númer og borð­uðum ham­borg­ara. Þá fatt­aði ég reyndar að ég var djöf­ull svangur sem hjálp­aði ekki til. Ég rit­aði hér um dag­inn að ég lifði svo óhollu líf­erni að ég hlyti að vera að fitna heil ósköp. Það er algert kjaftæði. Ég er far­inn að herða beltið á bux­unum mínum til muna. Þegar ég fatt­aði þetta fór ég yfir þetta allt saman og komst að því að ég borða afskap­lega lít­ið. Það sem ég borða er vissu­lega mis­hollt, en óreglan er jafn­vel meiri en mig óraði fyr­ir, og mest sökum skorts á nær­ingu. Og þarna hafði ég senni­lega gengið fram af mér.

Það var stutt í gigg og ég keyrði í mig vatn á eftir borg­ar­anum til að reyna að hjálpa system­inu. Það gekk bara svona lala. Klukkan hálf8 var svo vit­an­lega talið í. Þung­arokkið bíður ekk­ert eftir aum­ingj­um. Fyrstu lögin hjálp­uðu ekk­ert til en við slógum auð­vitað hvergi af. Dag­inn áður höfðum við spilað í Pól­landi og þar urðu lætin svo mikil að ég var næstum rif­inn út í sal, en dyra­verð­irnir höfðu betur í reip­tog­inu. Áhorf­endur rifu reyndar svo harka­lega í hand­legg­inn á mér að ég var ekk­ert alveg viss um að ég gæti klárað giggið vegna sárs­auka í öxl. Þegar tón­leik­unum lauk var ég hins vegar alger­lega heill og hef ekki kennt mér meins síð­an. Und­ar­legt, en mjög gott. En já, sól­ar­hring síðar erum við þarna í Berlín, allt í skrúf­unni og á gólf­inu er svona reyt­ingur af fólki sem sýnir lítil við­brögð. Þjóð­verjar hlusta og með­taka, en sýna ekk­ert endi­lega af sér kæti. Það er allt miklu erf­ið­ara. Og sal­ur­inn langt því frá full­ur. Það breytt­ist nú sem betur fer og til þess að öllu sé til haga haldið spil­uðum við mjög sann­fær­andi gigg og af fullu afli. Skálmöld gefur ekki afslátt þótt blóð­syk­ur­inn sé í ójafn­vægi. Þannig end­aði allt í háa­lofti og stemn­ingin mik­il. En þetta var eitt­hvað und­ar­legt.

Og það var eins og mig grun­aði. Við áttum von á þónokkuð mörgum gestum og flestum íslensk­um. Strax þegar ég sá hversu fáir voru mættir í upp­hafi tón­leika vissi ég þetta. Í fjórða skiptið á túrnum eru tón­leik­arnir aug­lýstir klukkan átta en við settir á svið klukkan hálf. Og núna höst­uðum við harka­lega á yfir­stjórn Elu­veitie, sem reyndar reyn­ist okkur nú afskap­lega vel alla daga. En þetta getur ekki bara verið svona. Mér fannst þetta sér í lagi leið­in­legt í gær vegna fólks­ins okk­ar, en heilt yfir er þetta bara ómögu­legt. Og ekki stóð á við­brögð­um. Í morgun fór út tölvu­póstur á skrif­stofur allra stað­anna sem við eigum eftir að spila á í Þýska­landi að koma þessu á hreint. Svo virð­ist sem að við miða­sölu­kompaníið hér í landi sé að sakast. Þau fengu upp­lýs­ingar um eitt en áfram­sendu svo ann­að. Og hér eftir verður þetta kannað í grunn­inn og klárt að Skálmöld fer ekki á svið fyrir aug­lýstan tíma. Hel­vítis hel­víti!

Eftir þetta stapp og sturtu ætl­aði ég að hitta fólkið en sökum þess hversu lít­ill þessi staður er var eina leið­in, úr bakksteids­inu og út, í gegnum mann­haf­ið. Ég var síð­astur okkar í sturtu og þegar því lauk voru Elu­veitie byrjuð að spila. Ég lagði ekki í þann troðn­ing, ég bara gat það ekki. Eftir giggið staulað­ist ég fram og náði að hrista nokkra spaða en missti af öðr­um. Og það eig­in­lega kláraði mig alveg. Robert kom skömmu síð­ar, við hentum öllu inn í rútu og fórum flestir í koju. Þrá­inn var þá reyndar orð­inn alveg prýði­leg­ur. Robert lagði rút­unni við ein­hvern annan tón­leika­stað hvar við gátum tengt hana við raf­magn. Svo duttu þeir félagar í það held ég. Baldur hjálp­aði þeim eitt­hvað smá og svo bætt­ust hér í partýið Marci og Ant­on, hljóð­maður Rúss­anna og Chris trommutekk Elu­veitie. Og kannski fleiri, ég veit það ekki. Þetta gerð­ist allt hér frammi í rút­unni, ég var bara inni í koju að horfa á víd­eó. Ég sofn­aði seint og um síðar og vakn­aði snemma. Og þá var allt orðið betra. En meira um það næst.

Þetta tíma­bil. Þetta kemur allaf og alltaf á sama tíma. Mán­uður búinn sem manni finnst óra­langur tími en samt rúmar tvær vikur eft­ir. Allt eins alla daga, ekk­ert gaman að drösl­ast þetta og keyra enda­laust, heilsan afskap­lega mis­góð og manni finnst lífið erfitt og ofmet­ið. Jebb, þessi móment koma alltaf, það er lög­mál.

Meist­ara­legt dags­ins: Ekk­ert.

Sköll dags­ins: Allt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttir
None