Fólk yfir fimmtugu fær ekki lengur bóluefni Pfizer

Til að hraða bólusetningum í Ástralíu hefur verið gripið til þess ráðs að gera bóluefni AstraZeneca að fyrsta kosti hjá fimmtíu ára og eldri. Yngra fólk og framlínustarfsmenn munu áfram fá efnið frá Pfizer.

Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Ferðamaður að koma inn á sóttkvíarhótel í Melbourne.
Auglýsing

Fimmtíu ára og eldri Ástralar munu ekki fá bóluefni Pfizer gegn COVID-19 fyrr en í lok ársins. Stjórnvöld í landinu hafa breytt áherslum í bólusetningarherferð sinni verulega og að auki samþykkt að setja verulegar ferðahömlur á fólk sem er að koma frá Indlandi og mögulega öðrum hááhættulöndum.

Ítarlega er fjallað um þessar breyttu áætlanir í frétt Sydney Morning Herald og þar kemur fram að frá og með mánaðamótum, þegar næsta stig bólusetningarherferðarinnar verði stigið, verði bóluefni frá AstraZeneca fyrsti kostur fyrir fimmtíu ára og eldri og bóluefni Pfizer gefið yngra fólki, fólki í framlínustörfum sem og öldruðum á hjúkrunarheimilum sem enn á eftir að bólusetja.

Mjög harðar aðgerðir hafa verið í Ástralíu frá því faraldurinn braust út og skellt hefur verið staðbundið í lás þar sem smit hafa komið upp. Þeir sem koma til landsins, fyrir utan ferðamenn frá Nýja-Sjálandi sem myndað hefur ferðakúlu með Ástralíu, þurfa að dvelja á sóttkvíarhótelum í tvær vikur. Nú er svo komið að sífellt fleiri sem þar dvelja eru að greinast með COVID-19 og því hefur að sögn forsætisráðherrans Scotts Morrison verið ákveðið að draga verulega úr ferðalögum frá Indlandi, þar sem faraldurinn er í gríðarlegri uppsveiflu, sem og frá nokkrum öðrum löndum þar sem svipað er uppi á teningnum. Þá verða einnig settar ferðahömlur á fólk á hinn veginn, þ.e.a.s. verulega á að draga úr ferðalögum frá Ástralíu til þessara hááhættusvæða.

Auglýsing

Nítján smit greindust á sóttkvíarhótelum í gær og var um helmingur þeirra, líkt og síðustu daga, hjá fólki sem var að koma frá Indlandi.

Morrison sagði þetta erfiðar ákvarðanir en að ríkisstjórnin teldi þær nauðsynlegar.

Í byrjun maí hefst næsta stig bólusetningarherferðarinnar í landinu og það verður breytt frá því sem áður stóð til. Enn verður lögð áhersla á að verja framlínustarfsmenn, unga sem aldna, og með bóluefni Pfizer, en aðrir eldri en fimmtugir munu fá bóluefni AstraZeneca utan, líkt og fyrr segir, aldraðir íbúar hjúkrunarheimila.

„Pfizer verður ekki í boði fyrir fólk yfir fimmtugu fyrr en við fáum stærri sendingar af því síðar á þessu ári,“ sagði heilbrigðisráðherrann Brendan Murphy.

Um 1,8 milljónir skammta af bóluefnum hafa verið gefnir í Ástralíu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent