Ný rannsókn bendir til að örvunarskammtur fyrir Janssen-þega sé óþarfur

Gögn úr nýrri klínískri rannsókn sem hálf milljón suður-afrískra heilbrigðisstarfsmanna tók þátt í benda til þess að bóluefni Janssen veiti góða vörn gegn Delta-afbrigðinu. Örvunarskammtar hafa nú þegar verið gefnir hér á landi.

Johnson & Johnson Janssen
Auglýsing

Einn skammtur af bólu­efni Jans­sen veitir mikla vörn gagn­vart alvar­legum veik­indum og dauða af völdum Delta og Beta afbrigðum kór­ónu­veirunn­ar, gögn úr nýrri klínískri rann­sókn sem fram­kvæmd var í Suð­ur­-Afr­íku benda til þess. Hún er fyrsta stóra klíníska lyfja­rann­sóknin sem kannar virkni bólu­efnis Jans­sen gegn Delta-af­brigð­inu. Frá þessu er greint á vef New York Times en taka ber fram að gögn rann­sókn­ar­innar hafa ekki enn verið rit­rýnd og þau hafa enn ekki birst í vís­inda­rit­um. Vest­an­hafs er talað um bólu­efni Jans­sen sem John­son & John­son.

Um það bil hálf milljón heil­brigð­is­starfs­manna í Suð­ur­-Afr­íku tók þátt í rann­sókn­inni, sem eru í miklum áhættu­hópi gagn­vart því að smit­ast af COVID-19. Einn skammtur af bólu­efn­inu er sagður veita 95 vörn gegn dauða af völdum Delta-af­brigð­is­ins og 71 pró­sent vörn gegn spít­ala­inn­lögn­um. Virkni bólu­efn­is­ins gegn Beta-af­brigð­inu var aðeins lak­ari, en það afbrigði er talið eiga auð­veld­ara með að leika á ónæm­is­kerf­ið. Í þeim til­fellum þegar þátt­tak­endur í rann­sókn­inni smit­uð­ust þá fengu um 96 pró­sent þeirra væg ein­kenni. Hluti þeirra þátt­tak­enda í rann­sókn­inni sem smit­uð­ust af COVID-19 og glímdu við mjög alvar­leg veik­indi eða dóu af völdum veirunnar var innan við 0,05 pró­sent.

„Að okkar mati er bólu­efnið að gera það sem það var hannað til að gera, koma í veg fyrir að fólk legg­ist inn á spít­ala og að koma í veg fyrir að það fari í önd­un­ar­vél og lát­ist,“ segir lækn­ir­inn Linda-Gail Bekker í umfjöllun New York Times, en hún er meðal þeirra sem stýrir rann­sókn­inni. Hún segir nið­ur­stöð­urnar benda til þess að fólk sem hafi fengið einn skammt af bólu­efni Jan­sen þurfi ekki örv­un­ar­skammt.

Auglýsing

Þessi rann­sókn ætti því að hljóma vel í eyrum þeirra millj­óna sem fengið hafa bólu­efni frá Jan­seen, sér­stak­lega í ljósi þess að fyrri rann­sóknir sem fram­kvæmdar voru á til­rauna­stofum bentu til þess að þau sem fengu bólu­efnið gætu verið ber­skjald­aðri gagn­vart Delta-af­brigð­inu en þau sem fengu önnur bólu­efni sem gefin eru í tveimur skömmt­um.

Engar vís­inda­rann­sóknir birtar um örvun bólu­setn­ingar

Ísland er í hópi þeirra landa sem hafa ákveðið að gefa full­bólu­settum örv­un­ar­skammta, ásamt meðal ann­ars Ísra­el, Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­unum og Þýska­landi. Hér á landi hafa rúm­lega 53 þús­und fengið bólu­efni Jans­sen og nú þegar hefur fólki í þeim hópi verið gef­inn örv­un­ar­skammt­ur.

Í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans frá því í síð­ustu viku sagði Kamilla Jós­efs­dótt­ir, stað­geng­ill sótt­varna­lækn­is, að „engar vís­inda­rann­sókn­ir“ hefðu verið birtar um örvun Jans­sen-­bólu­setn­ingar en rök fyrir ákvörð­un­inni kæmu fram í minn­is­blaði. Rökin eru þau að vörn eftir einn skammt af bólu­efni Jans­sen sé svipuð og vörn eftir einn skammt af öðrum bólu­efn­um. „En Jans­sen er með mark­aðs­leyfi sem eins skammts bólu­efni og var því notað þannig.“

Kamilla benti á í svari sýnu að „mjög litlar upp­lýs­ing­ar“ liggi fyrir um virkni Jans­sen-­bólu­efnis gegn delta-af­brigði veirunnar sem nú hefur náð yfir­hönd­inni hér eins og víð­ar. Hins vegar liggi fyrir upp­lýs­ingar „um ágæta virkni bólu­efnis Pfiz­er/BioNTech gegn þessu afbrigð­i“.

Þegar minn­is­blaðið var skrif­að, þar sem mælt var með örvun Jans­sen bólu­setn­ingar höfðu um 40 pró­sent bólu­settra sem greinst höfðu með veiruna verið bólu­settir með Jans­sen. „Það ber þó að túlka með var­úð,“ skrifar Kamilla. „Ald­urs­hópur sá sem nú er mest áber­andi hvað smit varð­ar, 18-49 ára, var að miklu leyti bólu­settur með Jans­sen, um 36%, en 21% af öllum bólu­settum fengu Jans­sen.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent