Hótuðu hlaupakonunni – „Eins og fluga föst í kóngulóarvef“

Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur fengið vernd af mannúðarástæðum í Póllandi og eiginmaður hennar hefur flúið Hvíta-Rússland. Tugir íþróttamanna hafa verið handteknir í landinu fyrir að mótmæla forsetanum.

Krystsina Tsimanouskaya fer ekki aftur heim til Hvíta-Rússlands. Hún hefur sótt um hæli í Póllandi.
Krystsina Tsimanouskaya fer ekki aftur heim til Hvíta-Rússlands. Hún hefur sótt um hæli í Póllandi.
Auglýsing

Mál hví­trúss­neska sprett­hlauparans, sem þvinga átti til heim­farar af Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó, þykir til marks um það tang­ar­hald sem Alex­ander Lukashenko for­seti hafi á öllum kimum sam­fé­lags­ins og að íþrótta­hreyf­ingin sé þar engin und­an­tekn­ing.

Hann hefur stjórnað með harðri hendi frá árinu 1994 er hann sett­ist á for­seta­stól. Undir hans stjórn voru fjölda­mót­mæli í kjöl­far vafa­samra úrslita í for­seta­kosn­ing­unum á síð­asta ári brotin á bak aftur með ofbeldi. Þekktir ein­stak­lingar sem tóku þátt í mót­mæl­unum hafa verið látnir finna fyrir því. Í þeirra hópi voru afrek­s­í­þrótta­menn sem voru fang­els­að­ir, reknir úr lands­liðum og sviptir styrkjum frá hinu opin­bera.

Hin 24 ára gamla Krysts­ina Tsima­nou­skaya hefur nú fengið vega­bréfs­á­ritun af mann­úð­ar­á­stæðum í Pól­landi og hefur þegar sótt um hæli þar í landi. „Pól­land mun gera hvað sem það getur til að styðja við hana á íþrótta­braut­inn­i,“ sagði aðstoð­arutan­rík­is­ráð­herra Pól­lands í dag. Hún er nú í pólska sendi­ráð­inu í Japan en þess er vænst að hún fljúgi til Pól­lands í næstu viku. Hún er sögð hafa það ágætt miðað við það álag sem hún hefur þurft að þola síð­ustu daga.

Eig­in­maður henn­ar, Arseniy Zda­nevich, er flú­inn frá Hvíta-Rúss­landi. Hann er nú staddur í Kiev í Úkra­ínu. „Mér datt ekki í hug að þetta yrði svona alvar­leg­t,“ sagði hann í sam­tali við Sky-frétta­stof­una. „Ég tók ákvörðun um að flýja án þess að hugsa mig tvisvar um.“ Hann stefnir að því að hitta eig­in­konu sína í Pól­landi á næstu dög­um.

Krysts­ina Tsima­nou­skaya seg­ist hafa verið flutt nauðug út á flug­völl eftir að hafa gagn­rýnt þjálf­ara sinn og sagst ótt­ast um öryggi sitt. Hví­trúss­neska ólymp­íu­nefndin segir hins vegar að ákveðið hafi verið að taka hana úr lið­inu vegna and­legrar van­heilsu henn­ar.

Til stóð að Tsima­nou­skaya keppti í 200 metra hlaupi í dag, mánu­dag. Um helg­ina var henni hins vegar til­kynnt að hún ætti að keppa í 4 x 400 boð­hlaupi með mjög stuttum fyr­ir­fara eftir að í ljós kom, að því er virð­ist, að gögn úr lyfja­prófum hlaupara sem skráðir voru til leiks í því reynd­ust ekki til stað­ar. Þessu and­mælti hún og sak­aði þjálf­ar­ann um van­rækslu.

Auglýsing

Í gær, sunnu­dag, var Tsima­nou­skaya skyndi­lega tekin úr keppni og gef­inn klukku­tími til að pakka niður áður en hún var flutt út á flug­völl. Þar neit­aði hún að fara um borð í vél­ina sem átti að flytja hana aftur til Minsk, höf­uð­borgar Hvíta-Rúss­lands. Þess í stað bað hún um lög­reglu­vernd og sagð­ist ætla að sækj­ast eftir hæli á Vest­ur­lönd­um. Hún var að því er virð­ist af fréttum í nánu sam­bandi við alþjóða ólymp­íu­nefnd­ina sem og Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna á meðan þessu stóð og fór í kjöl­farið í fylgd lög­reglu á hótel á flug­vell­inum þar sem hún dvaldi í skjóli yfir nótt. Í morg­un, mánu­dag, fór hún svo í pólska sendi­ráð­ið.

Birtar hafa verið hljóð­upp­tökur þar sem talið er að heyra megi þjálf­ar­ann og menn úr hví­trúss­nesku ólymp­íu­nefnd­inni hóta Tsima­nou­ska­ya. „Ef þú vilt ein­hvern tím­ann keppa aftur fyrir Hvíta-Rúss­land þá skaltu hlusta á það sem ég mæli með: Farðu heim, til for­eldra þinna eða hverra sem er,“ heyr­ist sagt á upp­tök­unni og talið er vera rödd manns úr ólymp­íu­nefnd­inni. „Slepptu þessu. Ef ekki, þeim mun meira sem þú berst um, þá verður það eins og fluga föst í kóngu­ló­ar­vef. Því meiri vef sem hún spinnur því meiri verður flækj­an.“

Nokkur Evr­ópu­lönd hafa boð­ist til að taka Tsima­nou­skaya undir sinn vernd­ar­væng og veita henni hæli. Meðal þeirra fyrstu til að gera það voru Pól­land og Tékk­land en stjórn­völd þar í landi hafa verið mjög gagn­rýnin á stjórn Lukashen­kos. Hví­trúss­neskur blaða­maður segir í sam­tali við The Guar­dian að hún hafi einnig íhugað að sækja um vernd í Aust­ur­ríki eða Þýska­landi. Hót­el­nótt­inni eyddi hún svo í að gera upp huga sinn. „Við vitum að dyr margra Evr­ópu­ríkja stóðu opnar fyrir henni en á end­anum ákvað hún að fara til Var­sjár.“

Fram­kvæmda­stjórn ESB hefur fagnað þeirri ákvörðun Pól­lands að veita Tsima­nou­skaya vernd. Fram­kvæmda­stjóri utan­rík­is­mála hjá sam­band­inu, segir að til­raun Hvít-Rússa til að færa sprett­hlaupa­kon­una nauð­uga úr landi sé „enn eitt dæmið um grimmi­lega und­ir­okun stjórnar Lukashen­kos“.

Yfir sex­tíu hví­trúss­neskir íþrótta­menn og þjálf­arar hafa misst störf sín eða stöður eftir að hafa tekið þátt í mót­mæl­unum í fyrra. Fleiri en tutt­ugu hafa verið hand­tekn­ir, m.a. þekktur körfu­bolta­leik­mað­ur. Sér­stakur stuðn­ings­hópur íþrótta­mann­anna hefur verið stofn­aður og segir tals­maður hans í sam­tali við BBC að Tsima­nou­skaya ótt­ist um líf fjöl­skyldu sinnar í Hvíta-Rúss­landi. „Það er hennar helsta áhyggju­efni nún­a.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent