Faraldurinn hafi opinberað veikleika og styrkleika norræns samstarfs

Norrænu forsætisráðherrarnir héldu blaðamannafund í Kaupamannahöfn í morgun þar sem þeir ræddu m.a. hvernig löndin geti bætt samstarfið þegar krísa skellur á.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna á þingi Norðurlandaráðs í morgun.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á blaðamannafundi norrænu forsætisráðherranna á þingi Norðurlandaráðs í morgun.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mætti á blaða­manna­fund nor­rænu for­sæt­is­ráð­herr­anna í Kaup­manna­höfn í Dan­mörku í morgun en þing Norð­ur­landa­ráðs stendur nú yfir þar í landi. Hún segir í sam­tali við Kjarn­ann að ráð­herr­arnir hafi meðal ann­ars rætt sín á milli hvernig Norð­ur­löndin geti byggt sig upp þannig að þau séu sam­stillt þegar vá er fyrir dyr­um.

Ráð­herr­arnir sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu þar sem þeir lýstu yfir vilja til að dýpka sam­starf Norð­ur­land­anna til að geta verið betur und­ir­búin fyrir krísu á borð við kór­ónu­veiruna. Á þingi Norð­ur­landa­ráðs í dag ræddu þing­menn og ráð­herrar enn fremur skýrslu sem fjallar meðal ann­ars um það hvað hægt sé að læra af kór­ónu­veiru­far­aldr­inum og hvað hefði verið hægt að gera bet­ur.

Katrín segir í sam­tali við Kjarn­ann að ákveðin mál hafi komið upp í byrjun far­ald­urs sem þurfi að skoða. „Sum lönd eru í ESB og önnur ekki. Það skap­ar, ja, ég segi ekki vanda­mál – sumir eru í öðru sam­tali þannig að það var úrlausn­ar­efni fyrir okkur en við nutum til dæmis mik­ils aðstoðar Svía í bólu­efna­samn­ingum sem er eitt af því sem við þurfum að vera svo­lítið með­vituð um í nor­rænu sam­starfi. Svo eru sumir í NATO og aðrir ekki. Það er eitt­hvað sem við þurfum líka að vera með­vituð um.“

Auglýsing

Katrín segir að yfir­lýs­ing ráð­herr­anna snú­ist um það að fara yfir ákveðna ferla. „Hvað gerum við þegar krísa skellur á og lönd fara til dæmis að loka landa­mærum?“ spyr hún og bætir því við að mikil óvissa hafi skap­ast í kringum ástand­ið. Hún segir að sú óvissa hafi eig­in­lega verið ónauð­syn­leg þar sem ráð­herrar land­anna þekk­ist vel og hefðu getað verið í meira sam­bandi í byrjun COVID.

Hún segir að far­ald­ur­inn hafi að ein­hverju leyti opin­berað veik­leika í nor­rænu sam­starfi. „En líka má segja að eftir fyrsta áfallið þá hófst rosa­lega þétt sam­tal og borg­ara­þjón­ust­urnar unnu til dæmis mikið saman til að koma fólki heim. Það var mikið sam­tal á milli heil­brigð­is­ráð­herr­anna og utan­rík­is­ráð­herr­anna – þannig að fyrstu við­brögð voru svo­lítið „hver fyrir sig“ en svo hófst mjög þétt sam­tal. Þannig að far­ald­ur­inn opin­ber­aði bæði veik­leika og styrk­leika.“

Hvernig er að koma aftur á þing Norð­ur­landa­ráðs eftir að það féll niður í fyrra vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins?

„Það er rosa­lega gaman og maður skynjar ofboðs­lega stemn­ingu í hús­in­u,“ segir Katrín. Hún bendir á að nor­rænu for­sæt­is­ráð­herr­arnir hafi reyndar hist á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í Glas­gow í vik­unni en hún tók þátt í hlið­ar­við­burði ráð­herr­anna um grænar fjár­fest­ing­ar, þar sem meðal ann­ars var greint frá þeirri fyr­ir­ætlan íslenskra líf­eyr­is­sjóða að fjár­festa í grænum verk­efn­um.

Kjarn­inn fjall­aði um málið í gær en þrettán íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir ætla að setja 580 millj­­arða króna í fjár­­­fest­ingar í hreinni orku og umhverf­is­vænum lausnum til árs­ins 2030. Sjóð­irnir skrif­uðu undir vilja­yf­­ir­lýs­ingu þess efnis gagn­vart alþjóð­­legu sam­tök­unum Climate Invest­­ment Coa­lition (CIC) sem var for­m­­lega kynnt á lofts­lags­ráð­stefn­unni í Glas­­gow í gær. CIC mun fylgj­­ast með og mæla hvort þátt­tak­endur í verk­efn­inu standi við yfir­­lýst mark­mið og birta nið­­ur­­stöður sínar árlega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent