„Forkastanlegt að aðili með svona viðhorf gegni þessari stöðu“

Listafólkið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hafa bent ríkissaksóknara á fordómafull ummæli vararíkissaksóknara í garð listafólks í kjölfar þess að saksóknari hóf skoðun á öðrum ummælum vararíkissaksóknarans sem snúa að samkynhneigðum hælisleitendum.

Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, listafólkið Ólafur Ólafsson og Libia Castro og Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, listafólkið Ólafur Ólafsson og Libia Castro og Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.
Auglýsing

Libia Castro og Ólafur Ólafs­son hafa sent Sig­ríði Frið­jóns­dóttir rík­is­sak­sókn­ara erindi þar sem þau benda á ummæli Helga Magn­úsar Gunn­ars­sonar vara­rík­is­sak­sókn­ara sem þau telja for­dóma­full í garð lista­fólks. Ummælin birti Helgi Magnús í færslu á Face­book-­síðu sinni sem sjá má neðar í frétt­inni. Þau Libia og Ólafur ákváðu að senda Sig­ríði póst eftir að hafa heyrt af því að hún hefði hafið skoðun á nýlegum ummælum Helga Magn­úsar sem hann við­hafði á Face­book-­síðu sinni og sneru að sam­kyn­hneigðum hæl­is­leit­end­um. Að því er fram kemur í frétt á vef RÚV ákvað Sig­ríður að hefja skoðun á mál­inu að sínu frum­kvæði.

„Í ljósi upp­lýs­inga um að hún hefði verið að hefja rann­sókn á þessu máli, í fram­haldi af ummælum Helga, þá vildum við koma þessum upp­lýs­ingum á fram­færi við hana,“ segir Ólafur í sam­tali við Kjarn­ann og bætir því við að þau Libia hafi fengið stað­fest­ingu á mót­töku erind­is­ins.

Í erindi þeirra Libiu og Ólafs segir að ummælin sem hann við­hafði um verk þeirra sem sett hafði verið upp í tengslum við sýn­ing­una Töfra­fundur – ára­tug síðar í Hafn­­ar­­borg hafi verið „að okkar mati, líkt og nýleg ummæli hans um sam­kyn­hneigða hæl­is­leit­end­ur, full for­dóma, van­virð­ingar og fyr­ir­litn­ingar og ættu að okkar mati ekki að líðast, án afleið­inga, starfs­manni í hans stöð­u.“

Auglýsing

Segir eðli verks­ins einnig skipta máli

„Hann hefur verið að ráð­ast gegn inn­flytj­endum og sam­kyn­hneigðum og hópum sem hafa verið og eru í minni­hluta eða í erf­iðri aðstöð­u,“ segir Ólafur í sam­tali við Kjarn­ann. „Við vildum koma þessum ummælum á fram­færi við hana líka því hún er að rann­saka hans mál, svo hún vissi líka hvernig hann hefur verið að ráð­ast gegn mynd­list og lista­fólki. Það er for­kast­an­legt að aðili með svona við­horf gegni þess­ari stöðu, svona valda­mik­illi og mik­il­vægri stöðu sem maður ætlar að sé staða sem eigi að gæta hlut­leysis og geta vegið og metið aðstæð­ur.“

Að sögn Ólafs skiptir það líka máli hvers eðlis lista­verkið var. „Þarna skiptir inn­tak lista­verks­ins líka máli, því við erum að tala um lista­verk sem er hluti af stærri við­burði sem fjallar um nýju stjórn­ar­skrána, mál sem er og hefur verið beitt þögg­un. Þetta er hluti af þeirri þögg­un.“

Verkið sem um ræðir var eins og áður sagði hluti af sýn­ingu í Hafn­ar­borg í Hafn­ar­firði. Verkið var hengt upp á gafl húss Hafn­ar­borgar en það svo fjar­lægt að beiðni bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarðar Rósu Guð­bjarts­dótt­ur. Verkið rataði aftur upp á gafl húss­ins að nokkrum dögum liðn­um.

„Fátt annað á net­inu eftir hann nema for­dómar og vit­leysa“

Í umræddri færslu deildi Helgi Magnús frétt Vísis um málið og sagði verkið „eitt­hvert krafs á dúk“ sem væri til ama. „Svo mætir ein­hver mann­vits­brekkan af ein­hverjum fjöl­miðl­inum og rekur míkra­fón upp í and­litið á þeim og fer að ræða þessa aðför að list­sköpun þess­ara greyja. Auð­vitað veit þetta frétta­séni að þetta er bara krafs á dúk, en vill ekki að fólk haldi að það þekki ekki list þegar það sér hana,“ rit­aði Helgi.

Af orðum hans má skilja að honum hafi ekki þótt mikið til lista­verks þeirra Libiu og Ólafs koma. „Eru engin tak­mörk fyrir því bulli sem hægt er að veifa í nafni lista. Hvað verður það næst kannski ein­hver ótót­legur feitur kauði nak­inn í stóru fiska­búri að fitla við sig og skíta í dollu. Eða er búið að mjólka það,“ rit­aði Helgi Magn­ús.

Líkt og áður segir var það athugun rík­is­sak­sókn­ara á nýlegum ummælum Helga Magn­úsar sem rak þau Libiu og Ólaf af stað með erindi sitt. „Ég vissi ekk­ert hver þessi maður var þá.“ segir Ólafur um Helga Magnús og vísar til þess tíma þegar Helgi deildi færsl­unni um lista­verk­ið. „En ég googlaði hann og sá að það var fátt annað á net­inu eftir hann nema for­dómar og vit­leysa. Núna þegar þetta kemur fram þá hugs­aði ég: „Við förum ekk­ert að sitja á þessu.“,“ segir Ólafur sem einnig deildi færslu Helga Magn­úsar frá því í fyrra á Face­book-­síðu sinni.

Þetta hafði Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­rík­is­sak­sókn­ari lýð­veld­is­ins, að segja um rit­skoðun Rósu Guð­bjarts­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar, á sýn­ingu okkar Libiu og Töfrateym­is­ins í Hafn­ar­borg á síð­asta ári:

Posted by Ólafur Ólafs­son on Sunday, July 24, 2022

Ummælin alvar­leg, „sér­stak­lega kom­andi frá hand­hafa ákæru­valds­ins“

Ummælin sem Helgi lét falla á sam­fé­lags­miðlum fyrir helgi hafa vakið óhug hjá mörg­um, en Helgi sagði hæl­is­leit­endur „auð­vitað ljúga“ um kyn­hneigð sína og spurði einnig hvort ekki væri nú þegar nóg af hommum á Íslandi. Helgi Magnús hefur eytt ummælum sín­um.

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hefur gagn­rýnt ummæli Helga Magn­úsar en vísað á rík­is­sak­sókn­ara er varðar ábyrgð á mál­inu.

Það hefur Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir þing­maður Við­reisnar gagn­rýnt en í færslu á Face­book-­síðu sinni segir hún að í krafti stjórn­­un­­ar- og eft­ir­lits­heim­ilda sinna geti dóms­­mála­ráð­herra kallað eftir því að aga­við­­ur­lögum verði beitt. Í færslu sinni sagði Þor­gerður Katrín að Helgi Magnús sendi mjög hættu­leg skila­boð út til sam­fé­lags­ins með ummælum sín­um. „Svona ummæli eru alvar­leg. Sér­stak­lega kom­andi frá hand­hafa ákæru­valds­ins. Orð­ræðan hefur félags­mót­andi áhrif og hat­urs­full orð geta gert mik­inn skaða,“ ritar hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent