Bóluefni virðast virka vel gegn Delta-afbrigðinu

Niðurstöður nokkurra rannsókna á virkni bóluefna gegn hinu alræmda Delta-afbrigði kórónuveirunnar eru allar á sama veg: Þau virka. Hversu vel er þó aðeins á reiki enda snúið að rannsaka virkni bóluefna eftir að þau koma á markað.

Bóluefnin virðast, samkvæmt fyrstu rannsóknum, veita vörn gegn Delta-afbrigðinu.
Bóluefnin virðast, samkvæmt fyrstu rannsóknum, veita vörn gegn Delta-afbrigðinu.
Auglýsing

Delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar hefur greinst í um 100 lönd­um. Það hefur síð­ustu vikur og mán­uði skotið sér niður af krafti í nokkrum þeirra og þar sem það er meira smit­andi en önnur hefur það á skömmum tíma náð yfir­hönd­inni. Talið er að með haustinu verði það orðið alls­ráð­andi í Evr­ópu.

Frá því að afbrigð­ið, sem fyrst var kennt við Ind­land, skaut upp koll­in­um, hafa spurn­ingar vaknað um virkni bólu­efna gegn því þar sem bólu­efnin sem eru á mark­aði í dag eru þróuð út frá fyrri afbrigð­um. Og svörin eru farin að hlað­ast inn. En þau eru ekki sam­hljóma.

Auglýsing

Nið­ur­staða breskrar rann­sóknar sem gerð var í maí var sú að tveir skammtar af bólu­efni Pfiz­er-BioNtech veittu 88 pró­sent vörn gegn ein­kennum COVID-19 af völdum Delta-af­brigð­is­ins.

Í skoskri rann­sókn, sem birt var í júní, var nið­ur­staðan sú að þetta sama bólu­efni veitti 79 pró­sent vörn gegn afbrigð­inu. Í síð­ustu viku birtu kanadískir vís­inda­menn svo sínar nið­ur­stöður sem voru þær að virkni bólu­efn­is­ins gegn afbrigð­inu væri 87 pró­sent.

Í þess­ari viku kom svo enn ein rann­sóknin og sam­kvæmt heil­brigð­is­ráðu­neyti Ísr­aels veitti bólu­efni Pfizer aðeins 67 pró­sent vörn gegn veik­indum af völdum allra afbrigða kór­ónu­veirunn­ar. Með sömu aðferðum höfðu ísra­elskir vís­inda­menn kom­ist að því í maí að vörnin væri 95 pró­sent. En það var áður en Delta-af­brigðið hóf að dreifa sér um land­ið.

Mis­munur í nið­ur­stöðum rann­sókn­anna er kannski rugl­andi en hann er engu að síður nokkuð eðli­leg­ur.

Nokkur púsl

„Við verðum að púsla þessum rann­sóknum öllum saman og ekki horfa of mikið á eina nið­ur­stöð­u,“ hefur New York Times eftir líf­töl­fræð­ingnum Natalie Dean. Hún bendir á að í klínískum rann­sóknum sé til­tölu­lega auð­velt að mæla virkni bólu­efna. Í þeim taka þús­undir sjálf­boða­liða þátt og fá þeir ýmist bólu­efni eða lyf­leysu. Ef hóp­ur­inn sem fær bólu­efni veik­ist síður geti vís­inda­menn með nokkru öryggi sagt að bólu­efnið verji þá gegn sjúk­dómn­um.

En um leið og bólu­efni eru komin í „raun­heima“ – hafa verið gefin almenn­ingi – er mun erf­ið­ara að mæla virkni þeirra því vís­inda­menn hafa misst stjórn á því hverjir fá efnið og hverjir ekki. Þar sem bólu­efni hafa verið gefin fólki eftir kúnst­ar­innar regl­um, miðað við aldur og und­ir­liggj­andi sjúk­dóma t.d., er flókið að bera óbólu­setta saman við bólu­setta. Þessir hópar eru orðnir ansi ólík­ir.

Auglýsing

Því þurfa vís­inda­menn að velja sam­an­burð­ar­hópa mjög vand­lega og því eru rann­sóknir sem þessar oft bornar uppi af fáum ein­stak­ling­um. „Þetta krefst gríð­ar­legrar vinn­u,“ hefur New York Times eftir far­alds­fræð­ingnum Marc Lipsitch.

Nið­ur­stöður allra þess­ara rann­sókna og fleiri sem gerðar hafa verið á öðrum bólu­efn­um, eru á þá leið að þau virki almennt gegn hinu skæða afbrigði og komi í veg fyrir alvar­leg veik­indi og þar með sjúkra­húsinn­lagn­ir.

Frek­ari rann­sókna og yfir lengri tíma er þörf til að fá enn skýr­ari mynd á virkni bólu­efn­anna. Einnig þarf að fram­kvæma rann­sókn­irnar í fleiri lönd­um.

Tæp­lega 90 pró­sent Íslend­inga eldri en sextán ára hafa fengið að minnsta kosti annan skammt­inn af bólu­efni eða um 70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Bólu­setn­inga­hlut­fallið hér er með því hæsta sem fyr­ir­finnst í heim­inum og er vel yfir því sem gengur og ger­ist ann­ars staðar í Evr­ópu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent