Gunnar Smári leiðir í Reykjavík norður og Sólveig Anna á lista

Sósíalistaflokkur Íslands hefur nú birt fjóra af sex framboðslistum sínum. Gunnar Smári Egilsson segir komandi kosningar mögulega þær mikilvægustu í lýðveldissögunni.

Sjö efstu á lista sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður
Sjö efstu á lista sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son leiðir lista Sós­í­alista­flokks Íslands í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður fyrir kom­andi kosn­ingar en list­inn hefur nú verið opin­ber­að­ur. Í öðru sæti er Laufey Lín­dal Ólafs­dótt­ir, stjórn­mála­fræð­ingur ,og í þriðja sæti er Atli Gísla­son, tölv­un­ar­fræð­ing­ur. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ingar er í fjórða sæti.

Í til­kynn­ingu frá flokknum segir Gunnar Smári að kom­andi kosn­ingar séu kannski þær mik­il­væg­ustu á lýð­veld­is­tím­an­um. „Það er raun­veru­leg hætta á að næstu fjögur árin muni stæk hægri­st­jórn þröngva upp á þjóð­ina einka­væð­ingu og nið­ur­broti grunn­kerfa og inn­viða sam­fé­lags­ins, ráða­gerð sem auð­valdið kallar við­spyrnu. Sam­tök atvinnu­lífs­ins, Við­skipta­ráð, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og önnur bar­áttu­tæki hinna ríku hafa lagt lín­urnar og boðað stór­kost­legar skatta­lækk­anir til fjár­magns- og fyr­ir­tækja­eig­enda, enn frek­ari fjár­austur úr almanna­sjóðum til hinna ríku, skerð­ingu á valdi og úrræðum verka­lýðs­fé­laga og að lífs­af­komu almenn­ings verði fórnað fyrir auk­inn hagnað hinna rík­u,“ segir Gunnar Smári og bendir á að Sós­í­alista­flokk­ur­inn sé stofn­aður til þess „að veita auð­vald­inu and­spyrn­u.“

Í til­kynn­ing­unni er einnig haft eftir Gunn­ari Smára að listi flokks­ins í Reykja­vík sýni það að flokk­ur­inn sé breiður flokkur sem end­ur­spegli vel almenn­ing. Öllum list­unum er stillt um af slembivöldum hópi meðal félaga flokks­ins.

Auglýsing

List Sós­í­alista­flokks Íslands í Reykja­vík norður

 1. Gunnar Smári Egils­son, atvinnu­laus blaða­maður
 2. Laufey Lín­dal Ólafs­dótt­ir, náms­maður í hléi
 3. Atli Gísla­son, tölv­un­ar­fræð­ingur
 4. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ingar
 5. Oddný Eir Ævars­dótt­ir, rit­höf­undur
 6. Bogi Reyn­is­son, tækni­maður
 7. Krist­björg Eva And­er­sen Ramos, náms­maður
 8. Ævar Þór Magn­ús­son, verk­stjóri
 9. Geir­dís Hanna Krist­jáns­dótt­ir, öryrki
 10. Gutt­ormur Þor­steins­son, bóka­vörður og for­maður Sam­taka hern­að­ar­and­stæð­inga
 11. Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi
 12. Atli Ant­ons­son, dokt­or­snemi
 13. Ævar Ugga­son, bók­sali
 14. Jóna Guð­björg Torfa­dótt­ir, kenn­ari
 15. Bjarki Steinn Braga­son, skóla­liði
 16. Nancy Coumba Koné, dans­kenn­ari
 17. Jök­ull Sól­berg Auð­uns­son, ráð­gjafi
 18. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­skáld
 19. Sig­urður Gunn­ars­son, ljós­mynd­ari
 20. Þor­varður Berg­mann Kjart­ans­son, tölv­un­ar­fræð­ingur
 21. Ísa­bella Lena Borg­ars­dótt­ir, náms­maður
 22. María Krist­jáns­dótt­ir, leik­stjóri

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent