Bóluefni virðast virka vel gegn Delta-afbrigðinu

Niðurstöður nokkurra rannsókna á virkni bóluefna gegn hinu alræmda Delta-afbrigði kórónuveirunnar eru allar á sama veg: Þau virka. Hversu vel er þó aðeins á reiki enda snúið að rannsaka virkni bóluefna eftir að þau koma á markað.

Bóluefnin virðast, samkvæmt fyrstu rannsóknum, veita vörn gegn Delta-afbrigðinu.
Bóluefnin virðast, samkvæmt fyrstu rannsóknum, veita vörn gegn Delta-afbrigðinu.
Auglýsing

Delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar hefur greinst í um 100 lönd­um. Það hefur síð­ustu vikur og mán­uði skotið sér niður af krafti í nokkrum þeirra og þar sem það er meira smit­andi en önnur hefur það á skömmum tíma náð yfir­hönd­inni. Talið er að með haustinu verði það orðið alls­ráð­andi í Evr­ópu.

Frá því að afbrigð­ið, sem fyrst var kennt við Ind­land, skaut upp koll­in­um, hafa spurn­ingar vaknað um virkni bólu­efna gegn því þar sem bólu­efnin sem eru á mark­aði í dag eru þróuð út frá fyrri afbrigð­um. Og svörin eru farin að hlað­ast inn. En þau eru ekki sam­hljóma.

Auglýsing

Nið­ur­staða breskrar rann­sóknar sem gerð var í maí var sú að tveir skammtar af bólu­efni Pfiz­er-BioNtech veittu 88 pró­sent vörn gegn ein­kennum COVID-19 af völdum Delta-af­brigð­is­ins.

Í skoskri rann­sókn, sem birt var í júní, var nið­ur­staðan sú að þetta sama bólu­efni veitti 79 pró­sent vörn gegn afbrigð­inu. Í síð­ustu viku birtu kanadískir vís­inda­menn svo sínar nið­ur­stöður sem voru þær að virkni bólu­efn­is­ins gegn afbrigð­inu væri 87 pró­sent.

Í þess­ari viku kom svo enn ein rann­sóknin og sam­kvæmt heil­brigð­is­ráðu­neyti Ísr­aels veitti bólu­efni Pfizer aðeins 67 pró­sent vörn gegn veik­indum af völdum allra afbrigða kór­ónu­veirunn­ar. Með sömu aðferðum höfðu ísra­elskir vís­inda­menn kom­ist að því í maí að vörnin væri 95 pró­sent. En það var áður en Delta-af­brigðið hóf að dreifa sér um land­ið.

Mis­munur í nið­ur­stöðum rann­sókn­anna er kannski rugl­andi en hann er engu að síður nokkuð eðli­leg­ur.

Nokkur púsl

„Við verðum að púsla þessum rann­sóknum öllum saman og ekki horfa of mikið á eina nið­ur­stöð­u,“ hefur New York Times eftir líf­töl­fræð­ingnum Natalie Dean. Hún bendir á að í klínískum rann­sóknum sé til­tölu­lega auð­velt að mæla virkni bólu­efna. Í þeim taka þús­undir sjálf­boða­liða þátt og fá þeir ýmist bólu­efni eða lyf­leysu. Ef hóp­ur­inn sem fær bólu­efni veik­ist síður geti vís­inda­menn með nokkru öryggi sagt að bólu­efnið verji þá gegn sjúk­dómn­um.

En um leið og bólu­efni eru komin í „raun­heima“ – hafa verið gefin almenn­ingi – er mun erf­ið­ara að mæla virkni þeirra því vís­inda­menn hafa misst stjórn á því hverjir fá efnið og hverjir ekki. Þar sem bólu­efni hafa verið gefin fólki eftir kúnst­ar­innar regl­um, miðað við aldur og und­ir­liggj­andi sjúk­dóma t.d., er flókið að bera óbólu­setta saman við bólu­setta. Þessir hópar eru orðnir ansi ólík­ir.

Auglýsing

Því þurfa vís­inda­menn að velja sam­an­burð­ar­hópa mjög vand­lega og því eru rann­sóknir sem þessar oft bornar uppi af fáum ein­stak­ling­um. „Þetta krefst gríð­ar­legrar vinn­u,“ hefur New York Times eftir far­alds­fræð­ingnum Marc Lipsitch.

Nið­ur­stöður allra þess­ara rann­sókna og fleiri sem gerðar hafa verið á öðrum bólu­efn­um, eru á þá leið að þau virki almennt gegn hinu skæða afbrigði og komi í veg fyrir alvar­leg veik­indi og þar með sjúkra­húsinn­lagn­ir.

Frek­ari rann­sókna og yfir lengri tíma er þörf til að fá enn skýr­ari mynd á virkni bólu­efn­anna. Einnig þarf að fram­kvæma rann­sókn­irnar í fleiri lönd­um.

Tæp­lega 90 pró­sent Íslend­inga eldri en sextán ára hafa fengið að minnsta kosti annan skammt­inn af bólu­efni eða um 70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Bólu­setn­inga­hlut­fallið hér er með því hæsta sem fyr­ir­finnst í heim­inum og er vel yfir því sem gengur og ger­ist ann­ars staðar í Evr­ópu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent