Breyti engu hvort einhver hafi viðrað áhyggjur – það sé niðurstaðan sem gildi

Innviðaráðherra segir að „menn hafi viðrað vangaveltur“ og „rætt efasemdir“ um aðferðafræðina í útboði Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka áður en hún átti sér stað en það breyti auðvitað engu því niðurstaðan varð sú sem hún varð.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Auglýsing

„Það breytir þá auð­vitað engu hvort menn hafi verið með vanga­veltur um annað eða viðrað áhyggjur ef þetta var nið­ur­stað­an.“

Þetta segir Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í sam­tali við Kjarn­ann þegar hann er spurður út í þá gagn­rýni sem vara­for­maður flokks­ins og við­skipta­ráð­herra, Lilja Alfreðs­dótt­ir, við­hafði um þá aðferða­fræði sem beitt var við sölu á 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka í mars síð­ast­liðn­um. Hann svarar því þó ekki hvort hann hafi rætt áhyggjur Lilju við hana per­sónu­lega.

Hann segir að menn hafi oft rætt „ein­hverjar efa­semd­ir“ fyrir útboðið en að nið­ur­staða bæði ráð­herra­nefndar og rík­is­stjórn­ar, sem og í Alþingi – bæði í nefndum og þing­flokkum – hafi verið sú að heim­ila þessa sölu með þess­ari aðferð og án frek­ari ann­mörkum en settir voru.

Auglýsing

Bjarni kann­ast ekki við miklar efa­semdir hjá sjálfum sér

­Sig­urður Ingi útskýrir þetta nánar og segir að menn hafi „viðrað vanga­velt­ur“ fyrir útboð­ið. Lilja situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál en hún sagði í við­tali við Morg­un­blaðið þann 11. apríl að hún hefði viljað almennt útboð, en ekki að bréf­in yrðu seld til val­ins hóps fjár­­­­­­­festa. Hún sagð­ist jafn­framt hafa komið þeim sjón­­­­­ar­miðum sínum skýrt á fram­­­færi í aðdrag­anda útboðs­ins. „Ég hef alltaf talið skyn­­­­sam­­­­legt að taka lít­il og hæg­fara skref. Hafa vaðið fyr­ir neðan sig. Ekki ein­blína á verð, held­ur gæði fram­­­tíð­­­ar­­eig­enda. Önnur leið var hins veg­ar val­in og því miður er fátt sem kem­ur á óvart í þessu máli og hver út­kom­an varð.“

Katrín brást við þessum orðum við­skipta­ráð­herr­ans með því að segja að hvorki Lilja né nokkur annar ráð­herra hefði óskað að færa neitt til bókar um sölu­­ferli á hlut Íslands­­­banka þegar málið var rætt í rík­­is­­stjórn og ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál. Lilja sagði á þingi í síð­ustu viku að bæði Katrín og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefðu deilt þeim áhyggjum sem hún hafði.

Bjarni sagði þó á fundi fjár­laga­nefndar í síð­ustu viku að hann kann­að­ist ekki við að hafa verið með mikl­ar efa­­­semd­ir í ráð­herra­nefnd­inni og telur hann ekki að það sé lýs­andi fyr­ir um­ræðu í ráð­herra­­­nefnd að þar hafi ráð­herr­ar verið með mikla efa­­­semd um að fram­­­kvæma út­­boð­ið. „Þvert á móti þá er ég þeirr­ar skoð­unar um að þar hafi farið fram gagn­­­leg um­ræða um kosti og galla þeirra val­­­kosta sem við stóðum frammi fyr­­ir.“

„Getum ekki treyst fjár­mála­heim­in­um“

Sig­urður Ingi seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann ekki geta tjáð sig um hvað fram fer í ráð­herra­nefnd­inni, enda sitji hann ekki þá fundi og allt sé í trún­aði sem ger­ist þar nema það sé bók­að. Sama gildi um rík­is­stjórn­ar­fundi.

„Al­mennt get ég sagt að menn viðra skoð­anir sínar og hafa áhyggjur af ólíkum hlut­u­m,“ segir hann og vísar í orð sín á Alþingi í síð­ustu viku þar sem hann sagði að í öllu þessu ferli, innan ráð­herra­nefnd­ar, í rík­is­stjórn, á Alþingi og í sam­ráði við sér­fræð­inga, hafi „því miður aldrei komið upp sú til­laga að setja lág­mark sem allir sjá í dag að hefði verið gott – eða önnur við­mið sem hefðu þrengt túlkun eða mögu­lega sölu­að­ila. Ég held að lær­dóm­ur­inn af þessu sé að við getum ekki treyst fjár­mála­heim­inum til þess að hafa svig­rúm til túlk­un­ar. Regl­urnar verða að minnsta kosti að vera alveg skýr­ar.“

Hann telur að það þurfi að vera stíf­ara reglu­verk til þess að búa til öryggi á fjár­mála­mörk­uð­um. „Mér finnst þetta ferli sýna það að við séum ekki komin lengra og að það þurfi halda áfram með það.“

Fylgj­andi því að sett verði á lagg­irnar rann­sókn­ar­nefnd Alþingis – ef þörf krefur

Ráð­herr­ann bendir á að rík­is­stjórnin hafi ákveðið að stöðva frek­ari sölu og bíða eftir nið­ur­stöðum rann­sókna Rík­is­end­ur­skoð­unar og Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­bank­ans. Ef eitt­hvað birt­ist í þeim rann­sóknum sem krefst frek­ari rann­sókna þá þurfi að leit­ast eftir því við Alþingi að setja á lagg­irnar sér­staka rann­sókn­ar­nefnd.

Þannig að þú ert fylgj­andi því að skipa rann­sókn­ar­nefnd Alþingis síð­ar?

„Al­gjör­lega ef það þarf. Mér finnst að trú­verð­ug­leiki verði að vera haf­inn yfir allan vafa þegar verið er að selja rík­is­eignir eða almenn­ings­eign­ir. Þá eigi að vera full­komið gegn­sæi í því. Við hljótum öll að vera svekkt að hafa ekki sett skýr­ari reglur svo að túlkun sölu­að­il­anna hafi ekki verið fyrir hendi og þess vegna finnst mér að þessir sér­fræð­ingar sem ráð­lögðu okkur hefðu átt að ráð­leggja okkur bet­ur. Þess vegna er ég svekktur út í Banka­sýsl­una og treysti henni ekki til að halda áfram að óbreyttu. Ég er þó mest svekktur út í sjálfan mig og okkur öll.“

Sig­urður Ingi segir að Rík­is­end­ur­skoðun sé stofnun Alþingis og hljóti því að vera yfir allt van­hæfi haf­in. Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans hefði gríð­ar­lega miklar heim­ildir til rann­sókna – og hafi þegar komið í ljós að eft­ir­litið sé að rann­saka hvort sölu­að­il­arnir hafi farið út fyrir sínar heim­ildir í þeirri túlkun sem þeir höfðu.

„Ef nið­ur­stöður þess­ara rann­sókna benda til að ein­hverjum spurn­ingum sé ósvarað eða þeir telji í gegnum nið­ur­stöð­una að það þurfi að skoða þetta betur og að þeim hafi skort heim­ildir þá finnst mér það ein­boð­ið, já,“ segir hann.

„Við viljum og við­ur­kennum að þarna hefði mátt gera bet­ur“

Mikið hefur verið rætt um traust í garð stjórn­mála­mann eftir söl­una og varð­andi það þá segir Sig­urður Ingi að hann vilji gera bet­ur.

Ráð­herr­ann segir að þrátt fyrir að meg­in­mark­miðin í þessum tveimur útboðum hafi náðst með dreifðri eign­ar­að­ild, 100 millj­arða hærra verð­mæti almenn­ings í Íslands­banka, fjöl­breytt­ara eign­ar­haldi þá sé rýrnun trausts aug­ljós afleið­ing síð­asta útboðs.

„Þess vegna stöðv­uðum við frek­ari sölu þangað til fyrir liggja rann­sóknir og ein­hvers konar ný útgáfa af því fyr­ir­komu­lagi sem Banka­sýslan var með. Það er auð­vitað gert vegna þess að við viljum og við­ur­kennum að þarna hefði mátt gera betur – og við viljum gera bet­ur. Það er nokkuð aug­ljóst eins og kemur fram í skoð­ana­könn­unum að auð­vitað verður traust á slíku fyrir hnekki og það er mjög mik­il­vægt að það sé fyrir hendi. Þess vegna stöðvum við og lýsum því yfir að það verði ekki frek­ari sala fyrr en ann­ars vegar liggi fyrir nið­ur­staða rann­sókna og hins vegar að ein­hvers konar nýtt fyr­ir­komu­lag liggi fyrir þar sem aðkoma Alþingis og aukið gagn­sæi sé skýr­ara,“ segir hann.

Ráð­herrar bera að lokum ábyrgð­ina

En ábyrgð ráða­manna? Hvað með hana?

Sig­urður Ingi segir að það liggi í augum uppi að þeir sem starfa hjá fram­kvæmda­vald­inu beri að lokum ábyrgð. „Við berum líka þá ábyrgð að það sé farið eftir þeim leið­bein­ingum sem liggja fyr­ir.“

Hann rifjar upp að hann hafi setið í rann­sókn­ar­nefnd þing­manna eftir hrunið 2008 og þar hafi ein helsta athuga­semd­in, meðal ann­ars við einka­væð­ingu bank­anna, verðið að menn hafi ekki fylgt ráðum sér­fræð­ing­anna. „Það var gert í þessu til­vik­i,“ áréttar hann.

Þarf eng­inn að taka póli­tíska ábyrgð í þessu til­felli, að þínu mati?

„Eigum við ekki að kanna nið­ur­stöðu rann­sókn­anna og gagn­anna fyrst,“ segir hann og bætir því við að öllum steinum verði velt áður en hægt verði að svara frek­ari vanga­veltum um það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent