Gunnar Smári Egilsson leiðir lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar en listinn hefur nú verið opinberaður. Í öðru sæti er Laufey Líndal Ólafsdóttir, stjórnmálafræðingur ,og í þriðja sæti er Atli Gíslason, tölvunarfræðingur. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar er í fjórða sæti.
Í tilkynningu frá flokknum segir Gunnar Smári að komandi kosningar séu kannski þær mikilvægustu á lýðveldistímanum. „Það er raunveruleg hætta á að næstu fjögur árin muni stæk hægristjórn þröngva upp á þjóðina einkavæðingu og niðurbroti grunnkerfa og innviða samfélagsins, ráðagerð sem auðvaldið kallar viðspyrnu. Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Sjálfstæðisflokkurinn og önnur baráttutæki hinna ríku hafa lagt línurnar og boðað stórkostlegar skattalækkanir til fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, enn frekari fjáraustur úr almannasjóðum til hinna ríku, skerðingu á valdi og úrræðum verkalýðsfélaga og að lífsafkomu almennings verði fórnað fyrir aukinn hagnað hinna ríku,“ segir Gunnar Smári og bendir á að Sósíalistaflokkurinn sé stofnaður til þess „að veita auðvaldinu andspyrnu.“
Í tilkynningunni er einnig haft eftir Gunnari Smára að listi flokksins í Reykjavík sýni það að flokkurinn sé breiður flokkur sem endurspegli vel almenning. Öllum listunum er stillt um af slembivöldum hópi meðal félaga flokksins.
List Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík norður
- Gunnar Smári Egilsson, atvinnulaus blaðamaður
- Laufey Líndal Ólafsdóttir, námsmaður í hléi
- Atli Gíslason, tölvunarfræðingur
- Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
- Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur
- Bogi Reynisson, tæknimaður
- Kristbjörg Eva Andersen Ramos, námsmaður
- Ævar Þór Magnússon, verkstjóri
- Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, öryrki
- Guttormur Þorsteinsson, bókavörður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga
- Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi
- Atli Antonsson, doktorsnemi
- Ævar Uggason, bóksali
- Jóna Guðbjörg Torfadóttir, kennari
- Bjarki Steinn Bragason, skólaliði
- Nancy Coumba Koné, danskennari
- Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi
- Birgitta Jónsdóttir, þingskáld
- Sigurður Gunnarsson, ljósmyndari
- Þorvarður Bergmann Kjartansson, tölvunarfræðingur
- Ísabella Lena Borgarsdóttir, námsmaður
- María Kristjánsdóttir, leikstjóri