Enginn „á rauðu“ á COVID-göngudeildinni

Þrír sjúklingar liggja á legudeildum Landspítalans með COVID-19 sjúkdóminn. Rúmlega 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeildinni en enginn þeirra er „á rauðu“.

Yfir 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeild Landspítalans.
Yfir 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeild Landspítalans.
Auglýsing

Á hádegi í dag voru þrír sjúk­lingar inniliggj­andi á legu­deildum Land­spít­al­ans með COVID-19. 705 eru í eft­ir­liti á COVID-­göngu­deild­inni, þar af 74 börn. Eng­inn er „á rauð­u“, segir í til­kynn­ingu frá far­sótt­ar­nefnd spít­al­ans en sá litur er not­aður yfir þá sem eru með alvar­leg ein­kenni og gætu þurft á inn­lögn að halda innan skamms. Hins vegar eru 22 ein­stak­lingar flokk­aðir „gul­ir“.

Auglýsing

Fjórtán starfs­menn spít­al­ans eru í ein­angr­un. Þrjá­tíu starfs­menn eru í sótt­kví A og 149 í vinnu­sótt­kví.

Far­sótt­ar­nefndin árétt­ar, í sam­bandi við sitt lita­kóð­un­ar­kerfi á veik­indum sjúk­linga að það að ein­stak­lingur sé á grænu þýðir ekki sjálf­krafa að hann sé ein­kenna­laus. Hann getur verið með ýmis ein­kenni en vegna ald­urs, fyrra heilsu­fars, áhættu­þátta o.s.frv. getur hann flokk­ast grænn með litla, með­al, eða mikla áhættu á að þróa frek­ari veik­indi.

Á sama hátt eru þeir sem flokk­ast „gul­ir“ einnig með mis­mikil ein­kenni og eft­ir­lit þeirra stýr­ist af áhættu­mati og líkum á frek­ari veik­ind­um. Þeir sem eru „rauð­ir“ eru með mikil ein­kenni og eru í mestri áhættu að verða alvar­lega veikir og þarfn­ast inn­lagn­ar. Þessi aðferð við að flokka sjúk­linga og veita þeim eft­ir­lit við hæfi hefur reynst afar vel á göngu­deild­inni frá byrjun og er t.d. veg­vísir um hvenær skal kalla við­kom­andi inn til skoð­unar og með­ferðar í göngu­deild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástand­ið. „Það gefur því ekki rétta mynd af ástand­inu að horfa ein­ungis á fjölda ein­stak­linga með ákveðna lita­kóðun heldur eru fleiri breytur sem hjálpa fag­fólk­inu að skipu­leggja eft­ir­litið og for­gangs­raða með öryggi sjúk­linga að leið­ar­ljósi,“ segir í árétt­ingu far­sótt­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Hátt í hund­rað smit á einum degi

Að minnsta kosti 96 smit af kór­ónu­veirunni greindust inn­an­lands í gær. Fyrir hádegi í dag var enn verið að greina sýni en yfir 4.000 slík voru tekin í gær. Flestir þeirra sem greindust í gær eða yfir 70 pró­sent, voru utan sótt­kvíar og meiri­hluti þeirra var bólu­settur eins og verið hefur síð­ustu daga.

Að minnsta kosti 141 óbólu­settur ein­stak­lingur hefur greinst með veiruna inn­an­lands síð­ustu átta daga.

Alma Möller land­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi í morgun að bólu­setn­ing dragi „sem betur fer“ mikið úr veik­indum hjá fólki, ekki síst alvar­leg­um. Hún sagði aðgerðir inn­an­lands nú gerðar vegna óvissunnar um virkni bólu­efna sem nú væri uppi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 47. þáttur: Síðasta Heian-skáldið
Kjarninn 20. janúar 2022
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent