Enn ein örvunarbólusetningin og alls óvíst með hjarðónæmi

Ísraelar fóru hratt af stað í bólusetningar en á vilja til þeirra hefur hægt. Fjórði skammturinn stendur nú 60 ára og eldri til boða. Einn helsti sérfræðingur landsins varar við tali um hjarðónæmi enda veiran ólíkindatól.

Fjórði skammtur bóluefnis býðst nú öllum 60 ára og eldri í Ísrael sem og öllu heilbrigðisstarfsfólki.
Fjórði skammtur bóluefnis býðst nú öllum 60 ára og eldri í Ísrael sem og öllu heilbrigðisstarfsfólki.
Auglýsing

Greindum til­fellum COVID-19 fjölg­aði um 360 pró­sent í Ísr­ael á einni viku og alvar­lega veikum af völdum veirunnar hefur fjölgað stöðugt en þó ekki mjög hratt, í hálfan mán­uð. Í gær lágu 110 sjúk­lingar á spít­öl­um. Dauðs­föllum hefur hins vegar ekki fjölgað með sama hraða og í fyrri smit­bylgjum sem styður enn frekar þær vís­bend­ingar að ómíkron sé ekki jafn mikil ógn við líf fólks þrátt fyrir að vera mun meira smit­andi en delta-af­brigð­ið.

Opna fyrir ferða­menn

Stjórn­völd í land­inu gripu til mjög harðra aðgerða er ómíkron-af­brigðið upp­götv­að­ist í nóv­em­ber og stöðv­uðu ferða­lög til lands­ins. Það hægði veru­lega á útbreiðsl­unni miðað við þró­un­ina í t.d. Evr­ópu­ríkjum en fimmta bylgja far­ald­urs­ins, sem nú er haf­in, er engu að síður skollin á og er að miklu leyti vegna ómíkron.

Nú stendur til að draga úr ferða­tak­mörk­unum bólu­settra og ferða­mönnum frá ákveðnum löndum verður leyft að koma til Ísr­ael frá og með 9. jan­ú­ar. Þeir verða að sýna nei­kvætt PCR-­próf við kom­una og einnig fara í eitt slíkt próf við upp­haf dvalar sinn­ar.

Auglýsing

Ísra­elar hafa reynt að halda grunn­skólum sínum opnum en nú er ósætti komið upp um fram­haldið milli heil­brigð­is­ráð­herr­ans og mennta­mála­ráð­herr­ans. Gild­is­tími áætl­unar sem kall­ast „græna kennslu­stof­an“ er útrunn­inn en hún fól í sér að nem­endur og kenn­arar frá svæðum þar sem smit er tak­markað gátu mætt í skól­ann, þrátt fyrir að vera í sótt­kví, svo lengi sem þeir fram­vís­aðu nei­kvæðu COVID-­prófi. For­eldrar og nem­endur eru sagðir ráð­villtir og ekki vissir hvort kennt verði í skólum næstu daga eða hvort fjar­nám verði tekið upp. Tæp­lega 90 þús­und nem­endur eru í sótt­kví eða ein­angrun í Ísr­ael og vel fyri 4.000 starfs­menn skól­anna.

Nokkrir háskólar ákváðu í gær, er smit­fjöld­inn rauk upp úr öllu valdi miðað við vik­una á und­an, að taka upp fjar­nám eftir helgi.

Örvunarskammtar á hverja 100 íbúa í nokkrum löndum. Mynd: Our World in Data

Ísra­elar byrj­uðu bratt í bólu­setn­ingum meðal fyrstu þjóða í byrjun árs eftir að hafa gert samn­ing við Pfizer um afhend­ingu bólu­efn­is. Enn eru aðeins um 60 pró­sent íbúa lands­ins skil­greind sem full­bólu­sett jafn­vel þótt bólu­setn­ingar hafi boð­ist börnum niður í fimm ára aldur frá því í nóv­em­ber. Full­bólu­settir eru þeir sem nýverið hafa fengið annan skammt bólu­efnis eða þegið örv­un­ar­bólu­setn­ingu, þ.e.a.s. þriðja skammt­inn. Ísra­elar eru um 9,3 millj­ón­ir. 4,1 milljón hefur fengið örv­un­ar­skammt sem þýðir að hund­ruð þús­unda manna hafa ekki þegið hann.

Sá fjórði

Naftali Benn­ett, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­el, hvatti á sunnu­dag alla eldri landa sína til þiggja fjórða skammt bólu­efn­is. Stjórn­völd hafa sam­þykkt að allir sem eru 60 ára eða eldri sem og allt heil­brigð­is­starfs­fólk, geti fengið slíkan örv­un­ar­skammt.

Líkt og víðar um heim­inn er ásókn í skimun vegna kór­ónu­veirunnar gríð­ar­leg í Ísr­a­el. Vís­inda­menn telja að senn líði að því að um 50 þús­und manns smit­ist af veirunni dag­lega. Stjórn­völd skoða nú for­gangs­röðun í skimanir enda langar bíla­lestir mynd­ast síð­ustu daga við sýna­töku­staði.

Hjarð­ó­næmi eða ekki

Heil­brigð­is­ráð­herr­ann Nachman Ash sagði nýverið að Ísr­ael gæti náð hjarð­ó­næmi með útbreiðslu ómíkron-af­brigð­is­ins sem talið er valda mild­ari sjúk­dóms­ein­kenn­um, sér­stak­lega hjá þrí­bólu­sett­um. Er hann bjart­sýnn á að lyf lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Merck & Co's, sem gefið er sjúk­lingum við upp­haf veik­inda, eigi eftir að gagn­ast vel í bar­átt­unni. Lyfið fékk nýverið mark­aðs­leyfi í land­inu og má gefa öllum átján ára og eldri.

Salman Zarka, sem fer fyrir COVID-við­bragð­steymi heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, segir aftur á móti of snemmt að tala um hjarð­ó­næmi og hvenær og hvort það náist. Hann segir reynslu síð­ustu tveggja ára sýna að þeir sem hafi smit­ast af veirunni og náð sér geti smit­ast aft­ur. Ný afbrigði, tölu­vert frá­brugðin þeim sem á undan hafa kom­ið, hafa allan far­ald­ur­inn verið að skjóta upp koll­in­um. Ómíkron, hið bráðsmit­andi afbrigði sem fyrst upp­götv­að­ist í sunn­an­verðri Afr­íku í lok nóv­em­ber, virð­ist frekar valda ein­kennum í hálsi en lungum líkt og fyrstu afbrigðin gerðu. Eig­in­leikar þess eru því á margan hátt frá­brugðnir þeim.

Vís­inda­menn um allan heim fara enn var­lega í að lýsa yfir vissu um að ómíkron sé mein­laus­ari veira en þær fyrri. Það er ekki síst gert í ljósi þess að þrátt fyrir að það valdi væg­ari sjúk­dóms­ein­kenn­um, smit­ist það svo hratt að hlut­falls­lega margir sýkjast, þar á meðal óbólu­sett­ir, fólk með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og aldr­aðir sem er hætt­ara við alvar­legum veik­ind­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent