Foreldrar einhverfra barna undir stöðugu álagi

Erlendar rannsóknir gefa til kynna að foreldrar einhverfra barna séu undir stöðugu álagi – ekki endilega vegna þess að umönnun þeirra sé svo krefjandi heldur vegna þess að það að vera stöðugur málsvari þeirra út á við ýti undir álag.

Guðrún Þorteinsdóttir, félagsráðgjafi og sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Guðrún Þorteinsdóttir, félagsráðgjafi og sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Auglýsing

Ef skortur er á úrræðum og stuðn­ingi við ein­hverf börn þá gerir það enn frekar að verkum að for­eldrar séu undir stöð­ugu álagi. Þetta kom fram í máli Guð­rúnar Þor­steins­dótt­ur, sviðs­stjóra hjá Grein­ing­ar- og ráð­gjaf­ar­stöð rík­is­ins, í ítar­legu við­tali Kjarn­ans sem birt­ist um helg­ina.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að þrjá­tíu börn hefðu fengið synjun frá Reykja­vík­ur­borg um að fara sér­deild næsta haust og þurfa þau því að fara inn í almennan bekk með stuðn­ingi. Ein­ungis átta pláss voru laus í þessum sér­deild­um.

Guð­rún segir í sam­tali við Kjarn­ann að henni finn­ist þetta snúið mál og bendir á að erlendar rann­sóknir gefi til kynna að for­eldrar ein­hverfra barna séu undir miklu álagi – ekki endi­lega vegna þess að umönnun og upp­eldi þeirra sé svo krefj­andi heldur vegna þess að það að vera stöð­ugur málsvari þeirra út á við og halda öllum boltum á lofti getur ýtt ofboðs­lega undir álag.

Auglýsing

Finna fyrir fyrir nei­kvæðum við­brögðum frá umhverf­inu

„Ef það er skortur á úrræðum og stuðn­ingi þá gerir það enn frekar að verkum að for­eldrar eru undir þessu stöðuga álagi. Erlendar rann­sóknir gefa þetta mikið til kynna. Þetta er oft dulið álag vegna þess að for­eldrar þess­ara barna upp­lifa sig eins og þau séu að keppa í krullu á Vetr­ar­ólymp­íu­leik­um. Þau eru með kúst­inn – alltaf tveimur skrefum á undan að reyna að passa að allt sé slétt og fellt þannig að barnið geti farið í gegnum dag­inn nokkurn veg­inn við­stöðu­laust. Vegna þess að skynjun barn­anna og erf­ið­leikar við að aðlag­ast gerir það að verkum að þau stundum bregð­ast sterkt við og fá það sem kallað er „melt­down“ eða „ofsakast“. Það getur verið ofboðs­leg áskorun þegar þú ert í Kringl­unni eða úti í búð, eða ein­hvers stað­ar, að takast á við það.

Þessir for­eldrar verða stundum fyrir nei­kvæðum við­brögðum frá umhverf­inu vegna þess að það er ekki endi­lega eitt­hvað sjá­an­legt að barn­inu, þ.e. að það sé að glíma við þessar áskor­an­ir. For­eldrar fá oft á sig alls konar athuga­semdir varð­andi sína upp­eld­is­hæfni sem er mjög krefj­andi fyrir þá líka. Þeir upp­lifa þannig að þeir séu alltaf tals­menn barn­anna og alltaf að berj­ast fyrir þeirra rétt­ind­um. Umræðan hefur verið svo­lítið þannig að börn hafa ekki verið að fá það sem þau þurfa á að halda í skóla­kerf­inu og þessir for­eldrar eru – eins og allir for­eldrar – að reyna að vernda börnin sín,“ segir Guð­rún.

Henni finnst skilj­an­legt að for­eldrar reyni að gera grunn­skóla­göngu barn­anna sinna eins jákvæða og hugs­ast get­ur. „Vissu­lega er hægt að gera það í almennum skóla en þessir for­eldrar standa frammi fyrir því að spyrja sig: Eigum við að taka sénsinn? Hvað eigum við að gera? Eigum við ekki frekar að fara þar sem þekk­ingin er og reynslan?“ Rýna þarf í þessi mál, að mati Guð­rún­ar.

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent