Foreldrar einhverfra barna undir stöðugu álagi

Erlendar rannsóknir gefa til kynna að foreldrar einhverfra barna séu undir stöðugu álagi – ekki endilega vegna þess að umönnun þeirra sé svo krefjandi heldur vegna þess að það að vera stöðugur málsvari þeirra út á við ýti undir álag.

Guðrún Þorteinsdóttir, félagsráðgjafi og sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Guðrún Þorteinsdóttir, félagsráðgjafi og sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Auglýsing

Ef skortur er á úrræðum og stuðn­ingi við ein­hverf börn þá gerir það enn frekar að verkum að for­eldrar séu undir stöð­ugu álagi. Þetta kom fram í máli Guð­rúnar Þor­steins­dótt­ur, sviðs­stjóra hjá Grein­ing­ar- og ráð­gjaf­ar­stöð rík­is­ins, í ítar­legu við­tali Kjarn­ans sem birt­ist um helg­ina.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að þrjá­tíu börn hefðu fengið synjun frá Reykja­vík­ur­borg um að fara sér­deild næsta haust og þurfa þau því að fara inn í almennan bekk með stuðn­ingi. Ein­ungis átta pláss voru laus í þessum sér­deild­um.

Guð­rún segir í sam­tali við Kjarn­ann að henni finn­ist þetta snúið mál og bendir á að erlendar rann­sóknir gefi til kynna að for­eldrar ein­hverfra barna séu undir miklu álagi – ekki endi­lega vegna þess að umönnun og upp­eldi þeirra sé svo krefj­andi heldur vegna þess að það að vera stöð­ugur málsvari þeirra út á við og halda öllum boltum á lofti getur ýtt ofboðs­lega undir álag.

Auglýsing

Finna fyrir fyrir nei­kvæðum við­brögðum frá umhverf­inu

„Ef það er skortur á úrræðum og stuðn­ingi þá gerir það enn frekar að verkum að for­eldrar eru undir þessu stöðuga álagi. Erlendar rann­sóknir gefa þetta mikið til kynna. Þetta er oft dulið álag vegna þess að for­eldrar þess­ara barna upp­lifa sig eins og þau séu að keppa í krullu á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­um. Þau eru með kúst­inn – alltaf tveimur skrefum á undan að reyna að passa að allt sé slétt og fellt þannig að barnið geti farið í gegnum dag­inn nokkurn veg­inn við­stöðu­laust. Vegna þess að skynjun barn­anna og erf­ið­leikar við að aðlag­ast gerir það að verkum að þau stundum bregð­ast sterkt við og fá það sem kallað er „melt­down“ eða „ofsakast“. Það getur verið ofboðs­leg áskorun þegar þú ert í Kringl­unni eða úti í búð, eða ein­hvers stað­ar, að takast á við það.

Þessir for­eldrar verða stundum fyrir nei­kvæðum við­brögðum frá umhverf­inu vegna þess að það er ekki endi­lega eitt­hvað sjá­an­legt að barn­inu, þ.e. að það sé að glíma við þessar áskor­an­ir. For­eldrar fá oft á sig alls konar athuga­semdir varð­andi sína upp­eld­is­hæfni sem er mjög krefj­andi fyrir þá líka. Þeir upp­lifa þannig að þeir séu alltaf tals­menn barn­anna og alltaf að berj­ast fyrir þeirra rétt­ind­um. Umræðan hefur verið svo­lítið þannig að börn hafa ekki verið að fá það sem þau þurfa á að halda í skóla­kerf­inu og þessir for­eldrar eru – eins og allir for­eldrar – að reyna að vernda börnin sín,“ segir Guð­rún.

Henni finnst skilj­an­legt að for­eldrar reyni að gera grunn­skóla­göngu barn­anna sinna eins jákvæða og hugs­ast get­ur. „Vissu­lega er hægt að gera það í almennum skóla en þessir for­eldrar standa frammi fyrir því að spyrja sig: Eigum við að taka sénsinn? Hvað eigum við að gera? Eigum við ekki frekar að fara þar sem þekk­ingin er og reynslan?“ Rýna þarf í þessi mál, að mati Guð­rún­ar.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent