Glíma við mikla aukningu í fjölda smita þrátt fyrir góðan gang í bólusetningum

Frá síðustu mánaðamótum hefur fjöldi smita á Seychelles-eyjum rokið upp þrátt fyrir að vel hafi gengið að bólusetja þar í landi. Meðal þess sem gæti skýrt aukningu smita er léleg virkni bóluefna, of hraðar afléttingar takmarkana og ferðamannaiðnaðurinn.

Mögulega duga bóluefnin á Seychelles-eyjum ekki nógu vel gegn hinu svokallaða suður-afríska afbriigði.
Mögulega duga bóluefnin á Seychelles-eyjum ekki nógu vel gegn hinu svokallaða suður-afríska afbriigði.
Auglýsing

Íbúar Seychelles-eyja glíma nú við nýja bylgju kór­ónu­veirunnar þrátt fyrir að nán­ast hvergi í heim­inum gangi jafn vel að bólu­setja. Sam­kvæmt tölum frá Our World in Data hafa rúm­lega 70 pró­sent íbúa nú þegar fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni. Hlut­fallið fór yfir 60 pró­sent í fyrri hluta mars. Hlut­fall íbúa sem búinn er að fá báða skammta bólu­efnis er rúm 63 pró­sent en hlut­fallið rauf 60 pró­senta múr­inn í lok apr­íl.

Samt sem áður hefur fjöldi greindra smita auk­ist mikið í maí miðað við fyrri mán­uði árs­ins. Ein­hver hreyf­ing hefur verið á sjö daga hlaup­andi með­al­tali (e. roll­ing avera­ge) yfir fjölda greindra smita á árinu. Fyrir maí hafði það hæst farið í 85 en í apríl hefur það að með­al­tali verið í kringum 50. Um miðjan maí stóð þetta hlaup­andi sjö daga með­al­tal í rúm­lega 400. Það verður að telj­ast tölu­verður fjöldi í ljósi þess að íbúar eyrík­is­ins eru rétt tæp­lega 100 þús­und.

Að því er fram kemur í umfjöllun BBC um málið þá er hlut­fall bólu­settra af þeim sem hafa greinst með veiruna upp á síðkastið mun hærra á Seychelles-eyjum heldur en ann­ars stað­ar. Til að mynda greindu heil­brigð­is­yf­ir­völd þar í landi frá því 10. maí að þriðj­ungur nýrra til­fella hefðu verið meðal þeirra sem voru full­bólu­sett­ir.

Auglýsing

Í áður­nefndri umfjöllun er haft er eftir Dr. Jude Ged­eon, land­lækni Seychelles-eyja, að um tveir þriðju þeirra sem greinst hafa hafa sýnt væg eða engin ein­kenni. Um 80 pró­sent þeirra sem þurft hafa að leggj­ast inn á sjúkra­hús í land­inu vegna COVID-19 voru ein­stak­lingar sem ekki höfðu fengið bólu­efni.

En hvað veld­ur?

Líkt og rakið er í umfjöllun BBC er óvíst hversu mikla virkni bólu­efnin sem notuð hafa verið á Seychelles eyjum hafa. Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin telur virkni kín­verska bólu­efn­is­ins Sin­oph­arm vera um 79 pró­sent en gögn um virkni bólu­efn­is­ins utan Kína eru af skornum skammti. Þá er óljóst hversu góða vörn Astr­aZenece, sem einnig hefur verið mikið notað á Seychelles eyj­um, veitir gegn hinu svo­kall­aða suð­ur­-a­fríska afbrigði sem nú grein­ist á Seychelles-eyj­um.

Að mati Dr. Ged­eon gæti auk­inn fjöldi smita verið afleið­ing auk­inna umsvifa í land­inu. Alls kyns tak­mörk­unum var aflétt í mars og í kjöl­farið opn­uðu meðal ann­ars veit­inga­hús og skól­ar. Heil­brigð­is­yf­ir­völd hafa einnig sagt að pásk­arnir og sam­komur í tengslum við þá hafi haft sitt að segja. Þá er minni var­kárni fólks talin eiga ein­hverja sök að máli, enda sé það mögu­legt að fólk hugi minna að per­sónu­legum sótt­vörnum eftir að það er búið að fá, þó ekki sé nema, fyrsta skammt bólu­efn­is.

Eftir að smitum fór að fjölga voru tak­mark­anir í land­inu aftur hert­ar. Skólar lok­uðu, tak­mark­anir voru settar á opn­un­ar­tíma versl­ana, veit­inga­húsa og bara auk þess sem bann var lagt við margs konar sam­kom­um.

Spjótin hafa einnig beinst að ferða­þjón­ust­unni en hún er einn af burð­ar­stólpum efna­hags­lífs­ins á eyj­un­um. Til að mynda sóttu 400 þús­und ferða­menn eyj­una heim árið 2019. Eðli máls­ins sam­kvæmt varð hrun í ferða­þjón­ustu á Seychelles-eyjum árið 2020 en hún hefur verið að taka við sér.

Undir lok mars­mán­aðar til­kynntu stjórn­völd á Seychelles-eyjum að ferða­menn gætu heim­sótt eyj­arnar án þess að fara í sótt­kví, líkt og hafði verið skylda. Þó eru komur ferða­fólks frá nokkrum til­teknum löndum ein­hverjum tak­mörk­unum háð­ar. Við­brögðin létu ekki á sér standa, tölur yfir fjölda ferða­manna tóku mikið stökk upp á við á milli mars og apr­íl. Stjórn­völd hafa engu að síður vísað því á bug að aukin kraftur í ferða­þjón­ust­unni hafi eitt­hvað með auk­inn fjölda smita að gera. „Það er ekk­ert sem bendir til þess að ferða­menn komi með veiruna með sér til Seychelles-eyja,“ segir Dr. Ged­eon.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent