Enginn „á rauðu“ á COVID-göngudeildinni

Þrír sjúklingar liggja á legudeildum Landspítalans með COVID-19 sjúkdóminn. Rúmlega 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeildinni en enginn þeirra er „á rauðu“.

Yfir 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeild Landspítalans.
Yfir 700 manns eru í eftirliti á COVID-göngudeild Landspítalans.
Auglýsing

Á hádegi í dag voru þrír sjúk­lingar inniliggj­andi á legu­deildum Land­spít­al­ans með COVID-19. 705 eru í eft­ir­liti á COVID-­göngu­deild­inni, þar af 74 börn. Eng­inn er „á rauð­u“, segir í til­kynn­ingu frá far­sótt­ar­nefnd spít­al­ans en sá litur er not­aður yfir þá sem eru með alvar­leg ein­kenni og gætu þurft á inn­lögn að halda innan skamms. Hins vegar eru 22 ein­stak­lingar flokk­aðir „gul­ir“.

Auglýsing

Fjórtán starfs­menn spít­al­ans eru í ein­angr­un. Þrjá­tíu starfs­menn eru í sótt­kví A og 149 í vinnu­sótt­kví.

Far­sótt­ar­nefndin árétt­ar, í sam­bandi við sitt lita­kóð­un­ar­kerfi á veik­indum sjúk­linga að það að ein­stak­lingur sé á grænu þýðir ekki sjálf­krafa að hann sé ein­kenna­laus. Hann getur verið með ýmis ein­kenni en vegna ald­urs, fyrra heilsu­fars, áhættu­þátta o.s.frv. getur hann flokk­ast grænn með litla, með­al, eða mikla áhættu á að þróa frek­ari veik­indi.

Á sama hátt eru þeir sem flokk­ast „gul­ir“ einnig með mis­mikil ein­kenni og eft­ir­lit þeirra stýr­ist af áhættu­mati og líkum á frek­ari veik­ind­um. Þeir sem eru „rauð­ir“ eru með mikil ein­kenni og eru í mestri áhættu að verða alvar­lega veikir og þarfn­ast inn­lagn­ar. Þessi aðferð við að flokka sjúk­linga og veita þeim eft­ir­lit við hæfi hefur reynst afar vel á göngu­deild­inni frá byrjun og er t.d. veg­vísir um hvenær skal kalla við­kom­andi inn til skoð­unar og með­ferðar í göngu­deild og hversu títt þarf að hringja í hann og meta ástand­ið. „Það gefur því ekki rétta mynd af ástand­inu að horfa ein­ungis á fjölda ein­stak­linga með ákveðna lita­kóðun heldur eru fleiri breytur sem hjálpa fag­fólk­inu að skipu­leggja eft­ir­litið og for­gangs­raða með öryggi sjúk­linga að leið­ar­ljósi,“ segir í árétt­ingu far­sótt­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Hátt í hund­rað smit á einum degi

Að minnsta kosti 96 smit af kór­ónu­veirunni greindust inn­an­lands í gær. Fyrir hádegi í dag var enn verið að greina sýni en yfir 4.000 slík voru tekin í gær. Flestir þeirra sem greindust í gær eða yfir 70 pró­sent, voru utan sótt­kvíar og meiri­hluti þeirra var bólu­settur eins og verið hefur síð­ustu daga.

Að minnsta kosti 141 óbólu­settur ein­stak­lingur hefur greinst með veiruna inn­an­lands síð­ustu átta daga.

Alma Möller land­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi í morgun að bólu­setn­ing dragi „sem betur fer“ mikið úr veik­indum hjá fólki, ekki síst alvar­leg­um. Hún sagði aðgerðir inn­an­lands nú gerðar vegna óvissunnar um virkni bólu­efna sem nú væri uppi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent