Hlutabréfamarkaðurinn í Sjanghæ lokaði eftir fall vísitölunnar um 8,5 prósentustig í dag. Það er mesta hrun hlutabréfavísitölu í Kína á einum degi í átta ár. Hrunið í dag eykur áhyggjur af heilsu þessa næststærsta efnahagssvæðis í heimi.
Í júní féll hlutabréfaverð um samtals 30 prósent sem varð til þess að stjórnvöld í Kína stigu inn í til þess að reyna að leiðrétta markaðinn. Þá hafði markaðurinn vaxið um 150 prósent síðustu 12 mánuði á undan, á einu mesta þenslutímabili í sögu Kína.
5. My view now: worry about the Chinese economy slowing - that could really matter. Worry less about the stock market.
Auglýsing
— Duncan Weldon (@DuncanWeldon) July 27, 2015
Á föstudag birtust gögn um að framleiðsla í Kína í júlí hefur ekki verið jafn léleg í 15 mánuði. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, er haft eftir markaðssérfræðingnum Bernard Aw að þessi lélega framleiðni valdi „auknum áhyggjum um að efnahagurinn í Kína eigi enn eftir að veikjast.“ Fall vísitölunnar í júní olli stjórnvöldum og hlutabréfakaupendum miklu hugarangri enda kom skyndilegt hrun á óvart, strax í kjölfarið á miklu þensluskeiði. Stjórnvöld brugðust við með því að þvinga fólk til að kaupa bréf í kínverskum félögum. Þessi viðbrögð kínverskra stjórnvalda voru helst gagnrýnd af fólki sem sagði aðgerðirnar sjónhverfingu og skammtímalausn til að hífa markaðinn upp án þess að leysa vandamálin sem eru mest aðkallandi. Greinendur segja trausti á þessum aðgerðum stjórnvalda ábótavant og að það hafi valdið falli vísitölunnar í dag. Orðrómur um að þvinganirnar verði brátt afnumdar á að hafa gengið um í dag auk þess sem hagtölur hafa undanfarið veikst og það hrætt markaðinn.
Fall hlutabréfavísitalna í júní