Foreldrar einhverfra barna undir stöðugu álagi

Erlendar rannsóknir gefa til kynna að foreldrar einhverfra barna séu undir stöðugu álagi – ekki endilega vegna þess að umönnun þeirra sé svo krefjandi heldur vegna þess að það að vera stöðugur málsvari þeirra út á við ýti undir álag.

Guðrún Þorteinsdóttir, félagsráðgjafi og sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Guðrún Þorteinsdóttir, félagsráðgjafi og sviðsstjóri hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Auglýsing

Ef skortur er á úrræðum og stuðningi við einhverf börn þá gerir það enn frekar að verkum að foreldrar séu undir stöðugu álagi. Þetta kom fram í máli Guðrúnar Þorsteinsdóttur, sviðsstjóra hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, í ítarlegu viðtali Kjarnans sem birtist um helgina.

Kjarninn greindi frá því í síðasta mánuði að þrjátíu börn hefðu fengið synjun frá Reykjavíkurborg um að fara sérdeild næsta haust og þurfa þau því að fara inn í almennan bekk með stuðningi. Einungis átta pláss voru laus í þessum sérdeildum.

Guðrún segir í samtali við Kjarnann að henni finnist þetta snúið mál og bendir á að erlendar rannsóknir gefi til kynna að foreldrar einhverfra barna séu undir miklu álagi – ekki endilega vegna þess að umönnun og uppeldi þeirra sé svo krefjandi heldur vegna þess að það að vera stöðugur málsvari þeirra út á við og halda öllum boltum á lofti getur ýtt ofboðslega undir álag.

Auglýsing

Finna fyrir fyrir neikvæðum viðbrögðum frá umhverfinu

„Ef það er skortur á úrræðum og stuðningi þá gerir það enn frekar að verkum að foreldrar eru undir þessu stöðuga álagi. Erlendar rannsóknir gefa þetta mikið til kynna. Þetta er oft dulið álag vegna þess að foreldrar þessara barna upplifa sig eins og þau séu að keppa í krullu á Vetrarólympíuleikum. Þau eru með kústinn – alltaf tveimur skrefum á undan að reyna að passa að allt sé slétt og fellt þannig að barnið geti farið í gegnum daginn nokkurn veginn viðstöðulaust. Vegna þess að skynjun barnanna og erfiðleikar við að aðlagast gerir það að verkum að þau stundum bregðast sterkt við og fá það sem kallað er „meltdown“ eða „ofsakast“. Það getur verið ofboðsleg áskorun þegar þú ert í Kringlunni eða úti í búð, eða einhvers staðar, að takast á við það.

Þessir foreldrar verða stundum fyrir neikvæðum viðbrögðum frá umhverfinu vegna þess að það er ekki endilega eitthvað sjáanlegt að barninu, þ.e. að það sé að glíma við þessar áskoranir. Foreldrar fá oft á sig alls konar athugasemdir varðandi sína uppeldishæfni sem er mjög krefjandi fyrir þá líka. Þeir upplifa þannig að þeir séu alltaf talsmenn barnanna og alltaf að berjast fyrir þeirra réttindum. Umræðan hefur verið svolítið þannig að börn hafa ekki verið að fá það sem þau þurfa á að halda í skólakerfinu og þessir foreldrar eru – eins og allir foreldrar – að reyna að vernda börnin sín,“ segir Guðrún.

Henni finnst skiljanlegt að foreldrar reyni að gera grunnskólagöngu barnanna sinna eins jákvæða og hugsast getur. „Vissulega er hægt að gera það í almennum skóla en þessir foreldrar standa frammi fyrir því að spyrja sig: Eigum við að taka sénsinn? Hvað eigum við að gera? Eigum við ekki frekar að fara þar sem þekkingin er og reynslan?“ Rýna þarf í þessi mál, að mati Guðrúnar.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent