Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví

„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fagna ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.

Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Auglýsing

Alþjóðasamtök flugfélaga (IATA) fagna því að frá og með næsta mánudegi þurfi bólusettir farþegar frá flestum ríkjum ESB sem og Bandaríkjunum ekki lengur að fara í sóttkví við komuna til Bretlands né að fara í sýnatöku á áttunda degi. Í tilkynningu segja samtökin þessa ákvörðun breskra yfirvalda „jákvæða, rökrétta og löngu tímabæra“ og eigi eftir að koma efnahag landsins til góða, sérstaklega ferðaþjónustunni.

Hins vegar furða samtökin sig á því að áfram þurfi fullbólusettir farþegar frá mörgum löndum að fara í einangrun og sýnatöku á landamærum Bretlands. Þá hafa þau einnig áhyggjur af stöðu sambærilegra mála í Bandaríkjunum þar sem strangar ferðatakmarkanir hafa verið framlengdar vegna útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. „Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja samtökin í tilkynningunni.

Breytingarnar á landamærum Bretlands eiga almennt að ná til allra aðildarríkja ESB sem og Íslands og Noregs en þó er Frakkland enn á „rauðum lista“ vegna útbreiðslu faraldursins þar í landi. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd af franska utanríkisráðherranum sem segir ákvörðun breskra yfirvalda „óskiljanlega“ og mismuna fólki.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent