Ný rannsókn bendir til að örvunarskammtur fyrir Janssen-þega sé óþarfur

Gögn úr nýrri klínískri rannsókn sem hálf milljón suður-afrískra heilbrigðisstarfsmanna tók þátt í benda til þess að bóluefni Janssen veiti góða vörn gegn Delta-afbrigðinu. Örvunarskammtar hafa nú þegar verið gefnir hér á landi.

Johnson & Johnson Janssen
Auglýsing

Einn skammtur af bólu­efni Jans­sen veitir mikla vörn gagn­vart alvar­legum veik­indum og dauða af völdum Delta og Beta afbrigðum kór­ónu­veirunn­ar, gögn úr nýrri klínískri rann­sókn sem fram­kvæmd var í Suð­ur­-Afr­íku benda til þess. Hún er fyrsta stóra klíníska lyfja­rann­sóknin sem kannar virkni bólu­efnis Jans­sen gegn Delta-af­brigð­inu. Frá þessu er greint á vef New York Times en taka ber fram að gögn rann­sókn­ar­innar hafa ekki enn verið rit­rýnd og þau hafa enn ekki birst í vís­inda­rit­um. Vest­an­hafs er talað um bólu­efni Jans­sen sem John­son & John­son.

Um það bil hálf milljón heil­brigð­is­starfs­manna í Suð­ur­-Afr­íku tók þátt í rann­sókn­inni, sem eru í miklum áhættu­hópi gagn­vart því að smit­ast af COVID-19. Einn skammtur af bólu­efn­inu er sagður veita 95 vörn gegn dauða af völdum Delta-af­brigð­is­ins og 71 pró­sent vörn gegn spít­ala­inn­lögn­um. Virkni bólu­efn­is­ins gegn Beta-af­brigð­inu var aðeins lak­ari, en það afbrigði er talið eiga auð­veld­ara með að leika á ónæm­is­kerf­ið. Í þeim til­fellum þegar þátt­tak­endur í rann­sókn­inni smit­uð­ust þá fengu um 96 pró­sent þeirra væg ein­kenni. Hluti þeirra þátt­tak­enda í rann­sókn­inni sem smit­uð­ust af COVID-19 og glímdu við mjög alvar­leg veik­indi eða dóu af völdum veirunnar var innan við 0,05 pró­sent.

„Að okkar mati er bólu­efnið að gera það sem það var hannað til að gera, koma í veg fyrir að fólk legg­ist inn á spít­ala og að koma í veg fyrir að það fari í önd­un­ar­vél og lát­ist,“ segir lækn­ir­inn Linda-Gail Bekker í umfjöllun New York Times, en hún er meðal þeirra sem stýrir rann­sókn­inni. Hún segir nið­ur­stöð­urnar benda til þess að fólk sem hafi fengið einn skammt af bólu­efni Jan­sen þurfi ekki örv­un­ar­skammt.

Auglýsing

Þessi rann­sókn ætti því að hljóma vel í eyrum þeirra millj­óna sem fengið hafa bólu­efni frá Jan­seen, sér­stak­lega í ljósi þess að fyrri rann­sóknir sem fram­kvæmdar voru á til­rauna­stofum bentu til þess að þau sem fengu bólu­efnið gætu verið ber­skjald­aðri gagn­vart Delta-af­brigð­inu en þau sem fengu önnur bólu­efni sem gefin eru í tveimur skömmt­um.

Engar vís­inda­rann­sóknir birtar um örvun bólu­setn­ingar

Ísland er í hópi þeirra landa sem hafa ákveðið að gefa full­bólu­settum örv­un­ar­skammta, ásamt meðal ann­ars Ísra­el, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Þýska­landi. Hér á landi hafa rúm­lega 53 þús­und fengið bólu­efni Jans­sen og nú þegar hefur fólki í þeim hópi verið gef­inn örv­un­ar­skammt­ur.

Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans frá því í síð­ustu viku sagði Kamilla Jós­efs­dótt­ir, stað­geng­ill sótt­varna­lækn­is, að „engar vís­inda­rann­sókn­ir“ hefðu verið birtar um örvun Jans­sen-­bólu­setn­ingar en rök fyrir ákvörð­un­inni kæmu fram í minn­is­blaði. Rökin eru þau að vörn eftir einn skammt af bólu­efni Jans­sen sé svipuð og vörn eftir einn skammt af öðrum bólu­efn­um. „En Jans­sen er með mark­aðs­leyfi sem eins skammts bólu­efni og var því notað þannig.“

Kamilla benti á í svari sýnu að „mjög litlar upp­lýs­ing­ar“ liggi fyrir um virkni Jans­sen-­bólu­efnis gegn delta-af­brigði veirunnar sem nú hefur náð yfir­hönd­inni hér eins og víð­ar. Hins vegar liggi fyrir upp­lýs­ingar „um ágæta virkni bólu­efnis Pfiz­er/BioNTech gegn þessu afbrigð­i“.

Þegar minn­is­blaðið var skrif­að, þar sem mælt var með örvun Jans­sen bólu­setn­ingar höfðu um 40 pró­sent bólu­settra sem greinst höfðu með veiruna verið bólu­settir með Jans­sen. „Það ber þó að túlka með var­úð,“ skrifar Kamilla. „Ald­urs­hópur sá sem nú er mest áber­andi hvað smit varð­ar, 18-49 ára, var að miklu leyti bólu­settur með Jans­sen, um 36%, en 21% af öllum bólu­settum fengu Jans­sen.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent