„Endurfæðing“ og „nýfengið frelsi“ á köldum apríldegi

Kuldaboli ákvað aðeins að sýna hornin daginn sem brúnin á Englendingum tók að léttast snarlega eftir að tilslakanir voru gerðar varðandi ýmsa starfsemi og þjónustu. Raðir mynduðust við bari og verslanir sem höfðu verið lokaðar í um fjóra mánuði.

Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Fólk lét kuldann ekki á sig fá og sat úti og sötraði bjór eða kaffi í London í dag.
Auglýsing

Hund­ruð manna stóðu í röðum fyrir utan bari á Englandi í gær­kvöldi og biðu eftir því lang­þráða augna­bliki að vert­inn opn­aði dyrnar og byði þeim að kaupa eins og eitt bjór­glas eða tvö. Um leið og klukkan sló tólf á mið­nætti varð þeim að ósk sinni. Nokkrar krár með leyfi til að selja áfengi allan sól­ar­hring­inn biðu ekki eftir því að birta tæki að degi heldur buðu þyrstum kúnnum að ganga í bæinn um leið og það mátti á ný. Krár hafa verið lok­aðar í land­inu frá því í jan­ú­ar, í um fjóra mán­uði, en á mið­nætti voru gerðar ýmsar til­slak­anir á Englandi. Krár mega nú hafa úti­svæði sín opin og veit­inga­staðir sömu­leið­is. Það sama mun ger­ast í Skotlandi þann 26. apríl en Wales á enn eftir að ákveða dag­setn­ingu en þar voru þó gerðar minni­háttar til­slak­anir í dag. Á Norð­ur­-Ír­landi hefur útgöngu­banni verið aflétt og mega nú tíu koma saman utandyra.

„Ég vona að þetta sé nokk­urs konar end­ur­fæð­ing og að við getum haft opið um ófyr­ir­séða fram­tíð,“ hefur BBC eftir Nicholas Hair, eig­anda bars­ins Kent­ish Belle í London.

Auglýsing

Þetta er ekki eina þjón­ustan sem er nú aftur í boði. Versl­an­ir, hár­greiðslu­stof­ur, lík­ams­rækt­ar­stöðvar og sund­laugar hafa einnig verið opn­aðar sem og dýra­garðar og skemmti­garðar – svo lengi sem gestir geta notið þeirra utandyra. Ákveðnar fjölda­tak­mark­anir og fleira er enn í gildi en þetta eru vissu­lega gleði­leg tíma­mót.

„Fólk ætti að njóta þessa nýfengna frelsis en að halda áfram vöku sinni og vera með­vitað um hætt­una,“ segir Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands. John­son segir að um „óaft­ur­kræft“ skref í opnun lands­ins sé að ræða og að nú sé tæki­færið til að gera aftur sumt af því sem „við elskum og höfum sakn­að“.

Líkamsrækt á ný! Jibbí! Mynd: EPA

Dauðs­föllum vegna COVID-19 hefur farið fækk­andi dag frá degi und­an­far­ið. Í gær lét­ust sjö manns á Englandi sem greinst höfðu síð­ustu 28 daga, vegna sjúk­dóms­ins. Ekki hafa orðið færri dauðs­föll af völdum kór­ónu­veirunnar á einum degi frá því um miðjan sept­em­ber. Í síð­ustu viku lét­ust sam­tals 240 manns en til sam­an­burðar lét­ust 1.400 viku­lega í jan­ú­ar. Þá fækkar sjúkra­húsinn­lögnum einnig.

Búið er að gefa rétt tæp­lega 40 millj­ónir skammta af bólu­efni í Bret­landi. Þar af hafa um sjö millj­ónir manna fengið báða skammt­ana.

Margir þurfa enn að bíða

Næsta skref í aflétt­ingum verður ekki tekið fyrr en 17. maí. Veit­inga­staðir og barir sem ekki eru með úti­svæði verða ekki opn­aðir fyrr en þá. Á það við um 60 pró­sent allra slíkra staða á Englandi. Á þeim stöðum þar sem úti­svæði eru að finna verður nóg að gera á næst­unni. Byrjað var að bóka þar borð með góðum fyr­ir­vara er ljóst var hvenær fyrstu aflétt­ing­arnar yrðu.

John­son brýndi fyrir fólki í dag að sýna áfram ítr­ustu var­kárni og taka ábyrgð á eigin hegð­un. Hann seg­ist von­ast til þess að aldrei aftur þurfi að stíga skref til baka og herða aðgerðir vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent